Benedikt Guðmundsson er búinn að koma Þór frá Akureyri upp í úrvalsdeild karla í körfubolta á ný en Þórsarar tryggðu sér sæti í Domino´s deildinni og sigur í 1. deild karla með öruggum sigri í Hveragerði í kvöld.
Þórsliðið vann Hamar með 22 stigum í Hveragerði, 109-7, og hefur þar með unnið 14 af 17 deildarleikjum tímabilsins.
Þór er með fjögurra stiga forskot á Fjölni og Skallagrím auk þess að hafa betri innbyrðisstöðu gegn báðum liðum.
Þórsarar hafa ekki spilað í úrvalsdeildinni síðan 2009 og unnu aðeins 1 af 21 leik sínum í 1.deildinni í fyrra. Benedikt kom síðasta sumar og góðir leikmenn með honum og Akureyri á nú lið í efstu deild körfuboltans á nýjan leik.
Tveir leikmenn Þórsliðsins skoruðu yfir 30 stig í kvöld en það voru þeir Andrew Jay Lehman (31 stig, 8 stoðsendingar) og Danero Thomas (30 stig, 12 fráköst). Þröstur Leó Jóhannsson var með 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar og Ragnar Helgi Friðriksson gaf 8 stoðsendingar auk þess að skora 6 stig.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Benedikt fer með lið upp í úrvalsdeildina en það gerði hann einnig með Fjölni 2005 og Þór úr Þorlákshöfn 2012.
Tvö lið fara upp í úrvalsdeildina en hitt sætið er í boði í fjögurra liða úrslitakeppni 1. deildarinnar í vor.
Þór frá Akureyri komið upp í Domino´s deild karla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti




Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn