Forgjöfin loksins ljós Stjórnarmaðurinn skrifar 24. febrúar 2016 09:00 Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Íslandsbanki birti í gær uppgjör sitt fyrir 2015. Sem endranær voru það fregnir af launakjörum stjórnenda sem mesta athygli vöktu í fjölmiðlum og að því er virtist sérstaklega sú staðreynd að bankastjórinn hefði á síðasta ári fengið ríflega sjö milljóna króna bónus í sinn hlut. Ekki þurfti sú nálgun sérstaklega að koma á óvart, né viðbrögðin í athugasemdakerfum og annars staðar sem einkenndust af upphrópunum og mikilli hneykslan. Stjórnarmaðurinn hefur raunar aldrei skilið þessa miklu athygli á launaumslagi fólks. Laun bankastjórnenda á Íslandi eru alls ekki há í alþjóðlegum samanburði, og það er erfitt að sjá að sæmileg launakjör hafi nokkuð annað en jákvæð samfélagsleg áhrif. Annað fangaði þó athygli stjórnarmannsins, og það var sú staðreynd að svokölluð virðisbreyting útlána skilaði Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað á síðasta ári. Þetta er í takti við þróunina síðustu ár þar sem um og yfir helmingur hagnaðar bankans hefur komið fram undir þessum lið. Uppgjörið í ár er þó sögulegt að því leyti að fram kemur að endurskipulagningu á lánum og kröfum sem bankinn tók yfir með miklum afföllum sé lokið, og því ekki gert ráð fyrir frekari jákvæðum áhrifum á reksturinn af þessum völdum á komandi árum. Lán þessi og kröfur voru færð úr gömlu bönkunum í þá nýju eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, við fyrirspurn á Alþingi árið 2011, voru lán flutt úr gamla Glitni í Íslandsbanka með um 425 milljarða afslætti. Eins og áður sagði nam þessi tekjuliður átta milljörðum hjá Íslandsbanka á árinu 2015, árið áður var hann rétt tæpir níu milljarðar og árið 2013 um 16 milljarðar – samtals um 32 milljarðar undanfarin þrjú ár. Erfiðara er að nálgast sundurliðaðar tölur lengra aftur í tímann. Svipaða sögu er að segja af hinum bönkunum. Áhugavert væri þó ef fjölmiðlar legðu sig fram um að nálgast þessar tölur, þannig að hægt sé að greina með nokkuð óyggjandi hætti hvers konar forgjöf þeir kumpánar Steingrímur J. og Gylfi Magnússon veittu nýju bönkunum á sínum tíma. Ljóst er að minnsta kosti að þeir geta andað léttar að bankarnir eru nú aftur komnir eða á leiðinni í ríkiseigu, enda vart verið líklegt til vinsælda ef kröfuhafar gömlu bankanna hefðu fengið að hlæja alla leiðina í bankann með forgjöf þeirra Gylfa og Steingríms í vasanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur