Verkfall starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti. Það hefur í för með sér að ekkert ál verður flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Verkfallsverðir á vegum Hlífar mættu á svæðið á miðnætti þar sem taldar voru líkur á að stjórn álversins gengi í þessi störf, sem virðist hafa verið raunin.

Hann segir að verkefni dagsins verði að hindra það að gengið verði í þessi störf, en um er að ræða starfsmenn sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík.