Fengu níu manna Benz frá Alþjóða ólympíunefndinni með styrk frá Bjarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. febrúar 2016 09:00 Þriggja milljóna styrkur frá fjármálaráðherra til ÍSÍ var vegna innflutnings sendiferðabíls sem Alþjóðlega ólympíunefndin gaf sambandinu. Vísir/Valli/EPA/Vilhelm Þriggja milljóna styrkur af ráðstöfunarfé fjármálaráðherra sem rataði til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands var til að standa straum af kostnaði við innflutning á níu manna Merceds-Benz bifreið frá Alþjóða ólympíunefndinni. Þetta segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.Sjá einnig: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Fréttablaðið greindi frá styrknum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, veitti ÍSÍ vegna bílakaupanna á miðvikudag. Þar kom fram að styrkurinn hafi hljóðað upp á 3.226.417 krónur. „Þetta er bifreið sem var sótt um fyrir mörgum árum síðan hjá Alþjóða ólympíunefndinni og skilyrði fyrir því að við fengum þessa bifreið, var eins og hjá öllum öðrum ólympíunefndum sem fengu svona bifreið, var niðurfelling á tollum en það er ekki heimilt hér þannig við fengum þennan stuðning til þess að greiða aðflutningsgjöldin og það,“ segir Líney. „Við notum þetta þegar við erum með ráðstefnur og skutl og þvíumlíkt,“ segir Líney. „Þetta er níu sæta bíll en við tökum sætin úr og flytjum á milli, ef við erum með ráðstefnur, og flytjum merkingar og dót í honum.“ Hún segir að þess á milli sé bíllinn geymdur í Laugardalnum, við skrifstofur ÍSÍ. Samkvæmt ökutækjaskrá á ÍSÍ einn annan bíl. Það er Toyota Land Cruiser 120, árgerð 2007, sem Líney sjálf hefur til umráða. „Það er það sem ég samdi um þegar ég réð mig hingað inn, sem launakjör bara,“ segir hún. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Þriggja milljóna styrkur af ráðstöfunarfé fjármálaráðherra sem rataði til Íþrótta- og ólympíusambands Íslands var til að standa straum af kostnaði við innflutning á níu manna Merceds-Benz bifreið frá Alþjóða ólympíunefndinni. Þetta segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.Sjá einnig: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Fréttablaðið greindi frá styrknum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, veitti ÍSÍ vegna bílakaupanna á miðvikudag. Þar kom fram að styrkurinn hafi hljóðað upp á 3.226.417 krónur. „Þetta er bifreið sem var sótt um fyrir mörgum árum síðan hjá Alþjóða ólympíunefndinni og skilyrði fyrir því að við fengum þessa bifreið, var eins og hjá öllum öðrum ólympíunefndum sem fengu svona bifreið, var niðurfelling á tollum en það er ekki heimilt hér þannig við fengum þennan stuðning til þess að greiða aðflutningsgjöldin og það,“ segir Líney. „Við notum þetta þegar við erum með ráðstefnur og skutl og þvíumlíkt,“ segir Líney. „Þetta er níu sæta bíll en við tökum sætin úr og flytjum á milli, ef við erum með ráðstefnur, og flytjum merkingar og dót í honum.“ Hún segir að þess á milli sé bíllinn geymdur í Laugardalnum, við skrifstofur ÍSÍ. Samkvæmt ökutækjaskrá á ÍSÍ einn annan bíl. Það er Toyota Land Cruiser 120, árgerð 2007, sem Líney sjálf hefur til umráða. „Það er það sem ég samdi um þegar ég réð mig hingað inn, sem launakjör bara,“ segir hún.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Skúffufé ráðherra: Sjáðu í hvað ráðherrar veita fé Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á kjörtímabilinu varið tugum milljóna í ýmis verkefni með svokölluðu skúffufé sínu. 10. febrúar 2016 09:30