Heilmikil árstíðabundin sveifla á hæð Hvannadalshnjúks Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 11:24 Hvannadalshnjúkur er 2.109,6 metrar á hæð samkvæmt opinberum mælingum. Vísir Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala. Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, var síðast mældur árið 2011 og var þá í samræmi við mælinguna örlagaríku árið 2005 þar sem í ljós kom að hann var níu metrum lægri en áður var talið. Fjallað er um ferð leiðsögumannsins Einars Rúnars Sigurðssonar leiðsögumanns upp á Hvannadalshnjúk síðastliðinn sunnudag í Morgunblaðinu í dag en um var að ræða 281. ferð hans á tindinn. Einar segist í samtali við Morgunblaðið telja að tindurinn hafi náð sinni fyrri hæð, 2.119 metrum, og tilefni sé til að mæla tindinn upp á nýtt. Síðast mæling hafi verið gerð eftir mikið hlýindaskeið og í lok sumars. Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð.Vísir/Teitur Tindurinn „lækkaði“ um 9 metra árið 2005 Það vakti mikla athygli árið 2005 þegar Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, tilkynnti á tröppum Stjórnarráðsins að Hvannadalshnjúkur væri orðinn 2.110 metrar hæð, 2.109,6 metrar svo allri nákvæmni sem gætt, en áður hafði hann verið talinn 2.119 metrar á hæð. Þetta var mikið áfall fyrir ýmsa því þetta þýddi að hnjúkurinn var orðinn lægri en hæsti tindur Svíþjóðar, Kebnekaise, sem er 2.111 metrar á hæð. Haft var eftir Magnúsi Guðmundssyni við það tilefni árið 2005 að stefnt yrði að því að mæla hnjúkinn ítarlega á tíu ára fresti. Vísir setti sig í samband við Landmælingar Íslands sem sagði að vissulega hefði verið talað um að mæla tindinn á tíu ára fresti á sínum tíma en það kostaði sitt og væri mikið fyrirtæki. Tímarnir hefðu breyst og það þyrfti að forgangsraða. Síðast þegar hæð hnjúksins var mæld með leysigeisla var í júlí árið 2010 og þá var hún í samræmi við mælinguna árið 2005. Grunnstöðvakerfi Íslands mælt í sumar kki hefur verið rætt innan landmælinga að ráðast í ítarlega mælingu á Hvannadalshnjúk á næstunni. Í sumar ætla Landmælingar að ráðast í mælingar á öllu grunnstöðvakerfi Íslands því landið er að reka í sundur. Er slík mæling gerð á um tíu árar fresti til að fylgjast með landreki og hæðarbreytingum á landinu. Um er að ræða landrek um sentímetra í hvora áttina á ári og ris og sig um tvo sentímetra á ári. Ef til mælinga kæmi á hæð Hvannadalshnjúkar yrði það væntanlega gert í sumar. Árstíðasveifla á hæð Hvannadalshnjúkar Hjá Veðurstofu Íslands fengust þau svör að heilmikil árstíðasveifla sé á hæð Hvannadalshnjúkar. Á veturna hleður snjó ofan á hnúkinn. Hann þjappast svo saman og bráðnar og lækkar þannig að hæðin getur verið breytileg um marga metra. Veðurstofan segir að ekki hafi verið unnið úr gögnum vegna hæðar tindsins síðan 2011 en hins vegar er Veðurstofan komin með nýjar gervihnattamælingar frá árunum 2012 og 2013 þannig að væntanleg er ný tala.
Hornafjörður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira