Draymond Green bað liðsfélagana afsökunar á blótsyrðaflauminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2016 23:30 Draymond Green. Vísir/Getty Draymond Green hefur verið kallaður andlegur leiðtogi Golden State Warriors liðsins, núverandi NBA-meistara og liðsins sem er með bestan árangur í NBA-deildinni í dag. Ástríða og atorka Draymond Green inn á vellinum gerir hann að afar mikilvægum leikmanni fyrir liðið en á laugardaginn gekk hann of langt í stórleiknum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors liðið var ellefu stigum undir í hálfleik og Draymond Green gersamlega missti sig inn í klefa. Blótsyrðaflaumur hans fór ekki framhjá neinum sem voru í návígi við búningsklefann og sjónvarpsmaður ABC talaði um það að hafa aldrei heyrt slíkt áður. Hvort sem að ræða Draymond Green var ósmekkleg eða undir beltisstað þá virtist hún bera árangur því Golden State Warriors vann sig inn í leikinn og vann á endanum 121-118 sigur í framlengingu. Liðsfélagar Draymond Green vildu ekki gera of mikið úr atvikinu í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn en leikmaðurinn sjálfur taldi ástæðu til þess að biðja alla afsökunar á hegðun sinni. „Ég viðurkenni þegar ég geri mistök. Ég gerði mistök. Ég hef beðið liðsfélaga mína og þjálfara afsökunar. Þetta var ekki rétta leiðin. Sem leiðtogi liðsins þá get ég ekki leyft mér að hafa mér svona. Þetta mun ekki gerast aftur. Ég lét tilfinningarnar bera mig ofurliði," sagði Draymond Green. Draymond Green skoraði bara 2 stig á 44 mínútum í leiknum og klikkaði á öllum átta skotum sínum utan af velli en hann var líka með 14 fráköst, 14 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 4 varin skot. Golden State Warriors vann þarna sinn 53. leik á tímabilinu en liðið hefur aðeins tapað fimm leikjum og nálgast óðfluga NBA-met Chicago Bulls frá 1995-96. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Draymond Green hefur verið kallaður andlegur leiðtogi Golden State Warriors liðsins, núverandi NBA-meistara og liðsins sem er með bestan árangur í NBA-deildinni í dag. Ástríða og atorka Draymond Green inn á vellinum gerir hann að afar mikilvægum leikmanni fyrir liðið en á laugardaginn gekk hann of langt í stórleiknum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors liðið var ellefu stigum undir í hálfleik og Draymond Green gersamlega missti sig inn í klefa. Blótsyrðaflaumur hans fór ekki framhjá neinum sem voru í návígi við búningsklefann og sjónvarpsmaður ABC talaði um það að hafa aldrei heyrt slíkt áður. Hvort sem að ræða Draymond Green var ósmekkleg eða undir beltisstað þá virtist hún bera árangur því Golden State Warriors vann sig inn í leikinn og vann á endanum 121-118 sigur í framlengingu. Liðsfélagar Draymond Green vildu ekki gera of mikið úr atvikinu í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn en leikmaðurinn sjálfur taldi ástæðu til þess að biðja alla afsökunar á hegðun sinni. „Ég viðurkenni þegar ég geri mistök. Ég gerði mistök. Ég hef beðið liðsfélaga mína og þjálfara afsökunar. Þetta var ekki rétta leiðin. Sem leiðtogi liðsins þá get ég ekki leyft mér að hafa mér svona. Þetta mun ekki gerast aftur. Ég lét tilfinningarnar bera mig ofurliði," sagði Draymond Green. Draymond Green skoraði bara 2 stig á 44 mínútum í leiknum og klikkaði á öllum átta skotum sínum utan af velli en hann var líka með 14 fráköst, 14 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 4 varin skot. Golden State Warriors vann þarna sinn 53. leik á tímabilinu en liðið hefur aðeins tapað fimm leikjum og nálgast óðfluga NBA-met Chicago Bulls frá 1995-96.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira