Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Þórdís Valsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 15. mars 2016 07:00 Konurnar bjuggu í þessu húsi og saumuðu föt fyrir Vonta International, undirverktaka Icewear. Mynd/Þórhildur Þorkelsdóttir Systurnar frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal báðu sjálfar um flutning úr landi vegna bágra kjara sinna og úrræðaleysis íslenskra stjórnvalda. Þær dvöldu í Kvennaathvarfinu og var þeim skömmtuð 761 króna á dag. Hefðu þær dvalið á eigin vegum hefðu þær fengið 5.071 krónu á dag. „Það vill enginn hafa það á samviskunni að gera jafnvel illt verra,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, um úrræði stjórnvalda til systranna. Verkalýðsfélögin hafa skorið upp herör gegn misneytingu á starfsfólki og þekking þeirra á vinnumansali hefur aukist.Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. Mynd/Land lögmennAuk systranna eru fjórir aðrir einstaklingar með stöðu brotaþola í mansalsmálinu í Vík, þessir einstaklingar eru allir frá ríkjum innan Evrópu. „Meint brot gegn hinum fjórum skjólstæðingum mínum eru óljós og ekki upplýst. Þeir voru starfsmenn Vonta international þegar húsleit lögreglu átti sér stað,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. IceWear bauð öllum brotaþolunum vinnu og systurnar frá Srí Lanka eru þær einu sem ekki gátu fengið atvinnuleyfi hérlendis þar sem þær eru ekki EES-borgarar. Konunum tveimur stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi á grundvelli þess. Því sótti Kristrún aðallega um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þá er mögulegt að sækja um atvinnuleyfi. Kristrún segir einnig að hún hafi ekki ætlast til þess að Útlendingastofnun tæki tímamótaákvörðun í málinu. „Þess vegna fór ég beint til innanríkisráðherra, til að beita þrýstingi og vonaðist til að þeim yrði veitt mannúðarleyfi vegna skipunar að ofan, en sú skipun kom aldrei,“ segir Kristrún. „Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að taka um það hvernig dvalarleyfi á að veita þeim sem eru fórnarlömb mansals. Ekki ákvörðun sem forstöðumaður stofnunar sem afgreiðir leyfin á að taka,“ segir Kristrún. Konurnar fara ekki aftur til Srí Lanka, þær eru með dvalarleyfi í öðru Evrópulandi og fóru þangað að sögn Kristrúnar. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað.“ Flóttamenn Mansal í Vík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Systurnar frá Srí Lanka sem sættu meintu mansali í Vík í Mýrdal báðu sjálfar um flutning úr landi vegna bágra kjara sinna og úrræðaleysis íslenskra stjórnvalda. Þær dvöldu í Kvennaathvarfinu og var þeim skömmtuð 761 króna á dag. Hefðu þær dvalið á eigin vegum hefðu þær fengið 5.071 krónu á dag. „Það vill enginn hafa það á samviskunni að gera jafnvel illt verra,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, um úrræði stjórnvalda til systranna. Verkalýðsfélögin hafa skorið upp herör gegn misneytingu á starfsfólki og þekking þeirra á vinnumansali hefur aukist.Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. Mynd/Land lögmennAuk systranna eru fjórir aðrir einstaklingar með stöðu brotaþola í mansalsmálinu í Vík, þessir einstaklingar eru allir frá ríkjum innan Evrópu. „Meint brot gegn hinum fjórum skjólstæðingum mínum eru óljós og ekki upplýst. Þeir voru starfsmenn Vonta international þegar húsleit lögreglu átti sér stað,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, réttargæslumaður brotaþolanna. IceWear bauð öllum brotaþolunum vinnu og systurnar frá Srí Lanka eru þær einu sem ekki gátu fengið atvinnuleyfi hérlendis þar sem þær eru ekki EES-borgarar. Konunum tveimur stóð til boða dvalarleyfi á grundvelli gruns um mansal en samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga er ekki möguleiki á að sækja um atvinnuleyfi á grundvelli þess. Því sótti Kristrún aðallega um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þá er mögulegt að sækja um atvinnuleyfi. Kristrún segir einnig að hún hafi ekki ætlast til þess að Útlendingastofnun tæki tímamótaákvörðun í málinu. „Þess vegna fór ég beint til innanríkisráðherra, til að beita þrýstingi og vonaðist til að þeim yrði veitt mannúðarleyfi vegna skipunar að ofan, en sú skipun kom aldrei,“ segir Kristrún. „Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að taka um það hvernig dvalarleyfi á að veita þeim sem eru fórnarlömb mansals. Ekki ákvörðun sem forstöðumaður stofnunar sem afgreiðir leyfin á að taka,“ segir Kristrún. Konurnar fara ekki aftur til Srí Lanka, þær eru með dvalarleyfi í öðru Evrópulandi og fóru þangað að sögn Kristrúnar. „Mjög líklega hafa þær farið aftur í hendurnar á þeim sem sendu þær hingað.“
Flóttamenn Mansal í Vík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48 Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Sjá meira
Gæsluvarðhald framlengt yfir manni sem grunaður er um mansal Héraðsdómur Suðurlands framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa haldið tveimur konum í vinnuþrælkun í Vík í Mýrdal. 4. mars 2016 17:48
Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm þúsund krónur á viku frá ríkinu Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. 14. mars 2016 14:15