Forráðamenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund eiga að vera undirbúa tilboð í Þjóðverjann Maro Gotze frá Bayern Munchen.
Gotze lék með Dortmund lengi vel og fór til FC Bayern árið 2013 og var í algjöru lykilhlutverkið hjá félaginu fyrstu tvö tímabilin. Gotze skoraði eftirminnilega sigurmark Þjóðverja í úrslitaleiknum á HM árið 2014.
Á þessu tímabili hefur leikmaðurinn aðeins byrjað í fimm leikjum undir stjórn Pep Guardiola hjá FC Bayern og kemur fram í þýska blaðinu Bild að Gotze vilji fara aftur ti Dortmund.
Þar segir einnig að leikmaðurinn sé á óskalista Jurgen Klopp hjá Liverpool en Gotze lék undir hans stjórn hjá Dortmund.
Vilja Gotze aftur heim
Stefán Árni Pálsson skrifar
