María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 60 metra grindahlaupi á Meistaramótinu innanhúss í Laugardalshöll í dag.
María Rún kom fyrst í mark á 9,05 sekúndum og fékk gullverðlaun. Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfoss varð önnur á 9,13 sekúndum og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki fékk brons á 9,39 sekúndum.
Hjá körlunum í 60 metra grindahlaupi var Tristan Freyr Jónsson, sonur Jóns Arnars Magnússonar, sigurvegari. Hann kom fyrstur í mark á 8,23 sekúndum.
Þetta eru þriðju verðlaun Tristans Freys á mótinu en áður hafði hann fengið silfur í stangarstökki og bronsverðlaun í hástökki. Hann ákvað að keppa ekki í langstökki eins og til stóð.
Ísak Óli Traustason, UMSS, varð annar í grindahlaupinu á 8,68 sekúndum og Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki fékk brons en hann kom þriðji í mark á 8,86 sekúndum.
María Rún og Tristan Freyr fengu gull í grindahlaupi

Tengdar fréttir

Hafdís eftir 40. gullverðlaunin: "Náði að redda mér í síðasta stökkinu"
Hafdís Sigurðardóttir vann sín 40. gullverðlaun í gær á Íslandsmeistaramóti innanhús í frjálsum íþróttum, en keppt var til úrslita í tólf greinum. Vísir fylgdist vel með og má finna fréttir frá mótinu á vef Vísis.

Aníta hljóp ein
Aníta Hinriksdóttir var ótvíræður sigurvegari í 800 metra hlaupi kvenna, en hún var eini keppandinn sem hljóp.

Hrafnhild fékk gull í 200 metra hlaupi annað árið í röð
Hafði betur í baráttu við hina bráðefnilegu Þórdísi Evu Steinsdóttur.

Kolbeinn hafði betur gegn Ívari
Deildu gullinu í 400 metra hlaupi en Kolbeinn kom sekúndubroti á undan í mark í 200 metrunum.