Tindastóll vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara KR að velli, 91-85, í frábærum leik á fimmtudagskvöldið.
Mikið hefur verið rætt og ritað um leikinn og strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi létu sitt ekki eftir liggja og greindu hann nánast í öreindir.
Sjá einnig: Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband
Þeir fjölluðu m.a. um varnarleik Tindastóls á Pavel Ermolinskij, leikstjórnanda KR, og frammistöðu Anthony Isiah Gurley sem átti sinn besta leik fyrir Stólana og skoraði 26 stig.
Innslagið í heild sinn má sjá hér að ofan.
