Bæring Ólafsson býður sig fram til forseta Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2016 10:18 Bæring Ólafsson. Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International, hefur ákvæðið að bjóða sig fram til forseta. Hann er frá Patreksfirði og er fæddur árið 1955. Samkvæmt tilkynningu telur Bæring að forseti Íslands eigi að vera óháður stjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum svo hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem varði hagsmuni þjóðarinnar. „Sem forseti Íslands mun Bæring beita sér fyrir að styðja aukið lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar, stuðla að öflugu menningarlífi, styðja og styrkja heilbrigðisstéttina og málefni aldraðra og öryrkja. Einnig mun hann leggja áherslu á sjálfbærni í nýtingu auðlinda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að Bæring hefur unnið sig til æðstu metorða í starfi á Íslandi, í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu á síðustu 25 árum. Hann hafi víðtæka reynslu á stórum markaðssvæðum og verið ábyrgur fyrir fyrirtækjum með allt að 17 þúsund manns í vinnu og með árlega veltu frá 150 til 450 milljörðum króna. „Bæring telur að reynsla sín, þekking og kraftur, jafnt af erlendum og innlendum vettvangi, muni koma að góðu gagni fyrir þjóðina. Honum finnst þjóðin þurfa á að halda sterkum og reyndum leiðtoga sem er heiðarlegur, hæfur, traustur og óháður. Hann mun kappkosta að hlusta ætíð á þjóðina og hafa hagsmuni hennar að leiðarljósi.“ Bæring er fæddur á Patreksfirði 22. nóvember 1955. Á yngri árum starfaði hann m.a. við sjómennsku, í byggingaiðnaði og sölumennsku. Árið 1984 fluttist hann til Oregon og stundaði þar nám í viðskiptafræði við University of Oregon til 1987. Bæring er giftur Rose Olafsson bæjarstjóra og á sex börn og sex barnabörn. Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Bæring Ólafsson, fyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International, hefur ákvæðið að bjóða sig fram til forseta. Hann er frá Patreksfirði og er fæddur árið 1955. Samkvæmt tilkynningu telur Bæring að forseti Íslands eigi að vera óháður stjórnmálaöflum og hagsmunasamtökum svo hann geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem varði hagsmuni þjóðarinnar. „Sem forseti Íslands mun Bæring beita sér fyrir að styðja aukið lýðræði, hvetja ungt fólk til aukinnar menntunar og nýsköpunar, stuðla að öflugu menningarlífi, styðja og styrkja heilbrigðisstéttina og málefni aldraðra og öryrkja. Einnig mun hann leggja áherslu á sjálfbærni í nýtingu auðlinda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að Bæring hefur unnið sig til æðstu metorða í starfi á Íslandi, í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu á síðustu 25 árum. Hann hafi víðtæka reynslu á stórum markaðssvæðum og verið ábyrgur fyrir fyrirtækjum með allt að 17 þúsund manns í vinnu og með árlega veltu frá 150 til 450 milljörðum króna. „Bæring telur að reynsla sín, þekking og kraftur, jafnt af erlendum og innlendum vettvangi, muni koma að góðu gagni fyrir þjóðina. Honum finnst þjóðin þurfa á að halda sterkum og reyndum leiðtoga sem er heiðarlegur, hæfur, traustur og óháður. Hann mun kappkosta að hlusta ætíð á þjóðina og hafa hagsmuni hennar að leiðarljósi.“ Bæring er fæddur á Patreksfirði 22. nóvember 1955. Á yngri árum starfaði hann m.a. við sjómennsku, í byggingaiðnaði og sölumennsku. Árið 1984 fluttist hann til Oregon og stundaði þar nám í viðskiptafræði við University of Oregon til 1987. Bæring er giftur Rose Olafsson bæjarstjóra og á sex börn og sex barnabörn.
Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira