Einatt stendur EES með neytendum gegn íslenskum stjórnvöldum Skjóðan skrifar 10. febrúar 2016 11:16 Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu. Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Seint verða íslensk stjórnvöld sökuð um ofdekur við neytendur. Á dögunum skilaði EFTA dómstóllinn áliti sínu um að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku kjöti stríði fullkomlega í bága við skuldbindingar íslenskra stjórnvalda samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Íslensk stjórnvöld setja þau skilyrði fyrir innflutningi á hráu kjöti að innflytjendur skili vottorði um að kjötið hafi verið fryst í að minnsta kosti einn mánuð áður en það er tollafgreitt hér á landi. Þetta brýtur í bága við EES samninginn þar sem kveðið er á um að ekki megi hindra viðskipti með ferskt kjöt milli ríkja sem eru aðilar að EES. Á þetta reyndi þegar fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. gerði tilraun til að flytja inn ferskt nautakjöt frá Hollandi. Kjötið var gert upptækt í tolli og því fargað þar sem það var ófrosið. Fyrirtækið undi ekki þessari niðurstöðu og höfðaði gegn íslenska ríkinu mál til skaðabóta vegna þess tjóns sem það varð fyrir vegna synjunar á innflutningsleyfi. Að kröfu Ferskra kjötvara leituðu íslenskir dómstólar eftir ráðgefandi álits EFTA dómstólsins til að fá úr því skorið hvort íslensk löggjöf um innflutning fersks kjöts væri í samræmi við EES samninginn. Niðurstaða EFTA dómstólsins er afgerandi. Íslenska ríkinu er með öllu óheimilt að krefjast þess að innflytjandi sæki um sérstakt leyfi til að flytja inn ferskt kjöt frá EES og setja sem skilyrði fyrir innflutningi að framvísað sé vottorði um að kjötið hafi verið frosið í tiltekinn tíma áður en það er tollafgreitt. EFTA dómstóllinnhafnar með öllu röksemdum íslenska ríkisins um að taka beri tillit til einangraðar landfræðilegrar legu Íslands og ónæmisfræðilegs varnarleysis dýraflóru landsins og hugsanlegra afleiðinga á líf og heilsu manna, við skýringu tilskipunarinnar. „Ísland fullyrti að það beri fullt traust til dýraheilbrigðiseftirlits sem fram fer í öðrum aðildarríkjum í samræmi við sameiginlegar EES-reglur. Samkvæmt EES- samningnum er í gildi aðlögun fyrir Ísland, sem tekur til lifandi dýra, annarra en fiska og lagareldisdýra. Samningurinn hefur þó engin aðlögunarákvæði að geyma vegna innflutnings hrárra kjötvara til Íslands.“ Enn og aftur sækja íslenskir neytendur réttlæti sitt til Evrópu. Vitanlega er þetta ólöglega bann á innflutningi ekki til að vernda íslenskan búfénað nema í orði kveðnu. Bannið er tæknileg hindrun á innflutningi ætluð til að halda uppi verði landbúnaðarafurða hér á landi á kostnað íslenskra neytenda. Íslenskum búpeningi stafar raunar meiri hætta af árlegri innrás farfugla sem hingað fljúga til hreiðurgerðar og varps en innflutningi á viðurkenndum landbúnaðarafurðum, sem uppfylla heilbrigðisskilyrði nágrannaþjóða okkar í Evrópu.
Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira