Háttsettur íraskur hershöfðingi féll í sjálfsmorðsárás á höfuðstöðvar hersins í Írak. Auk hans féll fimm aðrir hermenn þegar fjórir árásarmenn, sem taldir eru hafa verið á vegum Íslamska ríkisins, komust inn í höfuðstöðvarnar og sprengdu sig í loft upp. Einn árásarmaðurinn er sagður hafa sprengt sig í loft upp inn á skrifstofu hershöfðingjans Ali Aboud.
Sjö hermenn særðust í árásinni.
Í samtali við AFP fréttaveituna, segir yfirmaður lögreglunnar í Haditha, þar sem árásin var gerð, að árásarmennirnir hafi verið klæddir sem hermenn.
Íslamska ríkið tók stór svæði af vestur- og norðurhluta landsins í skyndisókn sumarið 2014. Síðan þá hafa þeir gert aðrar stórar árásir og meðal annars tekið borgina Ramadi. Herinn hefur nú náð henni aftur og sótt fram gegn vígamönnum í eitt og hálft ár. Nú er verið að undirbúa árás á borgina Mosul, sem er í haldi ISIS.
Samtökin gera þó margar sjálfsmorðs- og sprengjuárásir í Írak. Tugir féllu í tveimur sprengjuárásum í Bagdad um helgina.
