Fótbolti

Suárez: Efaðist um að ég væri nógu góður fyrir Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Suárez hefur verið óstöðvandi í vetur.
Suárez hefur verið óstöðvandi í vetur. vísir/getty
Luis Suárez segist hafa haft efasemdir um að hann væri nógu góður til að spila með Barcelona.

Úrúgvæinn gekk til liðs við Barcelona frá Liverpool sumarið 2014 og hefur síðan þá skorað 68 mörk í 86 leikjum fyrir Katalóníuliðið og hjálpaði því að vinna þrennuna svokölluðu í fyrra.

„Draumur minn var að spila með Barcelona en ég var ekki viss um að ég væri nógu góður til að vera framherji liðsins,“ sagði Suárez sem hefur svo sannarlega afsannað efasemdirnar um eigið ágæti.

„Þig dreymir alltaf um að spila með þeim bestu og það er ég að gera, að spila með Messi, Iniesta, Busquets og fleirum.“

Suárez sneri aftur í úrúgvæska landsliðið á föstudaginn eftir langt bann og tryggði því jafntefli gegn Brasilíu í undankeppni HM 2018.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×