Erlingur Gíslason látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2016 09:47 Erlingur Gíslason, leikari, lést á heimili sínu þann 8. mars síðastliðinn. Erlingur var á 83. aldursári en hann fæddist í Reykjavík þann 13. mars 1933. Hann var sonur hjónanna Gísla Ólafssonar, bakarameistara og Kristínar Einarsdóttur, húsmóður. Systkini Erlings eru Anna, f. 30.12.1924, húsmæðrakennari í Reykjavík og Einar Ólafur, f.6.4.1929, flugstjóri í Reykjavík, en hann lést 6.2. 2011. Erlingur lauk stúdentsprófi frá MR 1953, stundaði nám í íslensku við HÍ 1953-54 og lauk prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1954. Þá lauk hann prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-54, nam leikhúsfræði við Háskólann í Vínarborg og leiklist við Leiklistarskóla Helmut Kraus í Vín 1956-57. Auk alls þessa sótti hann leiklistarnámskeið í London og Berlín 1965-66 og námskeið í gerð kvikmyndahandrita hjá Dramatiska Instutetet í Svíþjóð. Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Erlingur var einn af stofnendum Leikklúbbsins Grímu 1961, var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins 1967-69 og Félags íslenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-81. Hann var fulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík á landsfundum Alþýðubandalagsins frá 1987 og sat í framkvæmdarstjórn Leiklistarráðs fyrir Félag leikstjóra á Íslandi 1990-91. Erlingur samdi, ásamt seinni eiginkonu sinni, Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, leikritið Flensað í Malakoff og leikritið Flugleik ásamt fleirum. Erlingur skrifaði handrit að stuttmyndinni Símon Pétur fullu nafni 1988, en fyrir handritið hlaut Erlingur verðlaun Listahátíðar í Reykjavík 1988. Árið 2008 sæmdi forseti Íslands Erling riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. Fyrri eiginkona Erlings var Katrín Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1935, ballett- og gítarkennari. Þau skildu 1961, en hún lést 2.3. 1996. Synir þeirra eru Guðjón, f. 15.12.1955, verkfræðingur og Friðrik, f. 4.3.1962, rithöfundur og skáld. Seinni eiginkona Erlings var Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, leikskáld og leikari, f. 20.2. 1938. Hún lést 21.6. 2008. Sonur þeirra er Benedikt, f. 31.5. 1969, leikari, leikstjóri og kvikmyndahöfundur. Jarðaförin verður auglýst síðar, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Erlingur Gíslason, leikari, lést á heimili sínu þann 8. mars síðastliðinn. Erlingur var á 83. aldursári en hann fæddist í Reykjavík þann 13. mars 1933. Hann var sonur hjónanna Gísla Ólafssonar, bakarameistara og Kristínar Einarsdóttur, húsmóður. Systkini Erlings eru Anna, f. 30.12.1924, húsmæðrakennari í Reykjavík og Einar Ólafur, f.6.4.1929, flugstjóri í Reykjavík, en hann lést 6.2. 2011. Erlingur lauk stúdentsprófi frá MR 1953, stundaði nám í íslensku við HÍ 1953-54 og lauk prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1954. Þá lauk hann prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-54, nam leikhúsfræði við Háskólann í Vínarborg og leiklist við Leiklistarskóla Helmut Kraus í Vín 1956-57. Auk alls þessa sótti hann leiklistarnámskeið í London og Berlín 1965-66 og námskeið í gerð kvikmyndahandrita hjá Dramatiska Instutetet í Svíþjóð. Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Erlingur var einn af stofnendum Leikklúbbsins Grímu 1961, var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins 1967-69 og Félags íslenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-81. Hann var fulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík á landsfundum Alþýðubandalagsins frá 1987 og sat í framkvæmdarstjórn Leiklistarráðs fyrir Félag leikstjóra á Íslandi 1990-91. Erlingur samdi, ásamt seinni eiginkonu sinni, Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, leikritið Flensað í Malakoff og leikritið Flugleik ásamt fleirum. Erlingur skrifaði handrit að stuttmyndinni Símon Pétur fullu nafni 1988, en fyrir handritið hlaut Erlingur verðlaun Listahátíðar í Reykjavík 1988. Árið 2008 sæmdi forseti Íslands Erling riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. Fyrri eiginkona Erlings var Katrín Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1935, ballett- og gítarkennari. Þau skildu 1961, en hún lést 2.3. 1996. Synir þeirra eru Guðjón, f. 15.12.1955, verkfræðingur og Friðrik, f. 4.3.1962, rithöfundur og skáld. Seinni eiginkona Erlings var Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, leikskáld og leikari, f. 20.2. 1938. Hún lést 21.6. 2008. Sonur þeirra er Benedikt, f. 31.5. 1969, leikari, leikstjóri og kvikmyndahöfundur. Jarðaförin verður auglýst síðar, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira