Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2016 15:22 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, upplýsti Ólaf Þór Hauksson sérstakan saksóknara um að lögreglumenn væru ósáttir við að Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, kæmi að rannsókn á lögreglufulltrúa sem grunaður er um óeðlileg samskipti við aðila innan fíkniefnaheimsins. Eftir að hafa komið að rannsókninni, sem hófst þann 11. janúar, í tæpar þrjár vikur vék Grímur frá rannsókninni. Ólafur Þór segir í samtali við Vísi að það hafi verið að frumkvæði Gríms. Hann virðist þó ekki hafa talið sig óhæfan til að fara fyrir rannsókninni til að byrja með þrátt fyrir nána og áralanga vináttu við báða fyrrverandi yfirmenn lögreglufulltrúans sem þykja að margra mati hafa brugðist óeðlilega við ásökunum á hendur fulltrúanum í gegnum árin.Sendi tvo tölvupóstaRÚV greinir frá því að Sigríður Björk hafi sent héraðssaksóknara tvo tölvupósta sem snúið hafi að vanhæfi Gríms í rannsókninni. Titringur væri á lögreglustöðinni og öðrum tölvupóstinum fylgdu athugasemdir lögreglumanns sem hafði verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Fleiri ábendingar bárust héraðssaksóknara um að óeðlilegt þætti að Grímur kæmi að rannsókninni samkvæmt heimildum RÚV. Grímur var yfirmaður rannsóknarinnar, sem yfirmaður þeirrar deildar sem rannsóknin heyrði undir, og steig einnig inn í yfirheyrslur í fjarveru annars tveggja rannsakenda. Þótti sumum sem voru yfirheyrðir sem spurningar Gríms væru óeðlilegar og tengdu við nána vináttu hans við Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Lögreglufulltrúinn sem til rannsóknar er var nánasti undirmaður Karls Steinars, á árunum 2007-2014 sem Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar, og svo Aldísar sem tók við deildinni af Karli Steinari og stýrði þar til hún var tímabundið flutt til í starfi í janúar. Fullyrti að ásakanir hefðu verið rannsakaðar Hvorki Aldís né Karl Steinar hafa stöðu sakbornings í málinu en lögreglumenn sem hafa verið kallaðir til skýrslutöku telja þau ekki hafa staðið í stykkinu sem yfirmenn þegar kom að málefnum lögreglufulltrúans. Bæði þykja að margra mati hafa ekki brugðist við ásökunum á hendur lögreglufulltrúanum sem ná mörg ár aftur í tímann. Þannig fullyrti Karl Steinar eitt sinn á fundi með starfsmönnum fíkniefnadeildar að ásakanir á hendur fulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Aldís hreyfði við miklum mótmælum þegar fulltrúinn var færður úr deildinni á síðasta ári. Þá hafði meirihluti fíkniefnadeildar gert alvarlegar athugasemdir við störf fulltrúans og farið með þær til ríkislögreglustjóra. Gengu þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að fara með málið til hennar. Þá fengu þeir engin viðbrögð við athugasemdunum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni. Ekki náðist í Sigríði Björk við vinnslu fréttarinnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30 Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Rannsakar fyrrverandi undirmann Vararíkissaksóknari segir rannsóknir á lögreglumönnum erfiðar, ekki aðeins vegna mögulegs vanhæfis heldur séu menn settir í óþægilega stöðu. 16. febrúar 2016 18:30
Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Grímur Grímsson er náinn samstarfsmaður og vinur síðustu tveggja yfirmanna fíkniefnadeildar, Aldísar Hilmarsdóttur og Karls Steinars Valssonar. 16. febrúar 2016 12:30