Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-100 | Stólarnir stálu heimavellinum Sveinn Ólafur Magnússon í Keflavík skrifar 17. mars 2016 21:00 Darrel Lewis skoraði 21 stig. vísir/ernir Keflavík tók á móti Tindastól í fyrsta leik Úrslitakeppninar í Domino´s-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Leikið var í TM-höllinni í Keflavík og var nánast fullt á áhorfendapöllunum. Keflvíkingar höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar og höfðu því heimaleikjaréttinn á Tindastól sem hafnaði í sjötta sæti. Það var mikil spenna fyrir leikinn en stutt er síðan Tindastóll sigraði Keflavík 86 - 82 í hörkuleik í Tm-höllinni þannig að Keflvíkingar höfðu harm að hefna. Það var greinilegt að það var mikið undir í kvöld og hvorugt liðið vilda tapa. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum en Adam var ekki lengi í paradís. Tindastóll náði forustu fljótt og voru ávalt skrefi á undan baráttu glöðum heimamönnum. Myron Dempsey spilaði mjög vel í upphafi og skoraði 15 stig í fyrsta leikhluta en Keflvíkingum gekk ekkert að stöðva hann. Vörn Keflvíkinga var ekki næginlega góð en með þokkalegum sóknarleik misstu þeir ekki Tindastól of langt frá sér. Sama baráttan hélt áfram í öðrum leikhlut og höfðu dómararnir nóg að gera. Tindastóll var að spila mjög vel bæði í vörn og sókn með áður nefndan Myron Dempsey í fararbroti. Keflvíkingar virtust eiga fá svör við leik Tindastóls sem fóri inn í hálfleikinn með sex stiga forystu, 48 - 54. Keflvíkingar komu hálfsofandi inn í seinni hálfleikinn og þegar skammt var liðið á seini hálfleik var Tindastóll komnir með 15 stiga forskot. Sókanarleikur Keflvíkinga var tilviljunarkendur en það má ekki taka neitt af Tindastól að þeir voru að spila góða vörn.Fyrriliði Keflvíkinga, Magnús Þór Gunnarsson, fékk sýna aðra tæknivillu um miðjan þriðja leikhluta og var vikið úr húsi. Þetta virtist kveikja aðeins í heimamönnum. Keflvíkingar náðu að klóra í bakkann áður en þriðji leikhluti var allur og náðu að minnka muninn niður áður en síðasti fjórðungurinn hæfist, 69 - 79. Tindastólsmenn komu að krafti inn í fjórða leikhluta og náðu aftur að auka forskotið sitt. Keflvíkingar neituðu að gefast upp en það gekk erfiðlega að stöðva sóknir Tindastóls. Með góðri baráttu og nokkrum þriggja stiga körfum náðu Keflvíkingar að gera atlögu að Tindastól. Þegar skamm var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö stig og öll stemmningin á bandi heimamanna. Lengar komust þeir hins vegar ekki og Tindastóll sigraði sangjarnt í Keflavík, 90 - 100. Bestir í liði Keflvíkur Reggie Dupree ásamt þeim Guðmundi Jónssyni og Val Orra Valsyni en sá síðar nefndi átti fína spretti í fjórða leikhluta. Jerome Hill, fyrrum leikmaður Tindastóls og núverandi leikmaður Keflvíkinga, var ekki sjón að sjá. Hill endaði reyndar með 15 stig en hann var mjög mistækur í leiknum. Aðrir leikmenn Keflvíkinga áttu einfaldlega ekki góðan dag og verða að gera betur ef ekki á að fara illa í þessari seríu. Leikmenn Tindastóls spiluðu allir mjög vel þó var einn í sérflokki, Myron Dempsey, en hann setti 31 stig í kvöld. Einnig ber að nefna Pétur Rúnar Birgirsson sem stjórnaði leiknum eins og herforingi. Annars voru allir að skila sýnu hjá gestunum.Keflavík-Tindastóll 90-100 (21-29, 27-25, 21-25, 21-21)Keflavík: Reggie Dupree 17/4 fráköst, Jerome Hill 15/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/6 fráköst, Valur Orri Valsson 13/9 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andri Daníelsson 5, Magnús Már Traustason 4.Tindastóll: Myron Dempsey 31/9 fráköst, Darrel Keith Lewis 21/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Anthony Isaiah Gurley 18/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 14/6 fráköst, Viðar Ágústsson 7/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Svavar Atli Birgisson 4. Sigurður: Ef leikmenn hefðu mætt með einbeittninguna í lagi hefði þetta ekki farið svona í kvöld „Við vorum nálægt þeim á köflum í kvöld en það vanntaði upp á einbeittninguna hjá nokkrum leikmönnum hjá okkur í kvöld. Ef leikmenn hefðu mætt með einbeittninguna í lagi hefði þetta ekki farið svona í kvöld.” “Við voru ekkert pirraðir í kvöld. Það voru aðrir sem sáu um þá deild í kvöld, við vorum að reyna spila körfubolta. Fyrir næsta leik verðum við að laga einbeittninguna hjá ákveðnum leikmönnum. Leikmenn verða að fara eftir því sem við leggjum upp með fyrir leiki og gera það vel. Þá erum við fjári góðir,” sagði Sigurður að lokum eftir tap sinna manna í kvöld á móti TindastólJosé Costa: Ég er mjög ánægður með að sigurinn „Ég stoltur af liðinu. Við erum ekki ánægðir að fá á okkur 90 stig en á móti einu af bestu liðunum í deildinni þá er það kannski viðunandi. Við skoruðum 100 stig eitthvað sem ég átti ekki von á en við verðum að gera betur á okkar heimavelli.” “Ég er mjög ánægður með að sigurinn og ná að heimavallaréttinum. Við töpum ekki oft á heimavelli okkar með alla áhorfendurna með okkur þá hef ég ekki miklar áhyggjur. Við verðum að sækja til sigurs í næsta leik, við verðum að halda ró okkar því við erum að mæta mjög góðu liði.”Pétur Rúnar: Við ætluðum að taka einn leik hér og það tókst í kvöld “Við erum búnir að stela heimavallarréttinum, það var markmiðið. Við ætluðum að taka einn leik hér og það tókst í kvöld. Við gerðum mjög vel það sem við lögðum upp með fyrir leikinn og það gekk vel hjá okkur,” sagði Pétur Rúnar glaður eftir sigurinn á Keflvíkingum í kvöld. Tindastóll náði heimavallaréttinum af Keflvíkingum með sigrinum í kvöld “Við voru sjálfum okkur verstir. Við vorum ekki alveg með samskiptin á hreinum og þá misstum við Keflvíkinga í að skjóta þrista og þeir hitta oftast ef þeir fá þá. Bandaríkjamennirnir voru frábærir í kvöld hjá okkur. Þeir tveir eru að smella inni í liðið hjá okkur og vonandi halda þeir áfram á sömu braut. Við ætlum að verja heimavallaréttinn sem við sóttum hér í kvöld og sigra næsta leik í Síkinum,” sagði Pétur Rúnar að lokum.Guðmundur: Andlega hliðin hjá okkur klikkaði í kvöld “Þetta var alveg glatað. Við erum að fá á okkur 100 stig á heimavelli sem er of mikið. Við náðum ekki nógu mörgum stoppum á þá eins og við viljum. Þá náum við hröðum sóknum en það var ekki að gerast í kvöld og þá er sóknin ekki að rúlla eins og við viljum,” sagði Guðmundur eftir tap Keflvíkinga á heimavelli í kvöld. “Andlega hliðin hjá okkur klikkaði í kvöld. Við vorum að fá tæknivillur í tíma og ótíma líka á heimskulegum tímasetningum í leiknum og það vegur þungt í svona mikilvægum leik. Það var einhver spenningum í liðinu eins og dómurunum. Þetta var harður leikur en síðan mátti lítið segja við dómarana þá fengu menn tæknivillur.” “Staðan er bara eitt núll það er ekki ómögulegt að vinna fyrir norðan. Við höfum gert það áður og við ætlum okkur að gera það í næsta leik. Við verðum að vinna allavega einn leik fyrir norðan ef ekki á að fara illa fyrir okkur,” sagði Guðmundur Jónsson, leikmaður Keflvíkinga, fullur af bjartsýni fyrir næsta leik á móti Tindastól.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Keflavík tók á móti Tindastól í fyrsta leik Úrslitakeppninar í Domino´s-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Leikið var í TM-höllinni í Keflavík og var nánast fullt á áhorfendapöllunum. Keflvíkingar höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar og höfðu því heimaleikjaréttinn á Tindastól sem hafnaði í sjötta sæti. Það var mikil spenna fyrir leikinn en stutt er síðan Tindastóll sigraði Keflavík 86 - 82 í hörkuleik í Tm-höllinni þannig að Keflvíkingar höfðu harm að hefna. Það var greinilegt að það var mikið undir í kvöld og hvorugt liðið vilda tapa. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum en Adam var ekki lengi í paradís. Tindastóll náði forustu fljótt og voru ávalt skrefi á undan baráttu glöðum heimamönnum. Myron Dempsey spilaði mjög vel í upphafi og skoraði 15 stig í fyrsta leikhluta en Keflvíkingum gekk ekkert að stöðva hann. Vörn Keflvíkinga var ekki næginlega góð en með þokkalegum sóknarleik misstu þeir ekki Tindastól of langt frá sér. Sama baráttan hélt áfram í öðrum leikhlut og höfðu dómararnir nóg að gera. Tindastóll var að spila mjög vel bæði í vörn og sókn með áður nefndan Myron Dempsey í fararbroti. Keflvíkingar virtust eiga fá svör við leik Tindastóls sem fóri inn í hálfleikinn með sex stiga forystu, 48 - 54. Keflvíkingar komu hálfsofandi inn í seinni hálfleikinn og þegar skammt var liðið á seini hálfleik var Tindastóll komnir með 15 stiga forskot. Sókanarleikur Keflvíkinga var tilviljunarkendur en það má ekki taka neitt af Tindastól að þeir voru að spila góða vörn.Fyrriliði Keflvíkinga, Magnús Þór Gunnarsson, fékk sýna aðra tæknivillu um miðjan þriðja leikhluta og var vikið úr húsi. Þetta virtist kveikja aðeins í heimamönnum. Keflvíkingar náðu að klóra í bakkann áður en þriðji leikhluti var allur og náðu að minnka muninn niður áður en síðasti fjórðungurinn hæfist, 69 - 79. Tindastólsmenn komu að krafti inn í fjórða leikhluta og náðu aftur að auka forskotið sitt. Keflvíkingar neituðu að gefast upp en það gekk erfiðlega að stöðva sóknir Tindastóls. Með góðri baráttu og nokkrum þriggja stiga körfum náðu Keflvíkingar að gera atlögu að Tindastól. Þegar skamm var eftir af leiknum var munurinn aðeins tvö stig og öll stemmningin á bandi heimamanna. Lengar komust þeir hins vegar ekki og Tindastóll sigraði sangjarnt í Keflavík, 90 - 100. Bestir í liði Keflvíkur Reggie Dupree ásamt þeim Guðmundi Jónssyni og Val Orra Valsyni en sá síðar nefndi átti fína spretti í fjórða leikhluta. Jerome Hill, fyrrum leikmaður Tindastóls og núverandi leikmaður Keflvíkinga, var ekki sjón að sjá. Hill endaði reyndar með 15 stig en hann var mjög mistækur í leiknum. Aðrir leikmenn Keflvíkinga áttu einfaldlega ekki góðan dag og verða að gera betur ef ekki á að fara illa í þessari seríu. Leikmenn Tindastóls spiluðu allir mjög vel þó var einn í sérflokki, Myron Dempsey, en hann setti 31 stig í kvöld. Einnig ber að nefna Pétur Rúnar Birgirsson sem stjórnaði leiknum eins og herforingi. Annars voru allir að skila sýnu hjá gestunum.Keflavík-Tindastóll 90-100 (21-29, 27-25, 21-25, 21-21)Keflavík: Reggie Dupree 17/4 fráköst, Jerome Hill 15/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/6 fráköst, Valur Orri Valsson 13/9 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 6, Andri Daníelsson 5, Magnús Már Traustason 4.Tindastóll: Myron Dempsey 31/9 fráköst, Darrel Keith Lewis 21/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Anthony Isaiah Gurley 18/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 14/6 fráköst, Viðar Ágústsson 7/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Svavar Atli Birgisson 4. Sigurður: Ef leikmenn hefðu mætt með einbeittninguna í lagi hefði þetta ekki farið svona í kvöld „Við vorum nálægt þeim á köflum í kvöld en það vanntaði upp á einbeittninguna hjá nokkrum leikmönnum hjá okkur í kvöld. Ef leikmenn hefðu mætt með einbeittninguna í lagi hefði þetta ekki farið svona í kvöld.” “Við voru ekkert pirraðir í kvöld. Það voru aðrir sem sáu um þá deild í kvöld, við vorum að reyna spila körfubolta. Fyrir næsta leik verðum við að laga einbeittninguna hjá ákveðnum leikmönnum. Leikmenn verða að fara eftir því sem við leggjum upp með fyrir leiki og gera það vel. Þá erum við fjári góðir,” sagði Sigurður að lokum eftir tap sinna manna í kvöld á móti TindastólJosé Costa: Ég er mjög ánægður með að sigurinn „Ég stoltur af liðinu. Við erum ekki ánægðir að fá á okkur 90 stig en á móti einu af bestu liðunum í deildinni þá er það kannski viðunandi. Við skoruðum 100 stig eitthvað sem ég átti ekki von á en við verðum að gera betur á okkar heimavelli.” “Ég er mjög ánægður með að sigurinn og ná að heimavallaréttinum. Við töpum ekki oft á heimavelli okkar með alla áhorfendurna með okkur þá hef ég ekki miklar áhyggjur. Við verðum að sækja til sigurs í næsta leik, við verðum að halda ró okkar því við erum að mæta mjög góðu liði.”Pétur Rúnar: Við ætluðum að taka einn leik hér og það tókst í kvöld “Við erum búnir að stela heimavallarréttinum, það var markmiðið. Við ætluðum að taka einn leik hér og það tókst í kvöld. Við gerðum mjög vel það sem við lögðum upp með fyrir leikinn og það gekk vel hjá okkur,” sagði Pétur Rúnar glaður eftir sigurinn á Keflvíkingum í kvöld. Tindastóll náði heimavallaréttinum af Keflvíkingum með sigrinum í kvöld “Við voru sjálfum okkur verstir. Við vorum ekki alveg með samskiptin á hreinum og þá misstum við Keflvíkinga í að skjóta þrista og þeir hitta oftast ef þeir fá þá. Bandaríkjamennirnir voru frábærir í kvöld hjá okkur. Þeir tveir eru að smella inni í liðið hjá okkur og vonandi halda þeir áfram á sömu braut. Við ætlum að verja heimavallaréttinn sem við sóttum hér í kvöld og sigra næsta leik í Síkinum,” sagði Pétur Rúnar að lokum.Guðmundur: Andlega hliðin hjá okkur klikkaði í kvöld “Þetta var alveg glatað. Við erum að fá á okkur 100 stig á heimavelli sem er of mikið. Við náðum ekki nógu mörgum stoppum á þá eins og við viljum. Þá náum við hröðum sóknum en það var ekki að gerast í kvöld og þá er sóknin ekki að rúlla eins og við viljum,” sagði Guðmundur eftir tap Keflvíkinga á heimavelli í kvöld. “Andlega hliðin hjá okkur klikkaði í kvöld. Við vorum að fá tæknivillur í tíma og ótíma líka á heimskulegum tímasetningum í leiknum og það vegur þungt í svona mikilvægum leik. Það var einhver spenningum í liðinu eins og dómurunum. Þetta var harður leikur en síðan mátti lítið segja við dómarana þá fengu menn tæknivillur.” “Staðan er bara eitt núll það er ekki ómögulegt að vinna fyrir norðan. Við höfum gert það áður og við ætlum okkur að gera það í næsta leik. Við verðum að vinna allavega einn leik fyrir norðan ef ekki á að fara illa fyrir okkur,” sagði Guðmundur Jónsson, leikmaður Keflvíkinga, fullur af bjartsýni fyrir næsta leik á móti Tindastól.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira