Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2016 20:50 Gary Martin skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Víking og spilar því með sínu þriðja félagi hér á Íslandi í efstu deild næsta sumar. Gary kom til Íslands 2010 og gekk þá í raðir ÍA en þaðan fór hann til KR um mitt sumar 2012. Hann skoraði þrettán mörk í Pepsi-deildinni 2013 og aftur 2014 þegar hann vann gullskóinn. Enski framherjinn átti í stormasömu sambandi við fyrrverandi þjálfara sinn Bjarna Guðjónsson á síðustu leiktíð en segir samband þeirra mun betra núna. „Af hverju ekki?“ svaraði Gary Martin aðspurður í viðtali við Vísi í kvöld hvers vegna hann færði sig um set? „Stundum í fótboltanum er kominn tími til að færa sig um set og sá tími var kominn hjá mér. Ég er enn bara 25 ára þannig ég hef margt að bjóða.“Gary Martin skiptir hvítu röndinni út fyrir rauða.vísir/stefánKominn til að hjálpa KR hefur verið í baráttu um íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár en Víkingur hafnaði í níunda sæti á síðustu leiktíð eftir að vera í fallbaráttu nær allt mótið. „Ég vildi koma til Víkings því ég vill hjálpa þessu félagi. Það er auðveldara að vera hjá liðum við toppinn og alltaf með góða leikmenn í kringum sig að berjast um titilinn,“ sagði Gary. „Stundum vill maður gefa eitthvað á móti og nú er ég kominn í frábært lið sem er virkilega efnilegt.“ KR tók nokkrum tilboðum í enska framherjann og hafði Víkingur á endanum betur í baráttu við Breiðablik sem ræddi við Gary í gær. „Ég get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér og hversu hart félagið sóttist eftir mér. Það er gott að einhver vill fá þig og því er ég svo svakalega ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Gary, en hvað vill hann afreka í Fossvoginum? „Ég er kominn hingað til að hjálpa. Róm var ekki byggð á einum degi og Manchester City varð ekki meistari á fyrsta ári. Ég er ekki að segja Víkingur sé Manchester City samt,“ sagði hann og brosti. „Ég er spenntur því þetta er mikil áskorun. Hér getum við byggt eitthvað. Ég sé bjarta framtíð hjá Víkingi og þess vegna gekk ég í raðir félagsins. Ég talaði við nokkra um félagið og allir höfðu fallega hluti að segja. Á endanum var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig.“Bjarni Guðjónsson og Gary Martin áttu ekki samleið í fyrra.vísir/vilhelmEkki ýtt úr KR Gary segir það sína ákvörðun að fara úr Vesturbænum og samband hans við Bjarna Guðjónsson hafi verið gott undir restina. „Hann óskaði mér alls hins besta. Samband okkar var slæmt í fyrra en það var ekki svo slæmt í ár. Stjórnin samþykkti samt tilboð sem var kannski merki þess að KR vildi ekki halda mér,“ sagði Gary. „Fólk þarf að átta sig á því að mér var ekki ýtt út úr KR. Ég ákvað að fara. KR vildi halda mér en mér fannst kominn tími á að fara.“ Gary fékk minna að spila en hann vildi á síðasta sumri en fannst honum hann ekki metinn að verðleikum eftir að skoar 26 mörk samtals árin 2013 og 2014? „Þegar þú orðar það þannig, já, kannski var ég ekki metinn að verðleikum. Ég missi samt ekki svefn yfir því. Við mætum KR í fyrsta leik í sumar þannig við sjáum bara til hvernig fer þar,“ sagði Gary Martin. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira
Gary Martin skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Víking og spilar því með sínu þriðja félagi hér á Íslandi í efstu deild næsta sumar. Gary kom til Íslands 2010 og gekk þá í raðir ÍA en þaðan fór hann til KR um mitt sumar 2012. Hann skoraði þrettán mörk í Pepsi-deildinni 2013 og aftur 2014 þegar hann vann gullskóinn. Enski framherjinn átti í stormasömu sambandi við fyrrverandi þjálfara sinn Bjarna Guðjónsson á síðustu leiktíð en segir samband þeirra mun betra núna. „Af hverju ekki?“ svaraði Gary Martin aðspurður í viðtali við Vísi í kvöld hvers vegna hann færði sig um set? „Stundum í fótboltanum er kominn tími til að færa sig um set og sá tími var kominn hjá mér. Ég er enn bara 25 ára þannig ég hef margt að bjóða.“Gary Martin skiptir hvítu röndinni út fyrir rauða.vísir/stefánKominn til að hjálpa KR hefur verið í baráttu um íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár en Víkingur hafnaði í níunda sæti á síðustu leiktíð eftir að vera í fallbaráttu nær allt mótið. „Ég vildi koma til Víkings því ég vill hjálpa þessu félagi. Það er auðveldara að vera hjá liðum við toppinn og alltaf með góða leikmenn í kringum sig að berjast um titilinn,“ sagði Gary. „Stundum vill maður gefa eitthvað á móti og nú er ég kominn í frábært lið sem er virkilega efnilegt.“ KR tók nokkrum tilboðum í enska framherjann og hafði Víkingur á endanum betur í baráttu við Breiðablik sem ræddi við Gary í gær. „Ég get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér og hversu hart félagið sóttist eftir mér. Það er gott að einhver vill fá þig og því er ég svo svakalega ánægður með að vera kominn hingað,“ sagði Gary, en hvað vill hann afreka í Fossvoginum? „Ég er kominn hingað til að hjálpa. Róm var ekki byggð á einum degi og Manchester City varð ekki meistari á fyrsta ári. Ég er ekki að segja Víkingur sé Manchester City samt,“ sagði hann og brosti. „Ég er spenntur því þetta er mikil áskorun. Hér getum við byggt eitthvað. Ég sé bjarta framtíð hjá Víkingi og þess vegna gekk ég í raðir félagsins. Ég talaði við nokkra um félagið og allir höfðu fallega hluti að segja. Á endanum var þetta auðveld ákvörðun fyrir mig.“Bjarni Guðjónsson og Gary Martin áttu ekki samleið í fyrra.vísir/vilhelmEkki ýtt úr KR Gary segir það sína ákvörðun að fara úr Vesturbænum og samband hans við Bjarna Guðjónsson hafi verið gott undir restina. „Hann óskaði mér alls hins besta. Samband okkar var slæmt í fyrra en það var ekki svo slæmt í ár. Stjórnin samþykkti samt tilboð sem var kannski merki þess að KR vildi ekki halda mér,“ sagði Gary. „Fólk þarf að átta sig á því að mér var ekki ýtt út úr KR. Ég ákvað að fara. KR vildi halda mér en mér fannst kominn tími á að fara.“ Gary fékk minna að spila en hann vildi á síðasta sumri en fannst honum hann ekki metinn að verðleikum eftir að skoar 26 mörk samtals árin 2013 og 2014? „Þegar þú orðar það þannig, já, kannski var ég ekki metinn að verðleikum. Ég missi samt ekki svefn yfir því. Við mætum KR í fyrsta leik í sumar þannig við sjáum bara til hvernig fer þar,“ sagði Gary Martin. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira
Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34
Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58
Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30
Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22