Hunsar Alþingi fullveldi íslensku þjóðarinnar? Lawrence Lessig skrifar 5. mars 2016 07:00 Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun