Konurnar unnu í kjallaranum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. febrúar 2016 10:15 Maðurinn var handtekinn í Vík í Mýrdal í gær. Vísir/Getty „Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins. Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Vitneskjan um þessar konur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vissum ekki af þeim í kjallaranum. Þetta fer að verða eins og í þætti af Ófærð,“ segir Tryggvi Ástþórsson, sveitastjórnarmaður í Vík og varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands. „Það er löngu tímabært að uppræta svona brotastarfsemi á Íslandi, það þarf að koma í veg fyrir að svona þrífist. Í desember lék líka grunur á einhverju óeðlilegu. Þá voru hér tveir eða þrír sem voru ekki skráðir starfsmenn hjá honum heldur á ferðamannapassa. Það fólk fór bara með liðsinni lögreglu. Þessi mál eru líklega aðskild.“ Vísir sagði frá því í gær að maður hefði verið handtekinn vegna gruns um mansal á Vík í Mýrdal.Tryggvi Ástþórsson segir atburðarásina minna á sjónvarpsþættina Ófærð.Ísland er að vakna „En þetta er hryggilegt og ömurlegt fyrir okkar samfélag. Og þess vegna mikilvægt að uppræta þetta, við fordæmum þetta fyrir hönd verkalýðsins. Við erum að vakna upp og átta okkur á því að vinnumansal sé staðreynd á Íslandi. Því miður.“ Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna gruns um mansal stýrði saumafyrirtækinu Vonta International sem sér um að sauma fyrir Drífa/IceWear og er undirverktaki þess fyrirtækis. Þetta staðfestir Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Þetta tengist ekki okkar fyrirtæki beint. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og við viljum ekki tjá okkur um þetta.“Ágúst Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear.Fundust í húsi í bænum Fjölmennt lið lögreglu tók þátt í aðgerðum í Vík vegna málsins. Mansalsteymi höfuðborgarsvæðisins var fengið til aðstoðar og vöktu aðgerðirnar athygli bæjarbúa og vegfarenda. Töldu sumir bæjarbúar að fjöldinn tengdist viðbrögðum lögreglu vegna banaslyss í Reynisfjöru á dögunum. Lögregla hefur staðið vaktina í fjörunni síðan. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun. Fólkið er allt frá Sri Lanka. Lögreglumenn leituðu þolenda mansals sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu. Tvær konur fundust og hafa stöðu þolenda mansals samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu 365. Konurnar fundust í húsi í bænum eftir leit. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.Uppfært klukkan 12:30 með upplýsingum um þjóðerni fólksins.Uppfært klukkan 14:10 Ranglega var sagt frá því að konurnar hefðu fundist í kjallara húss. Þær fundust í húsi í bænum en saumastofan var í kjallara hússins.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01 Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Einn í haldi lögreglu vegna mansals í Vík Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í aðgerðum vegna vinnumansals í Vík í dag. Einn karlmaður er í haldi lögreglu og tvær konur hafa stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 00:01
Grunaður um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun Lögreglan staðfestir að einn maður hafi verið handtekinn vegna málsins og að tvær konur hafi stöðu þolenda mansals. 19. febrúar 2016 08:32