Að þessu sinni afrekaði Conor að komast á forsíðu vinsælasta íþróttablaðs Bandaríkjanna, Sports Illustrated. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er á forsíðunni og í fyrsta sinn síðan 2007 sem karlmaður úr UFC kemst á forsíðuna. Ronda Rousey var á forsíðunni í fyrra. Conor er líka fyrsti Írinn sem kemst á þessa eftirsóttu forsíðu.
Blaðið heimsótti Írann í Dublin og fylgdist með honum í nokkra daga. Í viðtalinu er hann meðal annars spurður út í af hverju hann sé að fara í þyngri flokk í UFC.
„Ég hefði alveg getað fengið auðveldan bardaga í mínum þyngdarflokki. En hvað hef ég meira að gera þar svo sem,“ sagði Conor sem er meistari í fjaðurvigt. Hann ætlaði að keppa um titilinn í léttvigt en endar á bardaga í veltivigt þar sem Rafael dos Anjos, heimsmeistari í léttvigt, er meiddur.
„Ég er búinn að lemja alla í fjaðurvigtinni. Jose Aldo var eini heimsmeistarinn í þessum flokki og enginn hafði lengur verið heimsmeistari. Hann var pund fyrir pund sá besti. Var búinn að klára alla. Ég kláraði hann á 13 sekúndum.“
This week's cover: Conor McGregor puts the fight in Fighting Irish. https://t.co/ySaQIqpH0y pic.twitter.com/gFvnNXOsmK
— Sports Illustrated (@SInow) February 23, 2016