Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 98-68 | Sláturtíð í Síkinu og Keflavík úr leik Ólafur Haukur Tómasson skrifar 28. mars 2016 21:15 Helgi Rafn Viggósson átti frábæran leik í kvöld. Vísir Tindastóll sendi Keflavík í sumarfrí með öruggum 30 stiga sigri í Síkinu í kvöld 98-68 en með sigrinum tryggðu Stólarnir sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stólarnir unnu fyrstu tvo leiki einvígisins nokkuð sannfærandi en Keflvíkingum tókst að koma í veg fyrir sópinn með 24 stiga sigri á heimavelli á dögunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins í hvað myndi stefna. Leikmenn Tindastóls mættu af fullu gasi í leikinn frá fyrstu mínútu og settu tóninn. Eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 30-11 Tindastól í við og það bil var ekkert að fara að minnka. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu að komast aftur inn í leikinn en heimamenn í Tindastól ætluðu ekki að sleppa af þeim takinu. Staðan í hálfleik var 50-28 og voru heimamenn yfir á öllum sviðum körfuboltans. Fljótlega eftir að seinni hálfleikur hófst var munurinn kominn í meira en þrjátíu stig og fór ekkert mikið neðar en það í langan tíma það sem eftir lifði leiks. Mestur var munurinn 35 stig og endaði hann í þrjátíu stigum, 98-68. Það má því segja að Tindastóll hafi farið nokkuð auðveldlega áfram í þessari umferð og séu verðskuldaðir sigurvegarar í einvíginu. Stigaskorun heimamanna var vel dreifð en Myron Dempsey var stigahæstur í liði Tindastóls með 20 stig og Helgi Rafn Viggóson var með ellefu stig og átján fráköst. Jerome Hill var besti leikmaður Keflavíkur í kvöld en hann skoraði 27 stig og vann níu fráköst. Næstur var Guðmundur Jónsson með ellefu stig.VísirJou Costa: Ótrúleg vörn í þrjá leikhluta Jose Maria Costa, þjálfari Tindastóls, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna í kvöld og hann hrósaði varnarleiknum sérstaklega. „Eins og þú getur ímyndað þér þá er ég afar ánægður,“ sagði hann eftir leikinn. „Það er frábært að hafa unnið þetta lið eins og við gerðum.“ Hann segir að það hafi skipt miklu hversu ákafir hans menn voru strax frá fyrstu mínútu. „Það er okkar leikur - að spila hart og hlaupa mikið. Og ef við getum ekki hlaupið þá að fá góða hreyfingu á boltann. Við gerðum það fullkomlega í dag.“ „Varnarleikurinn var lykilatriði. Þeir voru með ellefu stig í fyrsta leikhluta og sautján í öðrum. Vörnin var ótrúleg fyrstu þrjá leikhlutana.“ Hann segist hlakka til undanúrslitanna en óljóst er hvaða liði Stólarnir mæta næst. „Við skulum sjá til hvað Njarðvík gerir. Ef Njarðvík vinnur vitum við ekki hverjum við mætum. Ef Stjarnan vinnur þá fáum við KR.“ „En það er sama hvað gerist, við erum komnir í undanúrslitin og erum hæstánægðir með það.“ Það var troðið hús í Síkinu í kvöld og stemningin mögnuð. Costa segir að það sé frábært að spila við slíkar aðstæður. „Ég sagði leikmönnum að við gætum ekki tapað. Það væri ekki hægt í þessari stemningu. Okkur finnst að við getum ekki tapað á þessum velli.“VísirValur Orri: Fór allt úrskeðis „Það fór allt úrskeðis. Sóknarleikur, varnarleikur, hugarfar, barátta. Það er hægt að telja upp endalaust,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur eftir leikinn. Keflavík átti í miklu basli með að brjóta niður varnarleik Tindastóls í allt kvöld. „Við gerðum þetta ekki saman. Það er okkar helsti óvinur í sóknarleik og náðum við aldrei að koma okkur í gang,“ sagði Valur Orri og játaði því að tapið í kvöld hefði verið mikil vonbrigði. „Við ætluðum að vinna hvern einasta leik í þessari seríu. Þetta var langt frá okkar getu.“VísirHelgi Rafn: Fórum útaf sporinu í síðasta leik en komum sterkir til baka „Fyrstu viðbrögðin eftir leik eru bara jákvæð eins og þú heyrir úr stúkunni. Það var frábær stemming í kvöld og við eigum frábæra stuðningsmenn,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, sáttur að leikslokum í kvöld. „Það er sama hvort við erum hér eða í bænum. Þau styðja alltaf vel við bakið á okkur. Þú finnur ekki betri áhorfendur á Íslandi,“ sagði Helgi þakklátur um stuðninginn sem var magnaður í kvöld. Stólarnir byrjuðu leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti í fyrsta leikhluta. „Við mættum ekki klárir til leiks í Keflavík og við vorum harðákveðnir í að það myndi ekki gerast aftur og við mættum 100% tilbúnir inn í þennan leik í kvöld.“ Helgi tók undir að frákastamunurinn og sterkur varnarleikur liðsins hefði skilað sigrinum að lokum. „Við vorum að gera það sem við gerðum vel í fyrstu tveimur leikjunum. Við fórum út af sporinu í þriðja leik en okkur tókst að laga það og uppskárum sigur upp úr þessu.“ Helgi kvaðst vera spenntur fyrir næstu umferð. „Við erum bara spenntir fyrir þessu. Það verður gaman að sjá hverjum við mætum og við verðum klárir í slaginn þegar að því kemur,“ sagði Helgi að lokum.VísirSigurður: Sjálfstraustið molnaði hægt og bítandi undir liðinu „Það var ansi margt sem fór úrskeiðis hérna í kvöld,“ sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis eftir ljóta útreið gegn Tindastól í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla. „Við vorum bara slakir, hreint út sagt mjög slakir í kvöld. Við hittum illa og sjálfstraustið molnaði hægt og bítandi í liðinu eftir því sem leið á leikinn í kvöld.“ Sigurður tók undir að Keflvíkingar hefðu ekki verið nægilega grimmir í baráttunni um fráköst í kvöld. „Það fór úrskeiðis í dag og við megum ekki við því í svona leikjum. Hugarfarið var ekki nægilega gott og leikmennirnir virtust ekki vilja laga það. Við erum með lítið lið og þegar þetta er ekki í lagi erum við lélegir.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Tindastóll sendi Keflavík í sumarfrí með öruggum 30 stiga sigri í Síkinu í kvöld 98-68 en með sigrinum tryggðu Stólarnir sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stólarnir unnu fyrstu tvo leiki einvígisins nokkuð sannfærandi en Keflvíkingum tókst að koma í veg fyrir sópinn með 24 stiga sigri á heimavelli á dögunum. Það sást strax á fyrstu mínútum leiksins í hvað myndi stefna. Leikmenn Tindastóls mættu af fullu gasi í leikinn frá fyrstu mínútu og settu tóninn. Eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 30-11 Tindastól í við og það bil var ekkert að fara að minnka. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu að komast aftur inn í leikinn en heimamenn í Tindastól ætluðu ekki að sleppa af þeim takinu. Staðan í hálfleik var 50-28 og voru heimamenn yfir á öllum sviðum körfuboltans. Fljótlega eftir að seinni hálfleikur hófst var munurinn kominn í meira en þrjátíu stig og fór ekkert mikið neðar en það í langan tíma það sem eftir lifði leiks. Mestur var munurinn 35 stig og endaði hann í þrjátíu stigum, 98-68. Það má því segja að Tindastóll hafi farið nokkuð auðveldlega áfram í þessari umferð og séu verðskuldaðir sigurvegarar í einvíginu. Stigaskorun heimamanna var vel dreifð en Myron Dempsey var stigahæstur í liði Tindastóls með 20 stig og Helgi Rafn Viggóson var með ellefu stig og átján fráköst. Jerome Hill var besti leikmaður Keflavíkur í kvöld en hann skoraði 27 stig og vann níu fráköst. Næstur var Guðmundur Jónsson með ellefu stig.VísirJou Costa: Ótrúleg vörn í þrjá leikhluta Jose Maria Costa, þjálfari Tindastóls, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna í kvöld og hann hrósaði varnarleiknum sérstaklega. „Eins og þú getur ímyndað þér þá er ég afar ánægður,“ sagði hann eftir leikinn. „Það er frábært að hafa unnið þetta lið eins og við gerðum.“ Hann segir að það hafi skipt miklu hversu ákafir hans menn voru strax frá fyrstu mínútu. „Það er okkar leikur - að spila hart og hlaupa mikið. Og ef við getum ekki hlaupið þá að fá góða hreyfingu á boltann. Við gerðum það fullkomlega í dag.“ „Varnarleikurinn var lykilatriði. Þeir voru með ellefu stig í fyrsta leikhluta og sautján í öðrum. Vörnin var ótrúleg fyrstu þrjá leikhlutana.“ Hann segist hlakka til undanúrslitanna en óljóst er hvaða liði Stólarnir mæta næst. „Við skulum sjá til hvað Njarðvík gerir. Ef Njarðvík vinnur vitum við ekki hverjum við mætum. Ef Stjarnan vinnur þá fáum við KR.“ „En það er sama hvað gerist, við erum komnir í undanúrslitin og erum hæstánægðir með það.“ Það var troðið hús í Síkinu í kvöld og stemningin mögnuð. Costa segir að það sé frábært að spila við slíkar aðstæður. „Ég sagði leikmönnum að við gætum ekki tapað. Það væri ekki hægt í þessari stemningu. Okkur finnst að við getum ekki tapað á þessum velli.“VísirValur Orri: Fór allt úrskeðis „Það fór allt úrskeðis. Sóknarleikur, varnarleikur, hugarfar, barátta. Það er hægt að telja upp endalaust,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur eftir leikinn. Keflavík átti í miklu basli með að brjóta niður varnarleik Tindastóls í allt kvöld. „Við gerðum þetta ekki saman. Það er okkar helsti óvinur í sóknarleik og náðum við aldrei að koma okkur í gang,“ sagði Valur Orri og játaði því að tapið í kvöld hefði verið mikil vonbrigði. „Við ætluðum að vinna hvern einasta leik í þessari seríu. Þetta var langt frá okkar getu.“VísirHelgi Rafn: Fórum útaf sporinu í síðasta leik en komum sterkir til baka „Fyrstu viðbrögðin eftir leik eru bara jákvæð eins og þú heyrir úr stúkunni. Það var frábær stemming í kvöld og við eigum frábæra stuðningsmenn,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, sáttur að leikslokum í kvöld. „Það er sama hvort við erum hér eða í bænum. Þau styðja alltaf vel við bakið á okkur. Þú finnur ekki betri áhorfendur á Íslandi,“ sagði Helgi þakklátur um stuðninginn sem var magnaður í kvöld. Stólarnir byrjuðu leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti í fyrsta leikhluta. „Við mættum ekki klárir til leiks í Keflavík og við vorum harðákveðnir í að það myndi ekki gerast aftur og við mættum 100% tilbúnir inn í þennan leik í kvöld.“ Helgi tók undir að frákastamunurinn og sterkur varnarleikur liðsins hefði skilað sigrinum að lokum. „Við vorum að gera það sem við gerðum vel í fyrstu tveimur leikjunum. Við fórum út af sporinu í þriðja leik en okkur tókst að laga það og uppskárum sigur upp úr þessu.“ Helgi kvaðst vera spenntur fyrir næstu umferð. „Við erum bara spenntir fyrir þessu. Það verður gaman að sjá hverjum við mætum og við verðum klárir í slaginn þegar að því kemur,“ sagði Helgi að lokum.VísirSigurður: Sjálfstraustið molnaði hægt og bítandi undir liðinu „Það var ansi margt sem fór úrskeiðis hérna í kvöld,“ sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis eftir ljóta útreið gegn Tindastól í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla. „Við vorum bara slakir, hreint út sagt mjög slakir í kvöld. Við hittum illa og sjálfstraustið molnaði hægt og bítandi í liðinu eftir því sem leið á leikinn í kvöld.“ Sigurður tók undir að Keflvíkingar hefðu ekki verið nægilega grimmir í baráttunni um fráköst í kvöld. „Það fór úrskeiðis í dag og við megum ekki við því í svona leikjum. Hugarfarið var ekki nægilega gott og leikmennirnir virtust ekki vilja laga það. Við erum með lítið lið og þegar þetta er ekki í lagi erum við lélegir.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira