Rannsókn á lögreglufulltrúa: Yfirlögregluþjónn færður úr rannsóknarteyminu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2016 12:30 Grímur Grímsson staðfestir við Vísi að hann hafi enga aðkomu að rannsókninni lengur. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, hefur ekki lengur aðkomu að rannsókn embættisins á hendur lögreglufullrúa sem grunaður er um að hafa lekið upplýsingum til aðila í fíkniefnaheiminum. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis leið ekki öllum þeim sem gefa áttu skýrslu vegna rannsóknarinnar vel með að Grímur væri í aðalhlutverki við rannsóknina. Töldu þeir það geta haft slæm áhrif á að rannsóknin væri hafin yfir allan vafa. Ástæðan mun vera náin tengsl Gríms við fyrrverandi yfirmenn fíkniefnadeildar, þau Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Ólafur Þór segir að Grímur hafi sjálfur beðið um að stíga til hliðar. Hann vill ekki tjá sig um það hvort kvartanir hafi borist vegna fyrirkomulagsins en heimildir Vísis herma að það hafi verið tilfellið. „Hann fór fram á það vegna tengsla við einhverja þeirra sem voru að gefa vitnaskýrslur,“ segir Ólafur. Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014. Hann fullyrti snemma árs 2012 að ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Engin formleg rannsókn fór fram.Vísir/Ernir Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar frá 2007 til 2014 en lögreglufulltrúinn sem sætir rannsókn vann náið með Karli Steinari. Þegar ásakanir á hendur fulltrúanum voru afar háværar í ársbyrjun 2012 boðaði Karl Steinar til fundar og fullyrti að rannsókn væri lokið á ásökununum. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu að hætta að ræða þær.Sjá einnig:Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Eins og Vísir hefur fjallað um áður fór engin rannsókn fram. Karl Steinar skilaði hins vegar eigin greinargerð um ásakanir á hendur sínum nánasta undirmanni. Friðriki Smára Björgvinssyni og Jóni H.B. Snorrasyni þótti greinagerðin svo afdráttarlaus er varðaði sakleysi lögreglufulltrúans að engin ástæða þótti til að fara með málið lengra. Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.vísir/gva Nánir vinir Grímur og Karl Steinar hafa starfað lengi saman innan lögreglunnar og er mjög vel til vina. Þeir eru af sömu kynslóð og höfðu sumir þeirra sem gáfu skýrslu hjá héraðssaksóknara áhyggjur af hlutleysi Gríms enda margir þeirrar skoðanir að sem yfirmaður hafi Karl Steinar ekki tekið nógu vel á máli lögreglufulltrúans, samanber til dæmis fullyrðingu um rannsókn á hendur honum sem aldrei fór fram. Ólafur Þór Hauksson vildi hvorki játa né neita því að tengsl Gríms við Karl Steinar væri ástæða þess að hann væri ekki lengur hluti af rannsókninni. „Ég ætla ekki að fara út í það hvað gerði þetta að verkum. Hann fór engu að síður fram á þetta og við því var orðið.“ Aldís Hilmarsdóttir, var yfirmaður R-2, deildar hjá lögreglu sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi frá 2014 og þangað til nú í janúar.Vísir Aldís og Grímur þekkjast vel Aldís tók við sem yfirmaður fíkniefnadeildar af Karl Steinari árið 2014 og myndaðist traust starfssamband milli hennar og lögreglufulltrúans. Var hún mjög mótfallinn því þegar ákveðið var að færa fulltrúann úr deildinni í fyrra eftir að meirihluti starfsmanna deildarinnar leitaði til ríkislögreglustjóra vegna ásakana á hendur honum. Fóru þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að bera málið upp við hana vegna þess hve náið samstarf hennar við lögreglufulltrúann var. Aldís var tímabundið færð úr starfi sínu sem yfirmaður fíkniefnadeildar í janúar en auk lögreglufulltrúans er annar rannsóknarlögreglumaður í deildinni til rannsóknar vegna ásakana af sama toga, óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Aldís og Grímur ná einnig sérstaklega vel saman, en þau hættu bæði á sama tíma hjá lögreglunni og hófu störf hjá sama einkafyrirtæki, Deloitte, áður en þau voru ráðin inn í fjármunabrotadeild LRH á sama tíma, hann sem aðstoðaryfirlögregluþjónn og hún sem lögreglufulltrúi. Töldu einhverjir lögreglumenn að náið samband Aldísar og Gríms gæti sömuleiðis haft áhrif á viðhorf Gríms til rannsóknarinnar og vitnisburð lögreglumanna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara. Tók skýrslur af nokkrum vitnum Ólafur Þór minnir á að rannsóknin heyri beint undir hann og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Hann segir að Grímur hafi verið búinn að taka skýrslur af einhverjum vitnum áður en til þess kom að hann steig til hliðar. Yfirheyrslurnar hafi aðallega verið framkvæmdar af tveimur rannsakendum og hann sé ekki annar þeirra. „Annar rannsakarinn fór í frí og þá kom hann inn í þetta með hinum,“ segir Ólafur Þór. „Þeir rannsakendur sem eru með þetta mál í dag gera upp við mig og varahéraðssaksóknara með framhaldið. Við erum með þetta mál.“ Í skriflegu svari Gríms til Vísis staðfesti hann að aðkoma hans að rannsókninni væri engin. Hann var staddur erlendis og sagðist ekki eiga auðvelt með að ræða við blaðamann í síma. Vísaði hann á Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara fyrir frekari spurningar. Fyrir liggur fyrirspurn hjá Ólafi Þór um hvort tengsl Gríms við vitnin sem yrðu boðuð til skýrslutöku hafi ekki legið fyrir þegar tekin var sú ákvörðun að hafa hann í aðalhlutverki við rannsóknina á lögreglufulltrúanum. Grímur er sem fyrr segir yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara og því hafa undirmenn hans enn aðkomu að rannsókn málsins. Snorri Magnússon segir Landssamband lögreglumanna hafa bent á ótryggar aðstæður starfsmanna fíkniefnadeildar um árabil. Ótækt að menn rannsaki kollega sína Á málþingi innanríkisráðuneytisins og lagadeilda Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík síðastliðinn föstudag var rætt um frumvarp innanríkisráðherra um eftirlitsnefnd með störfum lögreglu. Voru efasemdaraddir um að nefndin yrði nógu sjálfstæð gagnvart stjórnkerfi lögreglunnar. Þá ítrekaði Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, þá skoðun sína að ótækt væri að sú staða væri uppi að lögreglumenn rannsökuðu lögreglumenn, þ.e. að menn rannsökuðu kollega sína. Almenningur og lögreglumenn yrðu að geta treyst því að mál sem þessi yrðu skoðuð af hlutleysi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Einstaklingur ótengdur lögreglunni hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á spillingu innan lögreglunnar. 15. febrúar 2016 07:00 Svarar því ekki hver seinasta skipun var áður en sendisveinninn var handtekinn við Hótel Frón Friðrik Smári Björgvinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið meðvitaður um ásakanir á hendur lögreglufulltrúa utan þess tíma sem hann tilgreinir í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér. 15. janúar 2016 15:46 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara, hefur ekki lengur aðkomu að rannsókn embættisins á hendur lögreglufullrúa sem grunaður er um að hafa lekið upplýsingum til aðila í fíkniefnaheiminum. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis leið ekki öllum þeim sem gefa áttu skýrslu vegna rannsóknarinnar vel með að Grímur væri í aðalhlutverki við rannsóknina. Töldu þeir það geta haft slæm áhrif á að rannsóknin væri hafin yfir allan vafa. Ástæðan mun vera náin tengsl Gríms við fyrrverandi yfirmenn fíkniefnadeildar, þau Aldísi Hilmarsdóttur og Karl Steinar Valsson. Ólafur Þór segir að Grímur hafi sjálfur beðið um að stíga til hliðar. Hann vill ekki tjá sig um það hvort kvartanir hafi borist vegna fyrirkomulagsins en heimildir Vísis herma að það hafi verið tilfellið. „Hann fór fram á það vegna tengsla við einhverja þeirra sem voru að gefa vitnaskýrslur,“ segir Ólafur. Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014. Hann fullyrti snemma árs 2012 að ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hefðu verið rannsakaðar og ættu ekki við rök að styðjast. Engin formleg rannsókn fór fram.Vísir/Ernir Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar var yfirmaður fíkniefnadeildar frá 2007 til 2014 en lögreglufulltrúinn sem sætir rannsókn vann náið með Karli Steinari. Þegar ásakanir á hendur fulltrúanum voru afar háværar í ársbyrjun 2012 boðaði Karl Steinar til fundar og fullyrti að rannsókn væri lokið á ásökununum. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu að hætta að ræða þær.Sjá einnig:Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Eins og Vísir hefur fjallað um áður fór engin rannsókn fram. Karl Steinar skilaði hins vegar eigin greinargerð um ásakanir á hendur sínum nánasta undirmanni. Friðriki Smára Björgvinssyni og Jóni H.B. Snorrasyni þótti greinagerðin svo afdráttarlaus er varðaði sakleysi lögreglufulltrúans að engin ástæða þótti til að fara með málið lengra. Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari.vísir/gva Nánir vinir Grímur og Karl Steinar hafa starfað lengi saman innan lögreglunnar og er mjög vel til vina. Þeir eru af sömu kynslóð og höfðu sumir þeirra sem gáfu skýrslu hjá héraðssaksóknara áhyggjur af hlutleysi Gríms enda margir þeirrar skoðanir að sem yfirmaður hafi Karl Steinar ekki tekið nógu vel á máli lögreglufulltrúans, samanber til dæmis fullyrðingu um rannsókn á hendur honum sem aldrei fór fram. Ólafur Þór Hauksson vildi hvorki játa né neita því að tengsl Gríms við Karl Steinar væri ástæða þess að hann væri ekki lengur hluti af rannsókninni. „Ég ætla ekki að fara út í það hvað gerði þetta að verkum. Hann fór engu að síður fram á þetta og við því var orðið.“ Aldís Hilmarsdóttir, var yfirmaður R-2, deildar hjá lögreglu sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi frá 2014 og þangað til nú í janúar.Vísir Aldís og Grímur þekkjast vel Aldís tók við sem yfirmaður fíkniefnadeildar af Karl Steinari árið 2014 og myndaðist traust starfssamband milli hennar og lögreglufulltrúans. Var hún mjög mótfallinn því þegar ákveðið var að færa fulltrúann úr deildinni í fyrra eftir að meirihluti starfsmanna deildarinnar leitaði til ríkislögreglustjóra vegna ásakana á hendur honum. Fóru þeir framhjá Aldísi þar sem þeir treystu sér ekki til að bera málið upp við hana vegna þess hve náið samstarf hennar við lögreglufulltrúann var. Aldís var tímabundið færð úr starfi sínu sem yfirmaður fíkniefnadeildar í janúar en auk lögreglufulltrúans er annar rannsóknarlögreglumaður í deildinni til rannsóknar vegna ásakana af sama toga, óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Aldís og Grímur ná einnig sérstaklega vel saman, en þau hættu bæði á sama tíma hjá lögreglunni og hófu störf hjá sama einkafyrirtæki, Deloitte, áður en þau voru ráðin inn í fjármunabrotadeild LRH á sama tíma, hann sem aðstoðaryfirlögregluþjónn og hún sem lögreglufulltrúi. Töldu einhverjir lögreglumenn að náið samband Aldísar og Gríms gæti sömuleiðis haft áhrif á viðhorf Gríms til rannsóknarinnar og vitnisburð lögreglumanna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara. Tók skýrslur af nokkrum vitnum Ólafur Þór minnir á að rannsóknin heyri beint undir hann og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Hann segir að Grímur hafi verið búinn að taka skýrslur af einhverjum vitnum áður en til þess kom að hann steig til hliðar. Yfirheyrslurnar hafi aðallega verið framkvæmdar af tveimur rannsakendum og hann sé ekki annar þeirra. „Annar rannsakarinn fór í frí og þá kom hann inn í þetta með hinum,“ segir Ólafur Þór. „Þeir rannsakendur sem eru með þetta mál í dag gera upp við mig og varahéraðssaksóknara með framhaldið. Við erum með þetta mál.“ Í skriflegu svari Gríms til Vísis staðfesti hann að aðkoma hans að rannsókninni væri engin. Hann var staddur erlendis og sagðist ekki eiga auðvelt með að ræða við blaðamann í síma. Vísaði hann á Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara fyrir frekari spurningar. Fyrir liggur fyrirspurn hjá Ólafi Þór um hvort tengsl Gríms við vitnin sem yrðu boðuð til skýrslutöku hafi ekki legið fyrir þegar tekin var sú ákvörðun að hafa hann í aðalhlutverki við rannsóknina á lögreglufulltrúanum. Grímur er sem fyrr segir yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara og því hafa undirmenn hans enn aðkomu að rannsókn málsins. Snorri Magnússon segir Landssamband lögreglumanna hafa bent á ótryggar aðstæður starfsmanna fíkniefnadeildar um árabil. Ótækt að menn rannsaki kollega sína Á málþingi innanríkisráðuneytisins og lagadeilda Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík síðastliðinn föstudag var rætt um frumvarp innanríkisráðherra um eftirlitsnefnd með störfum lögreglu. Voru efasemdaraddir um að nefndin yrði nógu sjálfstæð gagnvart stjórnkerfi lögreglunnar. Þá ítrekaði Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, þá skoðun sína að ótækt væri að sú staða væri uppi að lögreglumenn rannsökuðu lögreglumenn, þ.e. að menn rannsökuðu kollega sína. Almenningur og lögreglumenn yrðu að geta treyst því að mál sem þessi yrðu skoðuð af hlutleysi.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir „Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30 Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Einstaklingur ótengdur lögreglunni hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á spillingu innan lögreglunnar. 15. febrúar 2016 07:00 Svarar því ekki hver seinasta skipun var áður en sendisveinninn var handtekinn við Hótel Frón Friðrik Smári Björgvinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið meðvitaður um ásakanir á hendur lögreglufulltrúa utan þess tíma sem hann tilgreinir í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér. 15. janúar 2016 15:46 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
„Ásakanirnar voru það alvarlegar að ekki var annað hægt en að vísa málinu til ríkissaksóknara“ Nánasti yfirmaður lögreglufulltrúans taldi ekkert hæft í ásökunum 2012. Þremur árum síðar var embætti ríkislögreglustjóra á allt annarri skoðun. 15. janúar 2016 10:30
Varaður við húsleit hjá sér af lögreglufulltrúa Einstaklingur ótengdur lögreglunni hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á spillingu innan lögreglunnar. 15. febrúar 2016 07:00
Svarar því ekki hver seinasta skipun var áður en sendisveinninn var handtekinn við Hótel Frón Friðrik Smári Björgvinsson vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið meðvitaður um ásakanir á hendur lögreglufulltrúa utan þess tíma sem hann tilgreinir í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér. 15. janúar 2016 15:46