Fótbolti

Ronaldo gekk út af blaðamannafundi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo var ekki sáttur með spurningar blaðamanna í gær.
Ronaldo var ekki sáttur með spurningar blaðamanna í gær. vísir/getty
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, var eitthvað illa fyrir kallaður á blaðamannafundi í gær.

Ronaldo var þá spurður út í markaþurrð sína á útivelli að undanförnu en Portúgalinn hefur ekki skorað útivallarmark frá því í nóvember.

„Nefndu mér einn leikmann sem hefur skorað meira á útivelli síðan ég kom til Spánar,“ sagði Ronaldo ákveðinn.

„Nefndu mér einn. Þú getur það ekki,“ bætti portúgalska stórstjarnan við áður en hann gekk út af blaðamannafundinum.

Ronaldo hefur skorað 21 mark á heimavelli á tímabilinu og ellefu á útivelli. Og raunar hefur hann aðeins spilað fjóra leiki á útivelli frá því hann skoraði síðasta útivallarmark sitt gegn Eibar 29. nóvember síðastliðinn.

Ronaldo verður væntanlega í eldlínunni þegar Real Madrid sækir Roma heim í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Leikur Roma og Real Madrid hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×