Jay Williams, fyrrum leikmaður Chicago Bulls, telur að 75-80 prósent leikmanna í NBA-deildinni noti kannabiss á einn eða annan hátt.
Williams segir að það sé tímabært að NBA-deildin endurskoði viðhorf sitt gagnvart kannabisnotkun og slaka á refsingum.
23 fylki í Bandaríkjunum heimila nú kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi og Williams segir að það megi nota kannabis sem bólgueyðandi lyf auk þess sem það dragi úr streitu.
Sjálfur bendir hann á að verkjandistillandi lyf eins og oxycontin séu mun hættulegri.
„Það er auðvelt fyrir lækna að skrifa upp á oxycontin. Ég var háður því í fimm ár þannig að ég veit hvað ég er að tala um,“ sagði Williams.
„En svo þegar maður nefnir marijúana þá fær maður slæm viðbrögð því það á að vera lyf sem leiðir mann í neyslu harðari efna.“
„Allur heimurinn er byrjaður að breyta viðhorfi sínu gagnvart kannabisnotkun samkvæmt læknisráði,“ segir Williams og benidir á að það sé tímabært að NBA-deildin bregðist við því.
Viðtalið við Williams má lesa hér.
