Bláa spjaldið og sex sendingar | Nýjar reglur í handbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2016 12:13 Tveggja mínútna brottvísunin verður óbreytt í handboltareglunum. Vísir/Getty Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira