Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2016 22:00 Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum. Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum.
Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30