Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 12:00 Emil Karel Einarsson verður í eldlínunni á móti KR á morgun. vísir/ernir Þór Þorlákshöfn ritar nýjan kafla í sögu félagsins á morgun þegar liðið mætir KR í úrslitaleik Powerade-bikars karla í körfubolta, en aldrei áður hefur Þorlákshafnarliðið komist í bikarúrslitaleik. Þórsarar hafa spilað vel á tímabilinu og góð ára verið í kringum liðið sem er í baráttunni um fjórða sætið í Dominos-deildinni. Liðið er ungt og ferskt og í Þorlákshöfn ríkir mikil eftirvænting. „Það er gífurlega mikil stemning í Höfninni og hún hefur verið mikil síðan við slógum út Keflavík í undanúrslitum. Það var erfitt að koma sér niður á jörðina eftir þannig leik og lítið annað hefur verið rætt,“ segir Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, við Vísi. „Það verður erfitt að stilla spennustigið því við erum allir óreyndir og KR-ingarnir eru reynslumiklir. Þeir hafa gert þetta allt áður. Það verður gaman að sjá hvort við verðum of stressaðir.“Finnur Freyr Stefánsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar KR og Þórs, berjast um þennan bikar á morgun.vísir/ernirEkki eins manns sýning KR er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en liðinu hefur gengið bölvanlega að landa bikarmeistaratitlinum undanfarin ár. Meistararnir úr vesturbænum eru engu að síður taldir sigurstranglegri á morgun. Þeir hafa unnið Þórsarar tvisvar í deildinni nú þegar en Þór hefur gefið meisturunum alvöru leiki. „Við getum unnið KR á góðum degi en til þess þurfum við 40 virkilega góðar mínútur. Ég held að þetta fari eftir stemningunni hjá liðinu í leiknum. Við þurfum að passa að hengja ekki haus of snemma ef illa gengur og að sama skapi ekki vera of æstir of snemma. Við þurfum að stilla spennustigið rétt,“ segir Emil Karel. Leikgleðin hefur verið áberandi hjá Þórsurum á tímabilinu enda liðið tiltölulega ungt sem fyrr segir. Mikil liðsheild einkennir Þór og Emil segir það lykilástæðu árangursins í vetur. „Einar þjálfari hefur lagt upp með síðan við byrjuðum að æfa í júní er að við erum lið. Við eigum að spila saman. Þetta er ekki eins manns sýning hjá Kananum eða öðrum í liðinu. Það hefur skilað sér í skemmtilegum bolta hjá okkur. Boltinn er að fljóta vel og allir fá góð skot. Þá er gaman að spila körfubolta,“ segir Emil Karel.Græni Drekinn er besta stuðningsmannasveitin í körfuboltanum.vísir/ernirGræni Drekinn fær liðsstyrk Mikið af góðum skyttum er í liðinu en inn í teig eru tveir af bestu stóru mönnum deildarinnar; risinn Ragnar Nathanaelsson og mjúki Escalade-jeppinn Grétar Ingi Erlendsson. Þeir gætu verið lykill að sigri Þórs á morgun. „Þeir eru gífurlega miklir leiðtogar báðir tveir. Grétar er elstur í liðinu, orðinn svolítið gamall kallinn. Raggi er alltaf Raggi. Hann er fyrstur að peppa menn upp og lætur menn líka heyra það ef illa gengur. Það gæti verið erfitt að eiga við þá saman undir körfunni. Við höfum unnið í því að breyta leikstílnum okkar eftir að Grétar kom til baka og þetta er allt að koma,“ segir Emil, en Þór kemur inn í leikinn eftir tap gegn Stjörnunni í byrjun vikunnar. „Það var mjög lélegt hjá okkur að klára það ekki. Við vorum einbeitingarlausir í leiknum og fundum ekki svör við Coleman. Við þurfum að gefa þeim hrós líka en við áttum að gera betur.“ Bikarúrslitaleik Þórs og KR hefst klukkan 16.30 á morgun og má fastlega búast við að allur Þorlákshafnarbær verði mættur. „Ég held að það verði ekkert opið á morgun. Íþróttahúsið verður allavega lokað. Lang flestir verða á leiknum þannig það verður gaman að sjá stemninguna í Höllinni. Sérstaklega þegar allir bæjarbúar verða mættir í grænu og Græni Drekinn þar í fararbroddi. Þetta verður ógeðslega gaman,“ segir Emil og vísar til stuðningmannasveitar liðsins sem er búin að fá lykilmann til baka fyrir úrslitaleikinn. „Gamli trommarinn er kominn aftur í Græna Drekann. Hann trommaði svo hátt þegar við vorum í lokaúrslitum hér fyrir nokkrum árum að það heyrðist ekki í skotklukkunni. Það verða læti, ég lofa því,“ segir Emil Karel Einarsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Þór Þorlákshöfn ritar nýjan kafla í sögu félagsins á morgun þegar liðið mætir KR í úrslitaleik Powerade-bikars karla í körfubolta, en aldrei áður hefur Þorlákshafnarliðið komist í bikarúrslitaleik. Þórsarar hafa spilað vel á tímabilinu og góð ára verið í kringum liðið sem er í baráttunni um fjórða sætið í Dominos-deildinni. Liðið er ungt og ferskt og í Þorlákshöfn ríkir mikil eftirvænting. „Það er gífurlega mikil stemning í Höfninni og hún hefur verið mikil síðan við slógum út Keflavík í undanúrslitum. Það var erfitt að koma sér niður á jörðina eftir þannig leik og lítið annað hefur verið rætt,“ segir Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs, við Vísi. „Það verður erfitt að stilla spennustigið því við erum allir óreyndir og KR-ingarnir eru reynslumiklir. Þeir hafa gert þetta allt áður. Það verður gaman að sjá hvort við verðum of stressaðir.“Finnur Freyr Stefánsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar KR og Þórs, berjast um þennan bikar á morgun.vísir/ernirEkki eins manns sýning KR er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en liðinu hefur gengið bölvanlega að landa bikarmeistaratitlinum undanfarin ár. Meistararnir úr vesturbænum eru engu að síður taldir sigurstranglegri á morgun. Þeir hafa unnið Þórsarar tvisvar í deildinni nú þegar en Þór hefur gefið meisturunum alvöru leiki. „Við getum unnið KR á góðum degi en til þess þurfum við 40 virkilega góðar mínútur. Ég held að þetta fari eftir stemningunni hjá liðinu í leiknum. Við þurfum að passa að hengja ekki haus of snemma ef illa gengur og að sama skapi ekki vera of æstir of snemma. Við þurfum að stilla spennustigið rétt,“ segir Emil Karel. Leikgleðin hefur verið áberandi hjá Þórsurum á tímabilinu enda liðið tiltölulega ungt sem fyrr segir. Mikil liðsheild einkennir Þór og Emil segir það lykilástæðu árangursins í vetur. „Einar þjálfari hefur lagt upp með síðan við byrjuðum að æfa í júní er að við erum lið. Við eigum að spila saman. Þetta er ekki eins manns sýning hjá Kananum eða öðrum í liðinu. Það hefur skilað sér í skemmtilegum bolta hjá okkur. Boltinn er að fljóta vel og allir fá góð skot. Þá er gaman að spila körfubolta,“ segir Emil Karel.Græni Drekinn er besta stuðningsmannasveitin í körfuboltanum.vísir/ernirGræni Drekinn fær liðsstyrk Mikið af góðum skyttum er í liðinu en inn í teig eru tveir af bestu stóru mönnum deildarinnar; risinn Ragnar Nathanaelsson og mjúki Escalade-jeppinn Grétar Ingi Erlendsson. Þeir gætu verið lykill að sigri Þórs á morgun. „Þeir eru gífurlega miklir leiðtogar báðir tveir. Grétar er elstur í liðinu, orðinn svolítið gamall kallinn. Raggi er alltaf Raggi. Hann er fyrstur að peppa menn upp og lætur menn líka heyra það ef illa gengur. Það gæti verið erfitt að eiga við þá saman undir körfunni. Við höfum unnið í því að breyta leikstílnum okkar eftir að Grétar kom til baka og þetta er allt að koma,“ segir Emil, en Þór kemur inn í leikinn eftir tap gegn Stjörnunni í byrjun vikunnar. „Það var mjög lélegt hjá okkur að klára það ekki. Við vorum einbeitingarlausir í leiknum og fundum ekki svör við Coleman. Við þurfum að gefa þeim hrós líka en við áttum að gera betur.“ Bikarúrslitaleik Þórs og KR hefst klukkan 16.30 á morgun og má fastlega búast við að allur Þorlákshafnarbær verði mættur. „Ég held að það verði ekkert opið á morgun. Íþróttahúsið verður allavega lokað. Lang flestir verða á leiknum þannig það verður gaman að sjá stemninguna í Höllinni. Sérstaklega þegar allir bæjarbúar verða mættir í grænu og Græni Drekinn þar í fararbroddi. Þetta verður ógeðslega gaman,“ segir Emil og vísar til stuðningmannasveitar liðsins sem er búin að fá lykilmann til baka fyrir úrslitaleikinn. „Gamli trommarinn er kominn aftur í Græna Drekann. Hann trommaði svo hátt þegar við vorum í lokaúrslitum hér fyrir nokkrum árum að það heyrðist ekki í skotklukkunni. Það verða læti, ég lofa því,“ segir Emil Karel Einarsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira