Körfubolti

Ægir stoðsendingahæstur í sínum fyrsta leik á Spáni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ægir skilaði flottum mínútum í sínum fyrsta leik fyrir Penas Huesca.
Ægir skilaði flottum mínútum í sínum fyrsta leik fyrir Penas Huesca. mynd/facebook-síða penas huesca
Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson lék sinn fyrsta leik með Penas Huesca þegar liðið bar sigurorð af Rio Breogan, 76-87, í næstefstu deild á Spáni í kvöld.

Ægir gekk til liðs við Penas Huesca frá KR fyrr í vikunni og þreytti frumraun sína með liðinu í kvöld.

Leikstjórnandinn snjalli spilaði í 17 mínútur í leiknum og skilaði sínu og gott betur. Ægir skoraði reyndar bara fjögur stig en gaf sex stoðsendingar, flestar í liði Penas Huesca. Þá tapaði Ægir boltanum aðeins einu sinni.

Ægir og félagar eru í 3. sæti deildarinnar með 38 stig, sex stigum á eftir toppliði Palencia. Penas Huesca hefur unnið 14 leiki á tímabilinu og tapað tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×