Nauðsynlegt að lögfesta heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 19:52 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira