Haukar láta Chelsie Schweers fara | Rekin í annað skiptið á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2016 22:02 Chelsie Alexa Schweers. Vísir/Anton Haukarkonur ætla að klára tímabilið án bandarísks leikmanns en Chelsie Alexa Schweers hefur spilað sinn síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu í vetur. Kjartan Atli Kjartansson sagði frá þessu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en Haukaliðið hefur ekki orðið betra eftir komu Schweers. Chelsie Schweers var líka látin fara frá Stjörnunni um áramótin en hún var þá og er enn stigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Chelsie Alexa Schweers hefur skorað 27,1 stig í 16 leikjum í Domino´s deildinni. Hún var með 31,0 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 leikjum með Stjörbunni og var búin að skora 22,0 stig og gefa 2,3 stoðsendingar að meðaltali í sjö deildarleikjum með Haukum. Síðasti leikur Chelsie Alexa Schweers með Haukaliðinu var á móti sínum gömlu félögum í Stjörnunni þar sem hún skoraði sjö þrista og var stigahæst í Haukaliðinu með 25 stig. Fyrsti leikur Haukaliðsins án Chelsie Alexa Schweers verður toppslagurinn á móti Snæfelli á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Þetta er önnur stóra breytingin sem Haukar gera í aðdraganda leiksins við Snæfells því fyrr í dag var Andri Þór Kristinsson látinn fara sem einn af þremur þjálfurum liðsins og Henning Henningsson kom inn í staðinn sem aðstoðarþjálfari Ingvars Þórs Guðjónssonar. Helena Sverrisdóttir verður áfram spilandi þjálfari Haukaliðsins en stórt hlutverk hennar stækkar líklega enn meira nú þegar Chelsie Schweers spilar ekki lengur með liðinu. Haukar vonast líka til að endurheimta gömlu góðu Pálínu Gunnlaugsdóttur til baka en Pálína skoraði aðeins 5,7 stig að meðaltali í sjö deildarleikjum Chelsie Schweers með liðinu. Pálína skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik fyrir áramót og var valin í úrvalslið fyrri umferðarinnar. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30 Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30 Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Haukarkonur ætla að klára tímabilið án bandarísks leikmanns en Chelsie Alexa Schweers hefur spilað sinn síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu í vetur. Kjartan Atli Kjartansson sagði frá þessu í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld en Haukaliðið hefur ekki orðið betra eftir komu Schweers. Chelsie Schweers var líka látin fara frá Stjörnunni um áramótin en hún var þá og er enn stigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Chelsie Alexa Schweers hefur skorað 27,1 stig í 16 leikjum í Domino´s deildinni. Hún var með 31,0 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 9 leikjum með Stjörbunni og var búin að skora 22,0 stig og gefa 2,3 stoðsendingar að meðaltali í sjö deildarleikjum með Haukum. Síðasti leikur Chelsie Alexa Schweers með Haukaliðinu var á móti sínum gömlu félögum í Stjörnunni þar sem hún skoraði sjö þrista og var stigahæst í Haukaliðinu með 25 stig. Fyrsti leikur Haukaliðsins án Chelsie Alexa Schweers verður toppslagurinn á móti Snæfelli á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Þetta er önnur stóra breytingin sem Haukar gera í aðdraganda leiksins við Snæfells því fyrr í dag var Andri Þór Kristinsson látinn fara sem einn af þremur þjálfurum liðsins og Henning Henningsson kom inn í staðinn sem aðstoðarþjálfari Ingvars Þórs Guðjónssonar. Helena Sverrisdóttir verður áfram spilandi þjálfari Haukaliðsins en stórt hlutverk hennar stækkar líklega enn meira nú þegar Chelsie Schweers spilar ekki lengur með liðinu. Haukar vonast líka til að endurheimta gömlu góðu Pálínu Gunnlaugsdóttur til baka en Pálína skoraði aðeins 5,7 stig að meðaltali í sjö deildarleikjum Chelsie Schweers með liðinu. Pálína skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik fyrir áramót og var valin í úrvalslið fyrri umferðarinnar.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30 Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30 Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 89-69 | Haukar upp að hlið Snæfells Haukar unnu auðveldan sigur á Keflvíkingum, 89-69, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í DB Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Leikurinn var aldrei spennandi og ljóst frá byrjun í hvað stefndi. 27. janúar 2016 20:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. 29. febrúar 2016 20:30
Helena með þrennu að meðaltali á móti Keflavík Haukar og Keflavík mætast í kvöld í Domino´s deild kvenna í körfubolta og verður leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport 3. 27. janúar 2016 15:30
Ráku stigahæsta leikmann deildarinnar Chelsie Alexa Schweers spilar ekki fleiri leiki með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna í körfubolta á þessu tímabili því Stjarnan hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við leikmanninn. 29. desember 2015 11:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti