Vill vinna fyrir fólkið í bænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2016 06:00 Haiden Palmer hefur spilað stórkostlega fyrir Snæfell í vetur og er ein helsta ástæða þess að liðið er á toppnum og komið í bikarúrslitin. Fréttablaðið/Anton Brink Haiden Denise Palmer, 24 ára gamall leikmaður Snæfells í Domino’s-deild kvenna, hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar í vetur. Hún skorar 26 stig, tekur tíu fráköst og gefur 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir ríkjandi Íslandsmeistara síðustu tveggja ár sem eru á toppnum í deildinni. Hólmarar treysta á að Palmer leiði sínar stúlkur til sigurs í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll á laugardaginn þar sem Snæfell mætir Grindavík. Bikarmeistaratitillinn er sá eini sem Snæfell á eftir að vinna og í Stykkishólmi finnst fólki kominn tími til að bæta honum í bikarasafnið. „Ég finn svo sannarlega fyrir því að félagið er hungrað í að vinna þennan bikar. Ég hef talað við nokkra liðsfélaga mína um þetta og ég sé hungrið á þeim. Það langar alla til að vinna þennan stóra leik þannig að við hlökkum bara til. Það verður mikið af fólki þarna sem er gaman. Þetta eru leikirnir sem allir vilja spila,“ segir Palmer brosmild í viðtali við Fréttablaðið um stóra leikinn á laugardaginn.Ekki alltaf í sól Það fer ekki mikið fyrir Palmer, en hún sat hin afslappaðasta og ræddi við mótherja sinn á laugardaginn, Whitney Frazier, leikmann Grindavíkur, þegar blaðamaður truflaði samtal þeirra á blaðamannafundi fyrir bikarinn í gær. Þessi hrikalega öflugi bakvörður var stjarna í Gonzaga-háskólanum og var tekin númer 29 í nýliðavalinu í WNBA-deildinni af Indiana Fever. Hún spilaði þó ekki í WNBA heldur fór í ævintýraför um heiminn og stoppar nú á Íslandi. „Þetta er fallegur staður og fólkið er æðislegt. Samherjar mínir eru góðir og þjálfarinn líka sem hjálpar mikið til,“ segir Palmer sem ólst upp við öllu heitara loftslag í sínu heimaríki, Kaliforníu. „Þetta eru mikil viðbrigði fyrir mig en ég fór í skóla í Washington-ríki þannig að ég vandist aðeins kuldanum. Það var ekki eins kalt í Washington og á Íslandi en samt kalt. Ég hef ekki bara búið við pálmatré undir sólinni,“ segir hún og hlær. Palmer segist njóta þess að búa í Stykkishólmi. Eftir að búa í og við stórborgir alla sína ævi finnst henni gott að draga aðeins úr hraðanum og vera í rólegra umhverfi í Hólminum. Þar getur hún einbeitt sér að körfuboltanum og farið í ræktina hvenær sem henni hentar. Það sést augljóslega að þar eyðir hún dágóðum tíma. Stelpan er í formi. „Mér líkar þetta fjölskylduumhverfi. Ég þekki alla stuðningsmennina og hitti þá úti í búð. Þetta er gott og býr til samheldni. Mann langar enn frekar að vinna fyrir fólkið í bænum þegar maður þekkir það svona vel,“ segir Palmer.Þakkar liðinu árangurinn Palmer vissi lítið um Snæfell áður en hún kom til Íslands. Hún hafði þó frétt af deildinni og hvernig það er að búa á klakanum. „Það sögðu allir sem ég talaði við að þetta væri fallegt land, deildin væri góð og þetta væri í heildina góður staður til að spila körfubolta,“ segir Palmer sem ítrekar hversu vel henni líkar lífið í Hólminum. Ef þér líður vel þá spilarðu vel sagði einhver og það á við um Palmer. Hún hefur verið algjörlega mögnuð á tímabilinu en er mjög hógvær og þakkar þjálfara sínum og liðsfélögum árangurinn. „Ég gef liðinu allt hrós fyrir það. Ég er mjög hrifin af þjálfunaraðferðum Inga og hvernig hann leyfir mér að spila. Það skiptir engu hvort ég á slæman leik eða góðan, hann kemur alltaf eins fram við mig og blæs miklu sjálfstrausti í mig. Liðsfélagarnir eru þannig líka. Þó það detti inn leikir þar sem ég hitti ekki neitt hvetja þær mig allar áfram til að skjóta,“ segir Palmer sem er að spila sem leikstjórnandi í fyrsta sinn á ferlinum. Vanalega hefur hún verið skotbakvörður. „Ég er að venjast því að vera alltaf með boltann því ég er vön því að vera á kantinum og fá bara boltann þar og skjóta. Ég er að læra þetta og því kann ég að meta hvernig liðsfélagar mínir hafa sýnt mér þolinmæði. Ég þarf að vita hvenær ég þarf að fá aðra inn í leikinn og hvenær ég á að taka yfir. Þetta kemur bara með tímanum,“ segir Palmer.Geggjað tækifæri Palmer kvartar ekkert yfir aðgerðarleysi í Hólminum. Hún heldur sér upptekinni með því að rækta eigin líkama auk þess að æfa með liðinu og þjálfa yngri flokka hjá Snæfelli. „Mest hangi ég bara með Gunnu,“ segir Palmer og hlær, en þar vísar hún til Gunnhildar Gunnarsdóttur, fyrirliða Snæfells. „Ég er alltaf heima hjá henni að borða matinn hennar. Ég fer í ræktina á morgnana, þjálfa um eftirmiðdaginn og svo æfum við á kvöldin. Það er nóg að gera hjá mér á daginn en svo snýst þetta bara um að hanga með liðsfélögunum og slappa af.“ Þó Palmer fengi ekki tækifæri til að spila í WNBA-deildinni hefur hún ferðast um heiminn með hæfileika sína að vopni og fengið að upplifa ýmislegt. Hún er þakklát fyrir það sem hún hefur fengið að upplifa til þessa og horfir björtum augum til framtíðar. „Ég spilaði í Púertó Ríkó og Ísrael í fyrra og svo á móti í Kína. Ég er búin að spila í fjórum löndum á tveimur árum. Það er svo geggjað að fá tækifæri til að upplifa þetta allt og kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum. Maður lærir líka margt um sjálfan sig á svona ferðalagi,“ segir Haiden Palmer. Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Haiden Denise Palmer, 24 ára gamall leikmaður Snæfells í Domino’s-deild kvenna, hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn deildarinnar í vetur. Hún skorar 26 stig, tekur tíu fráköst og gefur 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir ríkjandi Íslandsmeistara síðustu tveggja ár sem eru á toppnum í deildinni. Hólmarar treysta á að Palmer leiði sínar stúlkur til sigurs í úrslitaleik Powerade-bikarsins í Laugardalshöll á laugardaginn þar sem Snæfell mætir Grindavík. Bikarmeistaratitillinn er sá eini sem Snæfell á eftir að vinna og í Stykkishólmi finnst fólki kominn tími til að bæta honum í bikarasafnið. „Ég finn svo sannarlega fyrir því að félagið er hungrað í að vinna þennan bikar. Ég hef talað við nokkra liðsfélaga mína um þetta og ég sé hungrið á þeim. Það langar alla til að vinna þennan stóra leik þannig að við hlökkum bara til. Það verður mikið af fólki þarna sem er gaman. Þetta eru leikirnir sem allir vilja spila,“ segir Palmer brosmild í viðtali við Fréttablaðið um stóra leikinn á laugardaginn.Ekki alltaf í sól Það fer ekki mikið fyrir Palmer, en hún sat hin afslappaðasta og ræddi við mótherja sinn á laugardaginn, Whitney Frazier, leikmann Grindavíkur, þegar blaðamaður truflaði samtal þeirra á blaðamannafundi fyrir bikarinn í gær. Þessi hrikalega öflugi bakvörður var stjarna í Gonzaga-háskólanum og var tekin númer 29 í nýliðavalinu í WNBA-deildinni af Indiana Fever. Hún spilaði þó ekki í WNBA heldur fór í ævintýraför um heiminn og stoppar nú á Íslandi. „Þetta er fallegur staður og fólkið er æðislegt. Samherjar mínir eru góðir og þjálfarinn líka sem hjálpar mikið til,“ segir Palmer sem ólst upp við öllu heitara loftslag í sínu heimaríki, Kaliforníu. „Þetta eru mikil viðbrigði fyrir mig en ég fór í skóla í Washington-ríki þannig að ég vandist aðeins kuldanum. Það var ekki eins kalt í Washington og á Íslandi en samt kalt. Ég hef ekki bara búið við pálmatré undir sólinni,“ segir hún og hlær. Palmer segist njóta þess að búa í Stykkishólmi. Eftir að búa í og við stórborgir alla sína ævi finnst henni gott að draga aðeins úr hraðanum og vera í rólegra umhverfi í Hólminum. Þar getur hún einbeitt sér að körfuboltanum og farið í ræktina hvenær sem henni hentar. Það sést augljóslega að þar eyðir hún dágóðum tíma. Stelpan er í formi. „Mér líkar þetta fjölskylduumhverfi. Ég þekki alla stuðningsmennina og hitti þá úti í búð. Þetta er gott og býr til samheldni. Mann langar enn frekar að vinna fyrir fólkið í bænum þegar maður þekkir það svona vel,“ segir Palmer.Þakkar liðinu árangurinn Palmer vissi lítið um Snæfell áður en hún kom til Íslands. Hún hafði þó frétt af deildinni og hvernig það er að búa á klakanum. „Það sögðu allir sem ég talaði við að þetta væri fallegt land, deildin væri góð og þetta væri í heildina góður staður til að spila körfubolta,“ segir Palmer sem ítrekar hversu vel henni líkar lífið í Hólminum. Ef þér líður vel þá spilarðu vel sagði einhver og það á við um Palmer. Hún hefur verið algjörlega mögnuð á tímabilinu en er mjög hógvær og þakkar þjálfara sínum og liðsfélögum árangurinn. „Ég gef liðinu allt hrós fyrir það. Ég er mjög hrifin af þjálfunaraðferðum Inga og hvernig hann leyfir mér að spila. Það skiptir engu hvort ég á slæman leik eða góðan, hann kemur alltaf eins fram við mig og blæs miklu sjálfstrausti í mig. Liðsfélagarnir eru þannig líka. Þó það detti inn leikir þar sem ég hitti ekki neitt hvetja þær mig allar áfram til að skjóta,“ segir Palmer sem er að spila sem leikstjórnandi í fyrsta sinn á ferlinum. Vanalega hefur hún verið skotbakvörður. „Ég er að venjast því að vera alltaf með boltann því ég er vön því að vera á kantinum og fá bara boltann þar og skjóta. Ég er að læra þetta og því kann ég að meta hvernig liðsfélagar mínir hafa sýnt mér þolinmæði. Ég þarf að vita hvenær ég þarf að fá aðra inn í leikinn og hvenær ég á að taka yfir. Þetta kemur bara með tímanum,“ segir Palmer.Geggjað tækifæri Palmer kvartar ekkert yfir aðgerðarleysi í Hólminum. Hún heldur sér upptekinni með því að rækta eigin líkama auk þess að æfa með liðinu og þjálfa yngri flokka hjá Snæfelli. „Mest hangi ég bara með Gunnu,“ segir Palmer og hlær, en þar vísar hún til Gunnhildar Gunnarsdóttur, fyrirliða Snæfells. „Ég er alltaf heima hjá henni að borða matinn hennar. Ég fer í ræktina á morgnana, þjálfa um eftirmiðdaginn og svo æfum við á kvöldin. Það er nóg að gera hjá mér á daginn en svo snýst þetta bara um að hanga með liðsfélögunum og slappa af.“ Þó Palmer fengi ekki tækifæri til að spila í WNBA-deildinni hefur hún ferðast um heiminn með hæfileika sína að vopni og fengið að upplifa ýmislegt. Hún er þakklát fyrir það sem hún hefur fengið að upplifa til þessa og horfir björtum augum til framtíðar. „Ég spilaði í Púertó Ríkó og Ísrael í fyrra og svo á móti í Kína. Ég er búin að spila í fjórum löndum á tveimur árum. Það er svo geggjað að fá tækifæri til að upplifa þetta allt og kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum. Maður lærir líka margt um sjálfan sig á svona ferðalagi,“ segir Haiden Palmer.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira