Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2016 17:30 Snæfell er bikarmeistari 2016. vísir/hanna Snæfell varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir átta stiga sigur, 78-70, á Grindavík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Snæfell var búið að tapa tveimur bikarúrslitaleikjum fyrir leikinn í dag en það var greinilegt að Hólmarar ætluðu ekki að láta það koma fyrir aftur. Grindavík komst í 0-2 en annars leiddi Snæfell allan tímann. Munurinn var þó aldrei mikill en Hólmarar áttu alltaf krók á móti hverju bragði Grindvíkinga sem urðu bikarmeistarar í fyrra. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Haiden Palmer stóðu upp úr í liði Snæfells. Gunnhildur fór hamförum í fyrri hálfleik og skoraði þá 19 stig og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Í seinni hálfleik tók Palmer yfir en hún var valin maður leiksins. Sú bandaríska var með þrennu; 23 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, auk þess að stela fimm boltum. Bryndís Guðmundsdóttir átti einnig skínandi leik með 13 stig og 16 fráköst. Whitney Frazier var langstigahæst í liði Grindavíkur með 32 stig en liðið skorti sárlega framlag frá fleirum í sókninni. Saga fyrri hálfleiks var frábær frammistaða Gunnhildar, fyrirliða Snæfells, sem skoraði 19 stig af 41 stigi liðsins og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Mögnuð frammistaða en það verður að setja spurningarmerki við varnarleik Grindvíkinga sem féllu aftur og aftur af Gunnhildi sem refsaði þeim grimmt. Palmer átti einnig skínandi fyrri hálfleik en hún skoraði átta stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Frazier og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir drógu vagninn hjá Grindavík og skoruðu samtals 25 af 34 stigum liðsins í fyrri hálfleik. Aðrar voru ekki með í sókninni.Grindavík skoraði fyrstu stig leiksins en Snæfell svaraði með 14 stigum í röð og náði 12 stiga forskoti, 14-2. Snæfell leiddi með sjö stigum eftir 1. leikhluta, 22-15, og sami munur var á liðunum í hálfleik, 41-34. Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og eftir góðan 6-0 kafla og þrist frá Ingunni Emblu Kristínardóttur var munurinn kominn niður í eitt stig, 48-47. En lengra komust Grindvíkingar ekki. Palmer setti niður gríðarlega mikilvægan þrist og svo aðra körfu í kjölfarið og kom muninum upp í sex stig, 53-47. Líkt og eftir 1. og 2. leikhluta munaði sjö stigum á liðunum eftir 3. leikhluta, 59-52. Allt opið en aldrei kom áhlaupið sem maður beið alltaf eftir að Grindvíkingar kæmu með. Sigrún Sjöfn minnkaði muninn í fimm stig, 65-60, þegar hún setti niður þrist en svo frusu Grindvíkingar í sókninni og fóru að tapa boltanum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði tvær mikilvægar körfur og eftir þá seinni var munurinn orðinn 11 stig, 71-60. Það bil náðu Grindvíkingar ekki að brúa. Snæfell spilaði af skynsemi á lokakaflanum og vann að lokum átta stiga sigur, 78-70. Sem fyrr segir voru Gunnhildur og Palmer í aðalhlutverkum hjá Snæfelli en þær skoruðu báðar 23 stig og skoruðu allar 10 þriggja stiga körfur Hólmara í leiknum. Bryndís var einnig frábær, með 13 stig og 16 fráköst, þar af sex í sókn. Berglind skilaði einnig sínu að vanda og var með 12 stig og fimm fráköst. Frazier átti stórleik hjá Grindavík en það dugði ekki til. Hún skoraði 32 stig og tók 16 fráköst. Sigrún Sjöfn skilaði fínum tölum, 11 stigum, 17 fráköstum og fimm stoðsendingum, en hitti illa. Ingunn Embla og Íris Sverrisdóttir skoruðu báðar 10 stig en miklu munaði um að besti leikmaður bikarúrslitaleiksins í fyrra, Petrúnella Skúladóttir, átti afleitan leik og skoraði ekki stig.Ingi Þór: Það er ekki til nógu mikið gull, ég er svo breiður Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. "Snæfellshjartað skilaði þessum sigri. Gunnhildur (Gunnarsdóttir) var stórkostleg, Haiden (Palmer) var líka stórkostleg sem og liðið í heild sinni," sagði Ingi alsæll eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægður með vinnusemina. Við vorum í miklum vandræðum með stoppa Kanann þeirra (Whitney Frazier) og hún fékk rosalega góðar stöður undir körfur. En sem betur fer náðum við svo að loka á það," sagði Ingi sem hrósaði Grindvíkingum fyrir þeirra frammistöðu í dag. "Ég vil hrósa Grindvíkingum, þær spiluðu virkilega vel og lögðu leikinn vel upp. En við vorum líka búnar að undirbúa okkur vel og ég vil þakka öllum sem standa að liðinu. Það voru allir rosalega einbeittir og hungraðir að sækja þennan titil." Snæfell leiddi nær allan leikinn en Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka muninn í eitt stig, 48-47. En lengra komust þær gulu ekki. Ingi sagði að það hafi skipt sköpum að ná að standast áhlaup Grindvíkinga. "Ég var ánægður með það. Þegar þær minnkuðu muninn í eitt stig steig Haiden upp og setti svakalega körfu. Hún steig upp í seinni hálfleik eins og Gunnhildur gerði í þeim fyrri. Þetta eru leiðtogar," sagði Ingi. Þjálfarinn snjalli hefur nú unnið fimm stóra titla með karla- og kvennalið Snæfells síðan hann kom í Hólminn 2009. Er ekki kominn tími til að reisa gullstyttu af honum fyrir framan íþróttahúsið? "Nei, nei. Það er ekki til nógu mikið gull, ég er svo breiður," sagði Ingi hlæjandi að lokum.Daníel: Klikkuðum á lykilatriðum Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum niðurlútur eftir tap í bikarúrslitum fyrir Snæfelli í dag. "Þetta var hörkuleikur en það voru lykilatriði sem við klikkuðum á. Þær tóku sóknarfráköst sem skiluðu auðveldum körfum," sagði Daníel sem var að stýra liði í bikarúrslitum í fyrsta sinn. "Það munaði átta stigum, það er voða lítið. Þetta er svekkjandi þar sem við vorum mjög nálægt þeim í 3. leikhluta," bætti Daníel við en hans stúlkum tókst að minnka muninn í eitt stig, 48-47. En hvað vantaði til að yfirstíga þann hjalla og komast yfir. "Það er góð spurning. Það voru skot sem ég hefði viljað sjá detta ofan í. Við fengum opin skot sem hefðu á venjulegum degi átt að fara ofan í að mínu mati. Það gerðist ekki í dag og stundum er það þannig," sagði Daníel. Talandi um að setja niður skot, þá gerði Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, það svo sannarlega. Gunnhildur setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik, úr aðeins sjö skotum. Daníel hefði viljað sjá sínar stúlkur spila betri varnarleik á hana. "Algjörlega, þar liggurinn leikurinn eiginlega. Gunnhildur var frábær í fyrri hálfleik og það var erfitt að stoppa hana," sagði Daníel að lokum.Gunnhildur: Tek opin skot ef ég fæ þau Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, átti stórleik þegar Hólmarar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Grindavík í dag. "Þetta er geggjuð tilfinning," sagði Gunnhildur eftir leik en hún skoraði 23 stig og setti niður fimm þriggja stiga skot í fyrri hálfleik. "Okkur vantaði þennan bikar í safnið og ég er mjög stolt af því að við náðum að landa honum," sagði Gunnhildur sem varð einnig bikarmeistari með Haukum fyrir tveimur árum en þá vann Hafnarfjarðarliðið einmitt Snæfell í úrslitaleik. En er öðruvísi að vinna bikarinn með Snæfelli en Haukum? "Þetta er náttúrulega mitt uppeldisfélag. Þegar ég var í Haukum var ég bara hluti af því liði en nú er ég í Snæfelli og það er mitt félag. Þetta er rosalega ljúft," sagði Gunnhildur. En hvað skóp sigurinn í dag að hennar mati? "Vörnin og svo héldum við haus allan tímann," sagði Gunnhildur sem átti sem áður sagði ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem skoraði 19 stig. "Ég veit ekki af hverju ég var svona frí en ef ég fæ opin skot tek ég þau. Ég hitti vel í fyrri hálfleik og í þeim seinni opnaðist fyrir aðrar," sagði fyrirliðinn að lokum.Palmer: Þurftum á framlagi Gunnhildar að halda Haiden Palmer var útnefnd maður leiksins eftir sigur Snæfells á Grindavík í úrslitaleik bikarkeppninnar í dag. Palmer átti magnaðan leik og var að vonum hin kátasta í leikslok. "Við spiluðum af miklum krafti og héldum einbeitingu. Grindavík átti nokkur áhlaup en við héldum fókus og spiluðum sterka vörn," sagði Palmer. "Grindavík er með frábært lið og Bandaríkjamaðurinn þeirra (Whitney Frazier) var öflug en svo einbeittum við okkur meira að henni og þá kom þetta." Palmer hrósaði Gunnhildi Gunnarsdóttur sem átti frábæran leik og skoraði 23 stig, þar af 19 í fyrri hálfleik. "Hún var frábær og við þurftum á því að halda, sérstaklega í byrjun leiks þegar við vorum ekki að komast upp að körfunni," sagði Palmer sem var með þrefalda tvennu í leiknum; skoraði 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. "Já, að sjálfsögðu. Ég er alltaf sátt þegar liðið vinnur. Ég vissi ekki að ég væri með þrennu en það var ánægjulegt," sagði Palmer brosandi að lokum.Bein lýsing: Snæfell - GrindavíkTweets by @VisirKarfa2 Það var hart barist í höllinni í dag.vísir/hannaSnæfell er bæði ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.vísir/hanna Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Snæfell varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir átta stiga sigur, 78-70, á Grindavík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Snæfell var búið að tapa tveimur bikarúrslitaleikjum fyrir leikinn í dag en það var greinilegt að Hólmarar ætluðu ekki að láta það koma fyrir aftur. Grindavík komst í 0-2 en annars leiddi Snæfell allan tímann. Munurinn var þó aldrei mikill en Hólmarar áttu alltaf krók á móti hverju bragði Grindvíkinga sem urðu bikarmeistarar í fyrra. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Haiden Palmer stóðu upp úr í liði Snæfells. Gunnhildur fór hamförum í fyrri hálfleik og skoraði þá 19 stig og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Í seinni hálfleik tók Palmer yfir en hún var valin maður leiksins. Sú bandaríska var með þrennu; 23 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, auk þess að stela fimm boltum. Bryndís Guðmundsdóttir átti einnig skínandi leik með 13 stig og 16 fráköst. Whitney Frazier var langstigahæst í liði Grindavíkur með 32 stig en liðið skorti sárlega framlag frá fleirum í sókninni. Saga fyrri hálfleiks var frábær frammistaða Gunnhildar, fyrirliða Snæfells, sem skoraði 19 stig af 41 stigi liðsins og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Mögnuð frammistaða en það verður að setja spurningarmerki við varnarleik Grindvíkinga sem féllu aftur og aftur af Gunnhildi sem refsaði þeim grimmt. Palmer átti einnig skínandi fyrri hálfleik en hún skoraði átta stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Frazier og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir drógu vagninn hjá Grindavík og skoruðu samtals 25 af 34 stigum liðsins í fyrri hálfleik. Aðrar voru ekki með í sókninni.Grindavík skoraði fyrstu stig leiksins en Snæfell svaraði með 14 stigum í röð og náði 12 stiga forskoti, 14-2. Snæfell leiddi með sjö stigum eftir 1. leikhluta, 22-15, og sami munur var á liðunum í hálfleik, 41-34. Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og eftir góðan 6-0 kafla og þrist frá Ingunni Emblu Kristínardóttur var munurinn kominn niður í eitt stig, 48-47. En lengra komust Grindvíkingar ekki. Palmer setti niður gríðarlega mikilvægan þrist og svo aðra körfu í kjölfarið og kom muninum upp í sex stig, 53-47. Líkt og eftir 1. og 2. leikhluta munaði sjö stigum á liðunum eftir 3. leikhluta, 59-52. Allt opið en aldrei kom áhlaupið sem maður beið alltaf eftir að Grindvíkingar kæmu með. Sigrún Sjöfn minnkaði muninn í fimm stig, 65-60, þegar hún setti niður þrist en svo frusu Grindvíkingar í sókninni og fóru að tapa boltanum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði tvær mikilvægar körfur og eftir þá seinni var munurinn orðinn 11 stig, 71-60. Það bil náðu Grindvíkingar ekki að brúa. Snæfell spilaði af skynsemi á lokakaflanum og vann að lokum átta stiga sigur, 78-70. Sem fyrr segir voru Gunnhildur og Palmer í aðalhlutverkum hjá Snæfelli en þær skoruðu báðar 23 stig og skoruðu allar 10 þriggja stiga körfur Hólmara í leiknum. Bryndís var einnig frábær, með 13 stig og 16 fráköst, þar af sex í sókn. Berglind skilaði einnig sínu að vanda og var með 12 stig og fimm fráköst. Frazier átti stórleik hjá Grindavík en það dugði ekki til. Hún skoraði 32 stig og tók 16 fráköst. Sigrún Sjöfn skilaði fínum tölum, 11 stigum, 17 fráköstum og fimm stoðsendingum, en hitti illa. Ingunn Embla og Íris Sverrisdóttir skoruðu báðar 10 stig en miklu munaði um að besti leikmaður bikarúrslitaleiksins í fyrra, Petrúnella Skúladóttir, átti afleitan leik og skoraði ekki stig.Ingi Þór: Það er ekki til nógu mikið gull, ég er svo breiður Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. "Snæfellshjartað skilaði þessum sigri. Gunnhildur (Gunnarsdóttir) var stórkostleg, Haiden (Palmer) var líka stórkostleg sem og liðið í heild sinni," sagði Ingi alsæll eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægður með vinnusemina. Við vorum í miklum vandræðum með stoppa Kanann þeirra (Whitney Frazier) og hún fékk rosalega góðar stöður undir körfur. En sem betur fer náðum við svo að loka á það," sagði Ingi sem hrósaði Grindvíkingum fyrir þeirra frammistöðu í dag. "Ég vil hrósa Grindvíkingum, þær spiluðu virkilega vel og lögðu leikinn vel upp. En við vorum líka búnar að undirbúa okkur vel og ég vil þakka öllum sem standa að liðinu. Það voru allir rosalega einbeittir og hungraðir að sækja þennan titil." Snæfell leiddi nær allan leikinn en Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka muninn í eitt stig, 48-47. En lengra komust þær gulu ekki. Ingi sagði að það hafi skipt sköpum að ná að standast áhlaup Grindvíkinga. "Ég var ánægður með það. Þegar þær minnkuðu muninn í eitt stig steig Haiden upp og setti svakalega körfu. Hún steig upp í seinni hálfleik eins og Gunnhildur gerði í þeim fyrri. Þetta eru leiðtogar," sagði Ingi. Þjálfarinn snjalli hefur nú unnið fimm stóra titla með karla- og kvennalið Snæfells síðan hann kom í Hólminn 2009. Er ekki kominn tími til að reisa gullstyttu af honum fyrir framan íþróttahúsið? "Nei, nei. Það er ekki til nógu mikið gull, ég er svo breiður," sagði Ingi hlæjandi að lokum.Daníel: Klikkuðum á lykilatriðum Daníel Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum niðurlútur eftir tap í bikarúrslitum fyrir Snæfelli í dag. "Þetta var hörkuleikur en það voru lykilatriði sem við klikkuðum á. Þær tóku sóknarfráköst sem skiluðu auðveldum körfum," sagði Daníel sem var að stýra liði í bikarúrslitum í fyrsta sinn. "Það munaði átta stigum, það er voða lítið. Þetta er svekkjandi þar sem við vorum mjög nálægt þeim í 3. leikhluta," bætti Daníel við en hans stúlkum tókst að minnka muninn í eitt stig, 48-47. En hvað vantaði til að yfirstíga þann hjalla og komast yfir. "Það er góð spurning. Það voru skot sem ég hefði viljað sjá detta ofan í. Við fengum opin skot sem hefðu á venjulegum degi átt að fara ofan í að mínu mati. Það gerðist ekki í dag og stundum er það þannig," sagði Daníel. Talandi um að setja niður skot, þá gerði Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, það svo sannarlega. Gunnhildur setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik, úr aðeins sjö skotum. Daníel hefði viljað sjá sínar stúlkur spila betri varnarleik á hana. "Algjörlega, þar liggurinn leikurinn eiginlega. Gunnhildur var frábær í fyrri hálfleik og það var erfitt að stoppa hana," sagði Daníel að lokum.Gunnhildur: Tek opin skot ef ég fæ þau Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, átti stórleik þegar Hólmarar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Grindavík í dag. "Þetta er geggjuð tilfinning," sagði Gunnhildur eftir leik en hún skoraði 23 stig og setti niður fimm þriggja stiga skot í fyrri hálfleik. "Okkur vantaði þennan bikar í safnið og ég er mjög stolt af því að við náðum að landa honum," sagði Gunnhildur sem varð einnig bikarmeistari með Haukum fyrir tveimur árum en þá vann Hafnarfjarðarliðið einmitt Snæfell í úrslitaleik. En er öðruvísi að vinna bikarinn með Snæfelli en Haukum? "Þetta er náttúrulega mitt uppeldisfélag. Þegar ég var í Haukum var ég bara hluti af því liði en nú er ég í Snæfelli og það er mitt félag. Þetta er rosalega ljúft," sagði Gunnhildur. En hvað skóp sigurinn í dag að hennar mati? "Vörnin og svo héldum við haus allan tímann," sagði Gunnhildur sem átti sem áður sagði ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem skoraði 19 stig. "Ég veit ekki af hverju ég var svona frí en ef ég fæ opin skot tek ég þau. Ég hitti vel í fyrri hálfleik og í þeim seinni opnaðist fyrir aðrar," sagði fyrirliðinn að lokum.Palmer: Þurftum á framlagi Gunnhildar að halda Haiden Palmer var útnefnd maður leiksins eftir sigur Snæfells á Grindavík í úrslitaleik bikarkeppninnar í dag. Palmer átti magnaðan leik og var að vonum hin kátasta í leikslok. "Við spiluðum af miklum krafti og héldum einbeitingu. Grindavík átti nokkur áhlaup en við héldum fókus og spiluðum sterka vörn," sagði Palmer. "Grindavík er með frábært lið og Bandaríkjamaðurinn þeirra (Whitney Frazier) var öflug en svo einbeittum við okkur meira að henni og þá kom þetta." Palmer hrósaði Gunnhildi Gunnarsdóttur sem átti frábæran leik og skoraði 23 stig, þar af 19 í fyrri hálfleik. "Hún var frábær og við þurftum á því að halda, sérstaklega í byrjun leiks þegar við vorum ekki að komast upp að körfunni," sagði Palmer sem var með þrefalda tvennu í leiknum; skoraði 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. "Já, að sjálfsögðu. Ég er alltaf sátt þegar liðið vinnur. Ég vissi ekki að ég væri með þrennu en það var ánægjulegt," sagði Palmer brosandi að lokum.Bein lýsing: Snæfell - GrindavíkTweets by @VisirKarfa2 Það var hart barist í höllinni í dag.vísir/hannaSnæfell er bæði ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.vísir/hanna
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti