Lífið

Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu

Birgir Olgeirsson skrifar
Alda Dís og Gréta Salóme mætast í einvígi um hvaða lag verður framlag Ísland til Eurovision í Svíþjóð í maí.
Alda Dís og Gréta Salóme mætast í einvígi um hvaða lag verður framlag Ísland til Eurovision í Svíþjóð í maí. Mynd/Pressphotos
Rúm hundrað tuttugu og eitt þúsund símaatkvæði voru greidd á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þar sem áhorfendur völdu lagið Hear Them Calling sem framlag Íslands í Eurovision-keppninni sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi. 

Í fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að í fyrri símakosningu úrslitakvöldsins hafði lagið „Now“ (Augnablik), í flutningi Öldu Dísar, í efsta sæti og eftir að atkvæði dómnefndar og niðurstaða símakosningar höfðu verið talin saman var lagið enn í efsta sæti.

Lag Gretu Salóme, „Hear Them Calling“ var þá í öðru sæti og voru lögin tvö flutt aftur í spennandi einvígi. Eftir seinni símakosninguna, þegar  kosið var á milli laganna tveggja, var það þó „Hear Them Calling“ sem hlaut afgerandi stuðning kjósenda með 39.807 atkvæðum á móti 25.111 atkvæðum sem Now hlaut. „Hear Them Calling“ fékk samtals 51.576 atkvæði en „Now“ fékk 36.880 atkvæði samtals. Alls voru greidd 121.079 atkvæði á úrslitakvöldinu.

12 lög kepptu í Söngvakeppninni þetta árið og þjóðin ákvað í hreinni símakosningu hvaða sex lög kæmust í úrslit. Samtals voru greidd 22.253 atkvæði í fyrri forkeppninni sem fram fór laugardaginn 6. Febrúar  og í seinni forkeppninni 13. febrúar voru greidd 20.961 atkvæði. Lagið „Óstöðvandi“ hafnaði í efsta sæti eftir símakosningu fyrra kvöldsins og „Augnablik“ var í efsta sæti seinna kvöldið.

Hér að neðan er samantekt á niðurstöðum dómnefndanna eftir landshlutum, hver símaatkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferðum var og samanlögð niðurstaða dómnefnda og símakosningar.Þar ákvarðaðist hvaða tvö lög fóru í einvígið í úrslitum Söngvakeppninnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×