Boðin sjálfboðavinna við fataflokkun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Systurnar dvöldu í þessu húsi í Vík í Mýrdal. vísir/Þórhildur Systrum frá Srí Lanka sem eru þolendur mansals í Vík í Mýrdal var boðið sjálfboðastarf við fataflokkun af ríkinu. „Þær höfðu bara engan áhuga á slíku. Þær vildu bara vinna og fá greitt fyrir sína vinnu og fá sómasamlega framfærslu á meðan ég var að berjast fyrir atvinnuleyfi handa þeim,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Landi lögmönnum og réttargæslumaður systranna. Viðbragðsteymi vegna mansals hélt utan um meðferð systranna og ráðgjafi á vegum þess bauð þeim iðjuna til þess að þær hefðu eitthvað að fást við á meðan þær dvöldu í athvarfinu.Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður hjá Land lögmönnum og réttargæslumaður systranna frá Sri Lanka segist ekki hafa orðið vör við það að viðbragðsteymi hafi boðið lausnir og úrræði.Systurnar fóru úr landi aðfaranótt fimmtudags vegna þess að þær fengu ekki að vinna eftir að þær voru komnar í skjól ríkisins. Þá dvöldu þær aðeins í fáeina daga í Kvennaathvarfinu vegna úrræðaleysis. Fjárhagsaðstoð ríkisins dugði þeim ekki. Þær fengu 761 krónu á dag í aðstoð. „Eins og ég hef áður sagt þá líta þolendur mansals oft ekki á sig sem þolendur og telja sig ekki þurfa neina aðstoð. Það á að sjálfsögðu að fá sálfræðing til þess að ræða við þær strax og meta þeirra ástand og þörf á viðeigandi heilbrigðis- og sálfræðiaðstoð. Ekki bara segja við þær að hitt og þetta sé í boði,“ segir Kristrún og segir þörf á því að endurskoða úrræðin. „Það þarf að vera einhver einn sem sér algerlega um að halda utan um þær og þarfir þeirra og þjónustu á þessum mikilvæga tíma þegar verið er að reyna að ná þeim út úr þeim aðstæðum sem þær voru í. Það á bara að vera eitthvert fastmótað ferli, úrræði sem fara af stað og athvarf sem tekur við þar sem sérfræðingur í velferð mansalsfórnarlamba stendur vaktina og er þeim innan handar allan sólarhringinn,“ segir hún. Mansal í Vík Tengdar fréttir Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Úr athvarfi aftur í Vík Systurnar sem eru farnar af landi brott og eru með stöðu þolenda mansals í Vík í Mýrdal gistu aðeins fáeina daga í Kvennaathvarfinu. Þær fóru aftur til Víkur í Mýrdal um nokkurra daga skeið. 16. mars 2016 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Systrum frá Srí Lanka sem eru þolendur mansals í Vík í Mýrdal var boðið sjálfboðastarf við fataflokkun af ríkinu. „Þær höfðu bara engan áhuga á slíku. Þær vildu bara vinna og fá greitt fyrir sína vinnu og fá sómasamlega framfærslu á meðan ég var að berjast fyrir atvinnuleyfi handa þeim,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Landi lögmönnum og réttargæslumaður systranna. Viðbragðsteymi vegna mansals hélt utan um meðferð systranna og ráðgjafi á vegum þess bauð þeim iðjuna til þess að þær hefðu eitthvað að fást við á meðan þær dvöldu í athvarfinu.Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður hjá Land lögmönnum og réttargæslumaður systranna frá Sri Lanka segist ekki hafa orðið vör við það að viðbragðsteymi hafi boðið lausnir og úrræði.Systurnar fóru úr landi aðfaranótt fimmtudags vegna þess að þær fengu ekki að vinna eftir að þær voru komnar í skjól ríkisins. Þá dvöldu þær aðeins í fáeina daga í Kvennaathvarfinu vegna úrræðaleysis. Fjárhagsaðstoð ríkisins dugði þeim ekki. Þær fengu 761 krónu á dag í aðstoð. „Eins og ég hef áður sagt þá líta þolendur mansals oft ekki á sig sem þolendur og telja sig ekki þurfa neina aðstoð. Það á að sjálfsögðu að fá sálfræðing til þess að ræða við þær strax og meta þeirra ástand og þörf á viðeigandi heilbrigðis- og sálfræðiaðstoð. Ekki bara segja við þær að hitt og þetta sé í boði,“ segir Kristrún og segir þörf á því að endurskoða úrræðin. „Það þarf að vera einhver einn sem sér algerlega um að halda utan um þær og þarfir þeirra og þjónustu á þessum mikilvæga tíma þegar verið er að reyna að ná þeim út úr þeim aðstæðum sem þær voru í. Það á bara að vera eitthvert fastmótað ferli, úrræði sem fara af stað og athvarf sem tekur við þar sem sérfræðingur í velferð mansalsfórnarlamba stendur vaktina og er þeim innan handar allan sólarhringinn,“ segir hún.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Úr athvarfi aftur í Vík Systurnar sem eru farnar af landi brott og eru með stöðu þolenda mansals í Vík í Mýrdal gistu aðeins fáeina daga í Kvennaathvarfinu. Þær fóru aftur til Víkur í Mýrdal um nokkurra daga skeið. 16. mars 2016 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00
Úr athvarfi aftur í Vík Systurnar sem eru farnar af landi brott og eru með stöðu þolenda mansals í Vík í Mýrdal gistu aðeins fáeina daga í Kvennaathvarfinu. Þær fóru aftur til Víkur í Mýrdal um nokkurra daga skeið. 16. mars 2016 07:00