Veður

Veginum lokað við Skafta­fell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð

Agnar Már Másson skrifar
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálpar stöð vegna ófærðar.
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálpar stöð vegna ófærðar. Vísir/Stöð 2

Hið minnsta átta hafa í dag leitað í fjöldahjálparstöð sem Rauði krossinn opnaði í grunnskólanum Hofgarði í Öræfum á Suðausturlandi. Vegurinn á milli Skaftafells og Jökulsárlóns er lokaður vegna ófærðar. Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu samtakanna en um er að ræða vegfarendur sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðar og lokunar á veginum milli Skaftafells og Jökulsárlóns.

Norðaustan stórhríð er á Suðurausturlandi og hefur Veðurstofa Íslands varað við vindátt upp á 20 m/s og snjókomu undir Eyjafjöllum. 

Sjá einnig: Fréttir af veðri

Búist er við því að veðrið gangi að nokkru niður í kvöld. Á umferðarvef Vegagerðarinnar má fylgjast með gangi mála. 

Búist er við éljagangi og skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Öræfi eru á Suðausturlandi.Umferðin.is


Tengdar fréttir

Vara við eldingum á Suðausturlandi

Varað er við eldingum á Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi þar til klukkan 22 í kvöld en viðvörun um eldingar í gildi til hádegis. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að eldingar geti verið á stöku stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×