Jöfn toppbarátta á Pebble Beach - Ótrúlegur hringur Sung Kang 13. febrúar 2016 16:00 Sung Kang var í miklu stuði á öðrum hring í gær a Pebble Beach. Getty. Tveir Asíubúar leiða eftir 36 holur á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en Japaninn Horishi Iwata og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang eru efstir á 11 höggum undir pari. Sá síðarnefndi, Sung Kang, stal senunni í gær á öðrum hring en eftir að hafa leikið fyrsta hring á sléttu pari skellti hann í hring upp á 11 högg undir pari, 60 slög, sem er hreint út sagt ótrulegt skor á Pebble Beach. Chez Reavie, Freddie Jacobson og gamli refurinn Phil Mickelson deila þriðja sætinu á tíu höggum undir pari en skor keppenda hefur verið afar gott í blíðunni á Pebble Beach. Besti kylfingur heims er meðal keppenda um helgina, Jorda Spieth, en hann er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo og þarf að spýta í lófana ef hann ætlar að gera atlögu að sigrinum á sunnudaginn. AT&T mótið verður í beinni útsendingu um helgina á Golfstöðinni en bein útsending hefst í kvöld klukkan 18:00. Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tveir Asíubúar leiða eftir 36 holur á AT&T mótinu sem fram fer á Pebble Beach en Japaninn Horishi Iwata og Suður-Kóreumaðurinn Sung Kang eru efstir á 11 höggum undir pari. Sá síðarnefndi, Sung Kang, stal senunni í gær á öðrum hring en eftir að hafa leikið fyrsta hring á sléttu pari skellti hann í hring upp á 11 högg undir pari, 60 slög, sem er hreint út sagt ótrulegt skor á Pebble Beach. Chez Reavie, Freddie Jacobson og gamli refurinn Phil Mickelson deila þriðja sætinu á tíu höggum undir pari en skor keppenda hefur verið afar gott í blíðunni á Pebble Beach. Besti kylfingur heims er meðal keppenda um helgina, Jorda Spieth, en hann er á þremur höggum undir pari eftir hringina tvo og þarf að spýta í lófana ef hann ætlar að gera atlögu að sigrinum á sunnudaginn. AT&T mótið verður í beinni útsendingu um helgina á Golfstöðinni en bein útsending hefst í kvöld klukkan 18:00.
Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira