Aflandsfélag Önnu Stellu: Hagræði vegna gjaldeyrishafta frekar en skattalegt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2016 18:02 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á aflandsfélag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum Vísir/Valli Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Páll Jóhannesson, sviðsstjóri skatta-og lögfræðisviðs Deloitte á Íslandi, segir að samkvæmt reglum frá árinu 2010 sé íslenskum eigendum svokallaðra aflandsfélaga eða félaga á lágskattasvæðum skylt að greiða tekjuskatt af hagnaði félaganna hér á landi. Ef farið er eftir þeim reglum þá er erfitt að sjá skattalegt hagræði af rekstri slíkra félaga en hins vegar getur verið hagræði af því að eiga erlend fjárfestingafélög frekar en innlend á meðan gjaldeyrishöft eru við lýði hér á landi. Gjaldeyrishöftin ná nefnilega ekki yfir erlend félög og því hafa þau meira svigrúm til fjárfestinga. Greint hefur verið frá að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsæstisráðherra, eigi slíkt aflandsfélag á Bresku Jómfrúareyjunum sem einmitt eru lágskattasvæði, eða það sem kallað hefur verið skattaskjól.Eignaðist félagið árið 2008 en kveðst alltaf hafa greitt skatta hér Fyrir árið 2010 gat verið skattalegt hagræði af því að eiga fjárfestingafélög í skattaskjólum, til að mynda ef vaxtatekjur voru af eignunum. Á árinu 2008 breyttust skattareglur hér á landi líka þannig að innlend einkahlutafélög voru ekki lengur skattskyld vegna hlutabréfaviðskipta en vaxtatekjur eru hins vegar alltaf skattskyldar. Þá minnkaði hins vegar hvati til þess að eiga erlend eignarhaldsfélög frekar en innlend. Félag Önnu Sigurlaugar, sem jafnan er kölluð Anna Stella, heldur utan um fjölskylduarf hennar og heitir Wintris Inc. Það hefur verið í eigu hennar frá því ársbyrjun 2008 en hún sjálf greindi frá félaginu í færslu á Facebook-síðu sinni í fyrrakvöld. Kom þá fram að skattar af félaginu hafi alltaf verið greiddir hér og var haft eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra sem svarað hefur spurningum fjölmiðla um málið, að ekkert skattalegt hagræði hafi verið af skráningu félagisins á Bresku Jómfrúareyjunum.Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð króna í slitabú föllnu bankanna Í gær var síðan greint frá því á Vísi að félagið hefði lýst kröfum í slitabú föllnu bankanna upp á um hálfan milljarð króna. Því hafa vaknað spurningar um hvort ekki hefði verið rétt af hálfu forsætisráðherra og konu hans að greina frá eignum hennar í aflandsfélaginu en málið var meðal annars tekið upp á Alþingi þar sem Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, lét stór orð falla: „Þetta setur slagorð Framsóknarflokksins um heimilin í landinu í allt annan og óskemmtilegri búning en hingað til. Það er allt rangt við þetta mál, virðulegi forseti, og það stenst á engan hátt réttmætar lágmarkskröfur sem gerðar eru til stjórnmálamanna.“ Þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, spurður út í málið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en hann kvaðst ekki hafa vitað af erlendum eignum Önnu Stellu. Hann sagðist telja eðlilegast að forsætisráðherra sjálfur myndi svara fyrir málið en kvaðst ekki fá séð að lög og reglur hafi verið brotnar af hálfu Önnu Stellu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38 Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30 Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Wintris Inc., félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, lýsti kröfum í slitabú Kaupþings og Landsbankans. 16. mars 2016 13:38
Fjúkandi reiðir Framsóknarmenn og annað fólk Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnarinnar telja ómaklega vegið að eiginkonu forsætisráðherra. 17. mars 2016 10:28
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Segir Björn Val leiða sorglegan skítaleiðangur Utanríkisráðherra segir eiginkonu forsætisráðherra hafa gert grein fyrir sínum persónulegu fjármálum sem komi störfum Alþingis ekki við. 16. mars 2016 19:30
Áfram rætt um aflandsfélagið: Upplýsa skal um hagsmunaárekstra samkvæmt siðareglum þingmanna Þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á nýsamþykktum reglum í samhengi við mál dagsins í dag. 16. mars 2016 21:45