Karisma fór á kostum í öruggum sigri á Keflavík | Úrslit dagsins 28. febrúar 2016 20:48 Karisma Chapman í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Valskonur skutust upp í 3. sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með 90-73 sigri á Keflavík á heimavelli en með sigrinum ná Valskonur smá forskoti á Keflavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 22-20 að fyrsta leikhluta loknum en í öðrum leikhluta náðu þær þrettán stiga forskoti skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks 47-34. Keflvík sem tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld, Monicu Wright, tókst að saxa á forskot Valsliðsins í þriðja leikhluta og var staðan 64-56 fyrir lokaleikhlutann. Í honum voru Valskonur einfaldlega mun sterkari og náðu að bæta við forskotið og fagna að lokum sautján stiga sigri. Karisma Chapman, bandaríski leikmaður Valsliðsins, fór einfaldlega á kostum í leiknum en hún lauk leik með41 stig, 16, fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta.Úr leik Snæfells fyrr í vetur.Vísir/AntonÞá unnu Snæfellskonur auðveldan 30 stiga sigur á Hamar á útivelli í fyrri leik dagsins 69-39 en Snæfellsvörnin var hreint út sagt ótrúleg í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og leiddi Snæfell 12-7 að honum loknum en Snæfellsliðinu gekk illa að hrista sprækar Hamarskonur frá sér framan af. Tóku þær níu stiga forskot inn í hálfleikinn 30-21 en þær gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Spiluðu þær góða vörn og sóknarleikur liðsins fór að ganga betur. Var staðan 27-51 að þremur leikhlutum loknum og var sigurinn í höfn en Snæfellskonum tókst að bæta við forskotið í fjórða leikhluta og fagna að lokum öruggum 30 stiga sigri. Haiden Palmer gældi við þrefalda tvennu í dag með 14 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar en Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 22 stig ásamt því að taka tíu fráköst.Valur-Keflavík 90-73 (22-20, 25-14, 17-22, 26-17)Valur: Karisma Chapman 41/16 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 15/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 14/17 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Helga Þórsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 17/5 fráköst, Monica Wright 13/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/6 fráköst, Melissa Zornig 4, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Hamar-Snæfell 39-69 (7-12, 14-18, 6-21, 12-18)Hamar: Alexandra Ford 11/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.Snæfell: Berglind Gunnarsdóttir 22/10 fráköst, Haiden Denise Palmer 14/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/13 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/8 fráköst/3 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/7 fráköst/4 varin skot. Dominos-deild kvenna Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Sjá meira
Valskonur skutust upp í 3. sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með 90-73 sigri á Keflavík á heimavelli en með sigrinum ná Valskonur smá forskoti á Keflavík í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valskonur byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 22-20 að fyrsta leikhluta loknum en í öðrum leikhluta náðu þær þrettán stiga forskoti skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks 47-34. Keflvík sem tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld, Monicu Wright, tókst að saxa á forskot Valsliðsins í þriðja leikhluta og var staðan 64-56 fyrir lokaleikhlutann. Í honum voru Valskonur einfaldlega mun sterkari og náðu að bæta við forskotið og fagna að lokum sautján stiga sigri. Karisma Chapman, bandaríski leikmaður Valsliðsins, fór einfaldlega á kostum í leiknum en hún lauk leik með41 stig, 16, fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta.Úr leik Snæfells fyrr í vetur.Vísir/AntonÞá unnu Snæfellskonur auðveldan 30 stiga sigur á Hamar á útivelli í fyrri leik dagsins 69-39 en Snæfellsvörnin var hreint út sagt ótrúleg í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og leiddi Snæfell 12-7 að honum loknum en Snæfellsliðinu gekk illa að hrista sprækar Hamarskonur frá sér framan af. Tóku þær níu stiga forskot inn í hálfleikinn 30-21 en þær gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta. Spiluðu þær góða vörn og sóknarleikur liðsins fór að ganga betur. Var staðan 27-51 að þremur leikhlutum loknum og var sigurinn í höfn en Snæfellskonum tókst að bæta við forskotið í fjórða leikhluta og fagna að lokum öruggum 30 stiga sigri. Haiden Palmer gældi við þrefalda tvennu í dag með 14 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar en Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 22 stig ásamt því að taka tíu fráköst.Valur-Keflavík 90-73 (22-20, 25-14, 17-22, 26-17)Valur: Karisma Chapman 41/16 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 15/3 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 14/17 fráköst/3 varin skot, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Helga Þórsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Dagbjört Samúelsdóttir 0.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 17/5 fráköst, Monica Wright 13/11 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/7 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/6 fráköst, Melissa Zornig 4, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Elfa Falsdottir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.Hamar-Snæfell 39-69 (7-12, 14-18, 6-21, 12-18)Hamar: Alexandra Ford 11/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/7 fráköst/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Margrét Hrund Arnarsdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2/7 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Karen Munda Jónsdóttir 0.Snæfell: Berglind Gunnarsdóttir 22/10 fráköst, Haiden Denise Palmer 14/12 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, Rebekka Rán Karlsdóttir 7/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/13 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/8 fráköst/3 varin skot, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/7 fráköst/4 varin skot.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Sjá meira