Tvær Snæfellskonur jöfnuðu þriggja stiga metið í sama bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 12:15 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, kyssir hér bikarinn í leikslok. Vísir/Hanna Snæfellskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í Laugardalshöllinni um síðustu helgi og þar vó þungt hittni tveggja leikmanna liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell vann Grindavík 78-70 í bikarúrslitaleiknum og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir báðar með 23 stig í leiknum. Það var þó þriggja stiga nýting þeirra sem fór í sögubækurnar en báðar hittu þær úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir 62 prósent nýtingu. Með því að skora fimm þrista í leiknum þá jöfnuðu þær Haiden og Gunnhildur metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði alla fimm þriggja stiga körfur sínar í fyrri hálfleiknum sem er að sjálfsögðu einnig met. Keflvíkingurinn Björg Hafsteinsdóttir varð fyrst til að skora fimm þrista í sama bikarúrslitaleiknum en hún náði því árið 1993 og átti metið ein í fimmtán ár. Gunnhildur var aðeins önnur íslenska körfuboltakonan til þess að komast í þennan flokk en bandarískir leikmenn höfðu náð þessu þrisvar sinnum á undanförnum árum. Það sem er athyglisverðast er að tveir leikmenn úr saman liði nái þessu. Snæfell skoraði samtals tíu þrista í leiknum og enginn annar leikmaður liðsins náð því að hitta úr skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell varð fyrsta kvennaliðið til að skora tíu þriggja stiga körfur í einum bikarúrslitaleik en liðið bætti met Njarðvíkurliðsins frá 2012 sem skoraði þá níu þriggja stiga körfur í sigri á Snæfelli.Flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna:5 - Björg Hafsteinsdóttir (fyrir Keflavík á móti KR 1993, sigur) [Nýtti 5 af 10 skotum , 50 prósent]5 - Joanna Skiba (fyrir Grindavík á móti Haukum 2008, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Heather Ezell (fyrir Hauka á móti Keflavík 2010, sigur) [Nýtti 5 af 17 skotum , 29 prósent]5 - Chazny Paige Morris (fyrir KR á móti Keflavík 2011, tap) [Nýtti 5 af 9 skotum , 56 prósent]5 - Gunnhildur Gunnarsdóttir (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Haiden Denise Palmer (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent] Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Snæfellskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í Laugardalshöllinni um síðustu helgi og þar vó þungt hittni tveggja leikmanna liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell vann Grindavík 78-70 í bikarúrslitaleiknum og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir báðar með 23 stig í leiknum. Það var þó þriggja stiga nýting þeirra sem fór í sögubækurnar en báðar hittu þær úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir 62 prósent nýtingu. Með því að skora fimm þrista í leiknum þá jöfnuðu þær Haiden og Gunnhildur metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði alla fimm þriggja stiga körfur sínar í fyrri hálfleiknum sem er að sjálfsögðu einnig met. Keflvíkingurinn Björg Hafsteinsdóttir varð fyrst til að skora fimm þrista í sama bikarúrslitaleiknum en hún náði því árið 1993 og átti metið ein í fimmtán ár. Gunnhildur var aðeins önnur íslenska körfuboltakonan til þess að komast í þennan flokk en bandarískir leikmenn höfðu náð þessu þrisvar sinnum á undanförnum árum. Það sem er athyglisverðast er að tveir leikmenn úr saman liði nái þessu. Snæfell skoraði samtals tíu þrista í leiknum og enginn annar leikmaður liðsins náð því að hitta úr skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell varð fyrsta kvennaliðið til að skora tíu þriggja stiga körfur í einum bikarúrslitaleik en liðið bætti met Njarðvíkurliðsins frá 2012 sem skoraði þá níu þriggja stiga körfur í sigri á Snæfelli.Flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna:5 - Björg Hafsteinsdóttir (fyrir Keflavík á móti KR 1993, sigur) [Nýtti 5 af 10 skotum , 50 prósent]5 - Joanna Skiba (fyrir Grindavík á móti Haukum 2008, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Heather Ezell (fyrir Hauka á móti Keflavík 2010, sigur) [Nýtti 5 af 17 skotum , 29 prósent]5 - Chazny Paige Morris (fyrir KR á móti Keflavík 2011, tap) [Nýtti 5 af 9 skotum , 56 prósent]5 - Gunnhildur Gunnarsdóttir (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Haiden Denise Palmer (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30
Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti