Gert ráð fyrir fimm hundruð íbúðum í Skeifunni Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2016 11:43 Skeifan er sögð ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni. Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni.
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira