Segir nýjan búvörusamning vera dauðadóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 12:23 Ólafur M. Magnússon forstjóri Mjólkurbúsins Kú gagnrýnir harðlega nýjan búvörusamning og segir hann vera aðför að neytendum. Vísir/Stefán Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn. Búvörusamningar Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Nýr búvörusamningur er dauðadómur yfir rekstri sjálfstæðra afurðastöðva í mjólkuriðnaði og alvarleg aðför að hagsmunum íslenskra neytenda að mati Ólafs M. Magnússonar forstjóra Mjólkurbússins KÚ. Ólafur bendir á að samkvæmt 12. grein samningsins sé verðlagningarvald fært til Mjólkursamsölunnar á sama tíma og framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins sé aukið en samningurinn gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála muni hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar. „Eftir þennan samning og þennan gjörning þá sitjum við í sjálfstæðum afurðarstöðum eftir með það að við eigum allt okkar líf undir velvild og geðþótta MS komið. Menn þekkja söguna um afdrif þeirra fyrirtækja sem reynt hafa að keppa við MS.“ segir Ólafur.Sjá einnig: Búvörusamningar: Kostnaður ríkisins við landbúnaðinn meiri en kostnaður Svavarssamninga hefði verið Þá segir Ólafur að með tilkomu samningins sé verðlagsnefnd ætlað að samþykkja ákvarðanir MS. „Í raun er verðlagsnefnd ekki lögð niður heldur er hún nú kölluð „opinber aðili“ í samningnum. Er henni þá ætlað að leggja blessun sína og stimpla ákvarðanir MS. Það hlýtur að vekja upp stórar spurningar þegar fyrirtæki sem er með markaðsráðandi stöðu, með yfir 98 prósent markaðshlutdeild, treystir sér ekki til þess að starfa samkvæmt samkeppnislögumm,“ segir Ólafur.Bindur vonir við að Alþingi grípi í taumanaSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur varið búvörusamninginn og gefur hann lítið fyrir þá gagnrýni á samninginn sem komið hefur upp á undanförnum dögum. Samtök Verslunar og þjónustu gagnrýndu í gær samninginn og sögðu að hann myndi kosta skattgreiðendur tugi milljarða og líku honum við Svavarssamningin svokallaða í Icesave-málinu.Sjá einnig: Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamningÍ færslu á vefsíðu sinni sagði Sigmundur Davíð að sú gagnrýni væri „komin langt út í haga“ og að stuðningur við landbúnaðinn snerist um að spara gjaldeyri. Ólafur er ekki hress með Sigmund Davíð og segir afstöðu hans í málinu undarlega. „Það er stórundarlegt að forsætisráðherra landsins telur það hafið yfir gagnrýni þegar verið er að höndla með 22 milljarða úr opinberu fé,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að Alþingi muni grípa inn í og koma í veg fyrir að samningurinn verði að veruleika en þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður flokksins, segjast ekki ætla að styðja samninginn.
Búvörusamningar Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira