Mörg spennandi verkefni hér heima Elín Albertsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 09:00 Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir tíu ára starf í Bandaríkjunum við að markaðssetja íslensk matvæli. MYND/ANTON BRINK Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. Baldvin segir að þetta hafi verið reynslumikill tími. „Starfið var bæði kröfuhart og spennandi á stóru markaðssvæði. Okkur tókst að koma fjórtán íslenskum matvælategundum á sælkeramarkað í Ameríku sem var mikill metnaður. Starfið veitti mér mikla ánægju auk reynslu og þekkingar,“ segir hann. Baldvin og kona hans, Margrét Björnsdóttir, fluttu til Washington þegar hann tók við starfinu á sínum tíma. Þegar hann er spurður hvernig þau hafi kunnað við sig í henni stóru Ameríku, svarar hann. „Þetta er einstakt land. Washington er mjög alþjóðleg menningarborg, þar sem eru meðal annars 180 sendiráð, alþjóðabankinn og alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Til dæmis bjó einn af aðalstarfsmönnum Hvíta hússins í sama húsi og við. Maður kynntist mörgum og þetta var náið umhverfi, kannski svolítið íslenskt,“ útskýrir Baldvin. „Það er auðvelt að eignast vini í Washington og sú vinátta mun haldast áfram þótt við séum aftur flutt í Garðabæinn.“Eins og Roll Royce Baldvin segist ekki hafa sagt skilið við verkefnið. „Menn halda áfram að leita til mín að utan og svo tengist ég Food and Fun-verkefninu sem varð til í gegnum starf mitt í Bandaríkjunum. Ég á mér líka draum um að fá íslensk fyrirtæki til að vinna meira saman. Einstaklingshyggjan er rík í þjóðarsálinni. Við skynjum ekki alltaf að það er betra að eiga tuttugu prósent af einhverju en hundrað prósent í engu. Getum við ekki öll unnið undir einu merki?“ spyr Baldvin og bætir við hægt sé að selja íslenskar afurðir á grundvelli gæða, hreinleika og trúverðugleika. Að Ísland verði eins og Rolls Royce matvælaiðnaðarins. „Það er að minnsta kosti það sem ég hef verið að vinna að,“ bætir hann við. Baldvin er einn stofnenda Food and Fun. Hann kom þessari hugmynd sinni á framfæra við Icelandair eftir að áras var gerð á tvíburaturnana í New York og ferðamönnum til Íslands fækkaði. „Við buðum fyrst matreiðslumönnum í Bandaríkjunum að koma hingað til að elda á veitingahúsum og síðan hefur hátíðin þróast og stækkað. Matur skiptir máli í ferðaþjónustunni og mér sýnist áhrifa gæta frá þeim 300 kokkum sem hafa komið á Food and Fun á íslenskum veitingastöðum. Út frá hátíðinni hafa skapast tengslanet og íslenskir matreiðslumenn hafa fengið tækifæri til að heimsækja veitingastaði í öðrum löndum.“Skyrið var áskorun Þegar hann er spurður hvar honum hafi tekist best upp í starfi sínu, svarar Baldvin. „Skyrið var mesta áskorunin því fáir hér heima höfðu trú á að það myndi seljast í Ameríku. Menn í mjólkuriðnaðinum og bændur sögðu að skyr til útflutnings væri prívat gæluverkefni mitt. Þegar skyrið var komið á flug vildu menn koma smjörinu á bandarískan markað sem gekk sömuleiðis vel. Þá komu ostarnir og því næst suðusúkkulaði í gömlu bökunarpappírsumbúðum. Við byrjuðum á einni tegund en nú eru þær orðnar þrettán. Lambakjötið var líka stór áskorun, að koma því fersku á markað með flugi. Fyrst var kjötið selt í fimm búðum en fljótlega voru þær orðnar 200. Einnig settum við á markað ferska bleikju. Í fyrstu seldum við 4-500 tonn í Bandaríkjunum en núna er salan nálægt 4.000 tonnum. Þetta eru því orðin mikil og góð viðskipti. Ferska varan skilar miklu meiri tekjum og mun meiri árangri en fryst vara. Við erum þrjósk þjóð og þetta verkefni tekur langan tíma. Minnimáttarkenndin er bæði styrkleiki okkar og veikleiki. Veikleikinn er að við náum aldrei saman en styrkleikinn að við högum okkur eins og þriggja milljón manna þjóð.“Mikið markaðsstarf Hingað til lands hafa komið á annað hundruð manns frá bandarískum verslunarkeðjum til að kynna sér íslenskar afurðir á vegum Baldvins. Þeir hafa farið í sjóferðir, í réttarferðir og smalað á fjöllum með bændum. „Eftir að hafa meðal annars drukkið íslenskan bjór og brennivín, borðað kjötsúpu, sofið á ferðaþjónustubæ, prófað íslenska hestinn og farið í sláturhús voru þeir krýndir „l‘ambassador of Iceland“,“ segir Baldvin og segir að þetta hafi haft mikla þýðingu í markaðssetningu íslenskra matvæla í Bandaríkjunum.Gott að búa á Íslandi Baldvin starfaði sem auglýsingastjóri Morgunblaðsins í 24 ár. Hann segir að markaðsvinnan í Ameríku sé í sjálfu sér ekkert ólík því starfi. „Viðskipti snúast um mannleg samskipti. Afi minn kenndi mér í æsku að viðskiptavinur væri töfraorð í íslenskri tungu þar sem þú getur myndað viðskipti á grundvelli vináttu og vináttu á grundvelli viðskipta sem byggist á trausti, trúnaði og tryggð. Ég kalla það að tengja fólk sem á samleið og leiða fólk saman sem getur átt samstarf.“ Baldvin segist ekkert vera að setjast í helgan stein. Hans bíði mörg spennandi verkefni hér heima. „Það er miklu betra að búa á Íslandi en við gerum okkur grein fyrir. Þetta samfélag er gríðarlega spennandi. Margt hefur breyst undanfarin ár og ég dáist að öllu þessu sprengmenntaða unga fólki sem er miklu nægjusamara en mín kynslóð. Því miður hefur verið alið á vantrausti og tortryggni eftir hrun. Þjóðin fékk þungt högg sem er auðvitað ástæðan fyrir þessari neikvæðni. Best væri ef við gætum lifað í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og frelsi. Fólk þarf samt að bera ábyrgð og umgangast aðra með fullri virðingu. Það eru mörg vannýtt tækifæri hér á landi, til dæmis í sjálfbærni Íslands. Við þurfum að vernda þetta góða samfélag,“ segir Baldvin Jónsson. Food and Fun Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Baldvin Jónsson er fluttur heim eftir að hafa kynnt íslensk matvæli fyrir Bandaríkjamönnum í tíu ár. Hann segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegur tími og margt hafi áunnist á þessum árum. Baldvin segir að þetta hafi verið reynslumikill tími. „Starfið var bæði kröfuhart og spennandi á stóru markaðssvæði. Okkur tókst að koma fjórtán íslenskum matvælategundum á sælkeramarkað í Ameríku sem var mikill metnaður. Starfið veitti mér mikla ánægju auk reynslu og þekkingar,“ segir hann. Baldvin og kona hans, Margrét Björnsdóttir, fluttu til Washington þegar hann tók við starfinu á sínum tíma. Þegar hann er spurður hvernig þau hafi kunnað við sig í henni stóru Ameríku, svarar hann. „Þetta er einstakt land. Washington er mjög alþjóðleg menningarborg, þar sem eru meðal annars 180 sendiráð, alþjóðabankinn og alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Til dæmis bjó einn af aðalstarfsmönnum Hvíta hússins í sama húsi og við. Maður kynntist mörgum og þetta var náið umhverfi, kannski svolítið íslenskt,“ útskýrir Baldvin. „Það er auðvelt að eignast vini í Washington og sú vinátta mun haldast áfram þótt við séum aftur flutt í Garðabæinn.“Eins og Roll Royce Baldvin segist ekki hafa sagt skilið við verkefnið. „Menn halda áfram að leita til mín að utan og svo tengist ég Food and Fun-verkefninu sem varð til í gegnum starf mitt í Bandaríkjunum. Ég á mér líka draum um að fá íslensk fyrirtæki til að vinna meira saman. Einstaklingshyggjan er rík í þjóðarsálinni. Við skynjum ekki alltaf að það er betra að eiga tuttugu prósent af einhverju en hundrað prósent í engu. Getum við ekki öll unnið undir einu merki?“ spyr Baldvin og bætir við hægt sé að selja íslenskar afurðir á grundvelli gæða, hreinleika og trúverðugleika. Að Ísland verði eins og Rolls Royce matvælaiðnaðarins. „Það er að minnsta kosti það sem ég hef verið að vinna að,“ bætir hann við. Baldvin er einn stofnenda Food and Fun. Hann kom þessari hugmynd sinni á framfæra við Icelandair eftir að áras var gerð á tvíburaturnana í New York og ferðamönnum til Íslands fækkaði. „Við buðum fyrst matreiðslumönnum í Bandaríkjunum að koma hingað til að elda á veitingahúsum og síðan hefur hátíðin þróast og stækkað. Matur skiptir máli í ferðaþjónustunni og mér sýnist áhrifa gæta frá þeim 300 kokkum sem hafa komið á Food and Fun á íslenskum veitingastöðum. Út frá hátíðinni hafa skapast tengslanet og íslenskir matreiðslumenn hafa fengið tækifæri til að heimsækja veitingastaði í öðrum löndum.“Skyrið var áskorun Þegar hann er spurður hvar honum hafi tekist best upp í starfi sínu, svarar Baldvin. „Skyrið var mesta áskorunin því fáir hér heima höfðu trú á að það myndi seljast í Ameríku. Menn í mjólkuriðnaðinum og bændur sögðu að skyr til útflutnings væri prívat gæluverkefni mitt. Þegar skyrið var komið á flug vildu menn koma smjörinu á bandarískan markað sem gekk sömuleiðis vel. Þá komu ostarnir og því næst suðusúkkulaði í gömlu bökunarpappírsumbúðum. Við byrjuðum á einni tegund en nú eru þær orðnar þrettán. Lambakjötið var líka stór áskorun, að koma því fersku á markað með flugi. Fyrst var kjötið selt í fimm búðum en fljótlega voru þær orðnar 200. Einnig settum við á markað ferska bleikju. Í fyrstu seldum við 4-500 tonn í Bandaríkjunum en núna er salan nálægt 4.000 tonnum. Þetta eru því orðin mikil og góð viðskipti. Ferska varan skilar miklu meiri tekjum og mun meiri árangri en fryst vara. Við erum þrjósk þjóð og þetta verkefni tekur langan tíma. Minnimáttarkenndin er bæði styrkleiki okkar og veikleiki. Veikleikinn er að við náum aldrei saman en styrkleikinn að við högum okkur eins og þriggja milljón manna þjóð.“Mikið markaðsstarf Hingað til lands hafa komið á annað hundruð manns frá bandarískum verslunarkeðjum til að kynna sér íslenskar afurðir á vegum Baldvins. Þeir hafa farið í sjóferðir, í réttarferðir og smalað á fjöllum með bændum. „Eftir að hafa meðal annars drukkið íslenskan bjór og brennivín, borðað kjötsúpu, sofið á ferðaþjónustubæ, prófað íslenska hestinn og farið í sláturhús voru þeir krýndir „l‘ambassador of Iceland“,“ segir Baldvin og segir að þetta hafi haft mikla þýðingu í markaðssetningu íslenskra matvæla í Bandaríkjunum.Gott að búa á Íslandi Baldvin starfaði sem auglýsingastjóri Morgunblaðsins í 24 ár. Hann segir að markaðsvinnan í Ameríku sé í sjálfu sér ekkert ólík því starfi. „Viðskipti snúast um mannleg samskipti. Afi minn kenndi mér í æsku að viðskiptavinur væri töfraorð í íslenskri tungu þar sem þú getur myndað viðskipti á grundvelli vináttu og vináttu á grundvelli viðskipta sem byggist á trausti, trúnaði og tryggð. Ég kalla það að tengja fólk sem á samleið og leiða fólk saman sem getur átt samstarf.“ Baldvin segist ekkert vera að setjast í helgan stein. Hans bíði mörg spennandi verkefni hér heima. „Það er miklu betra að búa á Íslandi en við gerum okkur grein fyrir. Þetta samfélag er gríðarlega spennandi. Margt hefur breyst undanfarin ár og ég dáist að öllu þessu sprengmenntaða unga fólki sem er miklu nægjusamara en mín kynslóð. Því miður hefur verið alið á vantrausti og tortryggni eftir hrun. Þjóðin fékk þungt högg sem er auðvitað ástæðan fyrir þessari neikvæðni. Best væri ef við gætum lifað í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri og frelsi. Fólk þarf samt að bera ábyrgð og umgangast aðra með fullri virðingu. Það eru mörg vannýtt tækifæri hér á landi, til dæmis í sjálfbærni Íslands. Við þurfum að vernda þetta góða samfélag,“ segir Baldvin Jónsson.
Food and Fun Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira