Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30% 10. febrúar 2016 09:00 Eldri borgari, sem er í sambúð eða hjónabandi, hefur 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, ef hann hefur engar aðrar tekjur. Einhleypur eldri borgari hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, miðað við sömu forsendur að því er tekjur varðar. Þetta er það, sem ríkisstjórnin skammtar eldri borgurum. Af þessum upphæðum eiga þessir eldri borgarar að greiða allan sinn kostnað og þar á meðal húsnæðiskostnað. Leiga getur verið 150 þúsund krónur á mánuði og þá er lítið eftir fyrir öllum öðrum kostnaði. Það eru 57 þúsund krónur eftir hjá einhleypingi. Hann á m.ö.o að greiða fyrir rafmagn og hita, mat, fatnað, samgöngur, síma, tölvukostnað, lyf, lækniskostnað, gjafir o.fl. af þessum 57 þúsund krónum! Ljóst er, að ekki er unnt að reka bíl af svo litlum tekjum. Og hætt við, að eldri borgarinn verði að sleppa einhverjum fleiri útgjaldaliðum. Mikil skerðing vegna lífeyrissjóðs Ef einhleypur ellilífeyrisþegi hefur 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann 18 þúsund kr. á mánuði af þeirri upphæð eða ígildi þess. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þessa eldri borgara um 32 þúsund á mánuði, einungis vegna þess að hann greiddi í lífeyrissjóð. Þessa skerðingu verður að stöðva. Það á auðvitað ekki að refsa þessum eldri borgara fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarinn á að halda lífeyri sínum hjá Tryggingastofnun óskertum. Hann var einmitt að greiða í lífeyrissjóð til þess að njóta þess að fullu, þegar hann væri kominn á eftirlaunaaldur. Ef einhleypur eldri borgari hefur eitt hundrað þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann helmingi þeirrar fjárhæðar eða ígildi. TR tekur helminginn. Það er svipuð skerðing og í fyrra tilvikinu. Ég segi það sama og áður: Það verður að stöðva þessa skerðingu. Það verður að afnema hana. Þetta er siðlaus skerðing. Hvað hækkaði lífeyrir mikið 2016? Nú hefur „methækkun“ allra tíma komið til framkvæmda! Lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega hækkaði um 15 þúsund krónur eftir skatt. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem eru í sambúð hækkaði um 13 þúsund krónur. Tölurnar í þessari grein eru eftir hækkun um áramót. Hækkunin breytir engu. Þetta voru í kringum 200 þúsund krónur á mánuði áður og þetta eru áfram í kringum 200 þúsund á mánuði. 300 þúsund á mánuði eða rúmlega það er lágmark. Lífeyrisþegar fengu miklu meiri hækkun um áramótin 2008/2009 en nú. Almannatryggingar voru einnig efldar miklu meira 1946 við stofnun trygginganna (breytingu frá alþýðutryggingum) og 1960, þegar viðreisnarstjórnin tók við. 30% hækkun yrði viðunandi um skeið Ef lífeyrir aldraðra og öryrkja verður hækkaður um 30% vegna kjaragliðnunar hækkar lífeyrir um 73.800 krónur á mánuði og færi í tæpar 320 þúsund krónur á mánuði. Það er sama tala og kemur út í neyslukönnun Hagstofunnar. Yrði viðunandi um skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eldri borgari, sem er í sambúð eða hjónabandi, hefur 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, ef hann hefur engar aðrar tekjur. Einhleypur eldri borgari hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum, miðað við sömu forsendur að því er tekjur varðar. Þetta er það, sem ríkisstjórnin skammtar eldri borgurum. Af þessum upphæðum eiga þessir eldri borgarar að greiða allan sinn kostnað og þar á meðal húsnæðiskostnað. Leiga getur verið 150 þúsund krónur á mánuði og þá er lítið eftir fyrir öllum öðrum kostnaði. Það eru 57 þúsund krónur eftir hjá einhleypingi. Hann á m.ö.o að greiða fyrir rafmagn og hita, mat, fatnað, samgöngur, síma, tölvukostnað, lyf, lækniskostnað, gjafir o.fl. af þessum 57 þúsund krónum! Ljóst er, að ekki er unnt að reka bíl af svo litlum tekjum. Og hætt við, að eldri borgarinn verði að sleppa einhverjum fleiri útgjaldaliðum. Mikil skerðing vegna lífeyrissjóðs Ef einhleypur ellilífeyrisþegi hefur 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann 18 þúsund kr. á mánuði af þeirri upphæð eða ígildi þess. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þessa eldri borgara um 32 þúsund á mánuði, einungis vegna þess að hann greiddi í lífeyrissjóð. Þessa skerðingu verður að stöðva. Það á auðvitað ekki að refsa þessum eldri borgara fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarinn á að halda lífeyri sínum hjá Tryggingastofnun óskertum. Hann var einmitt að greiða í lífeyrissjóð til þess að njóta þess að fullu, þegar hann væri kominn á eftirlaunaaldur. Ef einhleypur eldri borgari hefur eitt hundrað þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði heldur hann helmingi þeirrar fjárhæðar eða ígildi. TR tekur helminginn. Það er svipuð skerðing og í fyrra tilvikinu. Ég segi það sama og áður: Það verður að stöðva þessa skerðingu. Það verður að afnema hana. Þetta er siðlaus skerðing. Hvað hækkaði lífeyrir mikið 2016? Nú hefur „methækkun“ allra tíma komið til framkvæmda! Lífeyrir einhleypra ellilífeyrisþega hækkaði um 15 þúsund krónur eftir skatt. Lífeyrir þeirra eldri borgara, sem eru í sambúð hækkaði um 13 þúsund krónur. Tölurnar í þessari grein eru eftir hækkun um áramót. Hækkunin breytir engu. Þetta voru í kringum 200 þúsund krónur á mánuði áður og þetta eru áfram í kringum 200 þúsund á mánuði. 300 þúsund á mánuði eða rúmlega það er lágmark. Lífeyrisþegar fengu miklu meiri hækkun um áramótin 2008/2009 en nú. Almannatryggingar voru einnig efldar miklu meira 1946 við stofnun trygginganna (breytingu frá alþýðutryggingum) og 1960, þegar viðreisnarstjórnin tók við. 30% hækkun yrði viðunandi um skeið Ef lífeyrir aldraðra og öryrkja verður hækkaður um 30% vegna kjaragliðnunar hækkar lífeyrir um 73.800 krónur á mánuði og færi í tæpar 320 þúsund krónur á mánuði. Það er sama tala og kemur út í neyslukönnun Hagstofunnar. Yrði viðunandi um skeið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun