Tæknirisar styðja við bakið á Apple Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2016 10:55 Forsvarsmenn Apple, Facebook, Google og Twitter. Vísir/EPA Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum raða sér nú upp við hlið Apple í baráttu þeirra við alríkislögregluna. Dómari hefur skipað Apple að brjóta dulkóðun síma árásarmannanna í San Bernardino, svo lögreglan geti nálgast gögn í símanum. Forsvarsmenn fyrirtækja eins Twitter, Google og Facebook hafa lýst yfir stuðningi við stöðu Apple í málinu. Umræddur sími er varinn með fjögurra tölustafa lykilorði, en sé rangt lykilorð slegið inn tíu sinnum læsist síminn að fullu og ómögulegt verður að nálgast gögnin. FBI vill í raun að Apple útbúi hugbúnað sem geri FBI kleyft að komast fram hjá þessu öryggisatriði svo þeir geti prófað allar mögulegar útfærslur á lykilorðinu, án þess að síminn læsist.Apple segir að verði slíkur hugbúnaður búinn til, séu líkur á því að hann gæti lekið og þar með yrði öryggi allra snjallsíma Apple ógnað. Ekki sé til einhver töfralausn til að opna einn síma sem ekki sé hægt að beita gegn öðrum.Nær til alls heimsinsTim Cook, yfirmaður Apple, birti á dögunum bréf til allra viðskiptavina fyrirtækisins vegna málsins. Þar segir hann að krafa dómstólsins ógni öryggi viðskiptavina og snúist um mun meira en rannsóknina á skotárásinni í San Bernardino.Sjá einnig: Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingjaApple hefur þar til á þriðjudaginn til að svara ákvörðun dómarans samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Jack Dorsey, forstjóri Twitter, lýsti nýverið yfir stuðningi við Apple. Hann sagði Twitter standa við bakið á Apple og þakkaði Tim Cook fyrir að leiða baráttuna. Í tilkynningu frá Facebook segir að fyrirtækið muni berjast harðlega gegn því að tæknifyrirtækjum sé skipað að draga úr öryggi neytenda. Þetta gæti verið hræðilegt fordæmi.Sundar Pichai, forstjóri Goole, slær á svipaða strengi og segir að það að neyða fyrirtæki til að hjálpa hökkurum væri ekki gott fyrir neytendur. Gagnrýnendur segja að þessi krafa yfirvalda Bandaríkjanna gæti haft umfangsmiklar afleiðingar. Stjórnvöld annarra ríkja gætu gert sömu kröfur og niðurstaða málsins muni hafa áhrif um allan heim.Jack Dorsey, forstjóri Twitter. We stand with @tim_cook and Apple (and thank him for his leadership)! https://t.co/XrnGC9seZ4— Jack (@jack) February 18, 2016 Sundar Pichai, yfirmaður Google. 1/5 Important post by @tim_cook. Forcing companies to enable hacking could compromise users' privacy— sundarpichai (@sundarpichai) February 17, 2016 Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Google tekjuhæstur í Bandaríkjunum Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna. 9. febrúar 2016 14:34 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum raða sér nú upp við hlið Apple í baráttu þeirra við alríkislögregluna. Dómari hefur skipað Apple að brjóta dulkóðun síma árásarmannanna í San Bernardino, svo lögreglan geti nálgast gögn í símanum. Forsvarsmenn fyrirtækja eins Twitter, Google og Facebook hafa lýst yfir stuðningi við stöðu Apple í málinu. Umræddur sími er varinn með fjögurra tölustafa lykilorði, en sé rangt lykilorð slegið inn tíu sinnum læsist síminn að fullu og ómögulegt verður að nálgast gögnin. FBI vill í raun að Apple útbúi hugbúnað sem geri FBI kleyft að komast fram hjá þessu öryggisatriði svo þeir geti prófað allar mögulegar útfærslur á lykilorðinu, án þess að síminn læsist.Apple segir að verði slíkur hugbúnaður búinn til, séu líkur á því að hann gæti lekið og þar með yrði öryggi allra snjallsíma Apple ógnað. Ekki sé til einhver töfralausn til að opna einn síma sem ekki sé hægt að beita gegn öðrum.Nær til alls heimsinsTim Cook, yfirmaður Apple, birti á dögunum bréf til allra viðskiptavina fyrirtækisins vegna málsins. Þar segir hann að krafa dómstólsins ógni öryggi viðskiptavina og snúist um mun meira en rannsóknina á skotárásinni í San Bernardino.Sjá einnig: Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingjaApple hefur þar til á þriðjudaginn til að svara ákvörðun dómarans samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Jack Dorsey, forstjóri Twitter, lýsti nýverið yfir stuðningi við Apple. Hann sagði Twitter standa við bakið á Apple og þakkaði Tim Cook fyrir að leiða baráttuna. Í tilkynningu frá Facebook segir að fyrirtækið muni berjast harðlega gegn því að tæknifyrirtækjum sé skipað að draga úr öryggi neytenda. Þetta gæti verið hræðilegt fordæmi.Sundar Pichai, forstjóri Goole, slær á svipaða strengi og segir að það að neyða fyrirtæki til að hjálpa hökkurum væri ekki gott fyrir neytendur. Gagnrýnendur segja að þessi krafa yfirvalda Bandaríkjanna gæti haft umfangsmiklar afleiðingar. Stjórnvöld annarra ríkja gætu gert sömu kröfur og niðurstaða málsins muni hafa áhrif um allan heim.Jack Dorsey, forstjóri Twitter. We stand with @tim_cook and Apple (and thank him for his leadership)! https://t.co/XrnGC9seZ4— Jack (@jack) February 18, 2016 Sundar Pichai, yfirmaður Google. 1/5 Important post by @tim_cook. Forcing companies to enable hacking could compromise users' privacy— sundarpichai (@sundarpichai) February 17, 2016
Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Google tekjuhæstur í Bandaríkjunum Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna. 9. febrúar 2016 14:34 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forstjóri Google tekjuhæstur í Bandaríkjunum Heildarverðmæti hlutabréfa Pichai í fyrirtækinu nemur 650 milljónum dollara, jafnvirði 83 milljarða króna. 9. febrúar 2016 14:34
Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24