Hugleiddi formannsframboð en fannst rétt að yfirgefa pólitíkina Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 20:03 Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir segist ekki vera að yfirgefa sökkvandi skip með ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna til setu á Alþingi. Þrýst hafi verið á hana til formannsframboðs og hún viljað að fólk vissi hug hennar áður en komi til formannskjörs. Katrín Júlíusdóttir var fyrst kjörin á Alþingi árið 2003 og þegar þessu kjörtímabili lýkur hefur hún setið þar í fjórtán ár. Ákvörðun hennar um að bjóða sig ekki aftur fram kom flestum á óvart enda hefur hún verið áberandi og vinsæll forystumaður innan flokksins og varaformaður. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir Katrínu hafa verið glæsilegan fulltrúa kvenna og ungs fólks í þingflokknum en hún er yngsti þingmaður flokksins. „Það verður sjónarsviptir af henni úr íslenskum stjórnmálum. Það er missir af henni fyrir Samfylkinguna. Hún hefur verið mjög skeleggur talsmaður og gusta af henni. Alltaf þegar hún tekur til máls er tekið eftir henni,“ segir Árni Páll. Katrín segir tímasetningu ákvörðunar hennar enga tilviljun. „Nei í sjálfu sér ekki vegna þess að nú er formanns- og forystukjör fram undan í Samfylkingunni. Mér fannst rétt að gefa fólki gott svigrúm til að taka sínar ákvarðanir þar sem ég var búin að taka mína um að fara ekki fram,“ segir Katrín. Lítil endurnýjun átti sér stað hjá Samfylkingunni í síðustu alþingiskosningum. Árni Páll viðurkennir þetta þegar hann er spurður hvort ungt fólk þurfi að geta gengið að því að fá forystusæti í flokknum í næstu kosningum. „Það er bara mjög mikilvægt að senda þau skilaboð skýrt að hálfu forystu flokksins að það stendur ekki til að mynda skjaldborg um nokkurn einasta af þeim sem fyrir er á fleti,“ segir Árni Páll. Katrín er sú kona sem í dag hefur lengsta þingreynslu þeirra sem nú sitja á Alþingi. Hvað segir þetta um konur, tolla þær ekki á þingi en karlarnir virðast margir hanga þarna endalaust? „Ég vil nú minna á að ég er samt búin að sitja núna í vor í þrettán ár á Alþingi. Sem er megnið af minni fullorðins ævi. Það er dágóður tími í mínum huga. Það kann að vera, og er auðvitað bara rannsóknarefni, að konurnar líti öðruvísi á þingstörfin. Þær líti síður á þetta sem ævistarf,“ segir Katrín. En langaði hana ekkert að reyna við formannsembættið sjálf? „Ég hugleiddi það. Ég hefði kannski verið meira tilbúin fyrir nokkrum árum. Núna finn ég einfaldlega að það er rétti tíminn fyrir mig að yfirgefa pólitíkina. Þá finnst mér heiðarlegast að stíga fram og segja það strax,“ segir Katrín Júlíusdóttir. Sjá má ítarlegra viðtal við Katrínu í Íslandi í dag hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira