Alþjóðaknattspyrnusambandið reynir að taka fyrsta skrefið í átt að nýrri og bjartari framtíð sinni þegar sambandið heldur forsetakosningar sínar í dag.
Fulltrúar 207 knattspyrnusambanda frá öllum heiminum eru samankomnir í Zürich í Sviss þar sem þeir kjósa eftirmann Sepp Blatter.
Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA 1998 og var endurkjörinn í enn eitt skiptið fyrir tæpu ári síðan en tilkynnti í næstu viku á eftir að hann ætlaði að stíga niður.
FIFA hefur átt erfiða tíma á þessu ári, spillingarmálin hafa komið fram í bílförmum og nú síðast var Blatter sjálfur dæmdur í langt bann fyrir að borga Michel Platini stóra upphaf í aðdraganda forsetakosningar þar sem Blatter var síðan endurkjörinn.
Fimm einstaklingar bjóða sig fram og vilja komst í stólinn hans Sepp Blatter en þar hefur Blatter verið í átján ár.
Þeir sem keppast um hnossið eru Sheikh Salman bin Ebrahim al-Khalifa, Gianni Infantino, Ali bin al-Hussein prins, Tokyo Sexwale and Jerome Champagne.
Fyrirfram er talið að baráttan standi á milli þeirra Sheikh Salman bin Ebrahim al-Khalifa og Gianni Infantino en öll Evrópa og þar á meðal Knattspyrnusamband Íslands ætlar að kjósa Infantino. Ali bin al-Hussein prins bauð sig líka fram fyrir tæpu ári en tapaði þá fyrir Sepp Blatter.
Kosningin hefst á hádegi að íslenskum tíma en hún gæti tekið marga klukkutíma því það þarf sigurvegarinn þarf að fá ákveðin hluta atkvæða til að vera kosinn forseti FIFA.
