Fórnarlömb árásanna frá 40 þjóðum Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2016 14:00 Umfangsmikil leit stendur yfir í Brussel. Vísir/AFP Það sem við vitum Sprengjur voru sprengdar á Zavantem flugvellinum og í lest við Maelbeek lestarstöðina í gærmorgun. Minnst 31 lét lífið. Þar af ellefu á flugvellinum og tuttugu í lestinni. Um 270 eru særðir og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir. Bræðurnir Khalid og Ibrahim el-Bakraoui eru sagðir hafa sprengt sig í loft upp. Ibrahim á flugvellinum og Khalid í lestinni. Ekki er búið að bera kennsl á annan sprengjumanninn á flugvellinum. Bræðurnir fæddust báðir í Belgíu og eiga langan sakaferil að baki. Najim Laachraoui, sem talinn er vera sprengjugerðamaður hópsins, gengur enn laus. Hann var þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum en flúði þegar sprengja hans sprakk ekki. Miðlar í Belgíu birtu í morgun fréttir um að hann hefði verið handtekinn en þær voru dregnar til baka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Sprengjugerðarbúnaður fannst í íbúð í borginni og var þar mikið magn af sprengiefni, nöglum, skrúfum og fleira. Fáni ISIS fannst einnig þar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast um Evrópu. Hryðjuverkasamtök skipuleggi að fremja frekari hryðjuverk í náinni framtíð. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa nú yfir í Belgíu og hafa leitir verið framkvæmdar víða. Ríkissaksóknari Belgíu segir minnst 31 vera látinn vegna árásanna í Brussel í gær og að um 270 hafi særst. Mögulegt er að tala látinna muni hækka, þar sem nokkrir einstaklingar eru enn týndir og erfitt hefur reynst að bera kennsl á lík úr lestinni við Maelbeek stöðina.Sjá einnig: Myndir frá árásunum í Brussel Þeir þrír sem gerðu árásirnar á flugvellinum fóru þangað með leigubíl, en bílstjórinn gat bent lögreglunni á hvar hann tók þá upp í bíl sinn.Frederic Van Leeuw segir að þar hafi lögreglan fundið fundið fartölvu Ibrahim el-Bakjraoui. Þar hafi hann skrifað að hann teldi lögregluna vera að leita að sér og að hann vildi ekki fara í fangelsi.Árásirnar í Brussel tengjast árásunum í París í nóvember.Vísir/GraphicNewsVan Leeuw sagði tvo hafa verið handtekna vegna rannsóknarinnar, en að öðrum þeirra hefði verið sleppt.Tengjast árásunum í París Lögreglan leitar nú að Najim Laachraoui, en hann er talinn hafa verið þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum. Það hefur ekki verið staðfest af lögreglu, en fjölmiðlar ganga út frá því að svo sé. Laachraoui er einnig talinn hafa gert sprengjur fyrir árásarmennina í París. Undanfarna daga hefur hann verið á flótta undan lögreglu, eftir að gert var áhlaup á íbúð sem hann var í ásamt Salah Abdeslam, sem tók þátt í árásunum í París. Samkvæmt AFP fréttaveitunni tilheyra látnir og særðir um 40 þjóðum. Þeir komi frá Norður og Suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu. Þá særðust fjórir starfsmenn framkvæmdatjórnar ESB. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald 23. mars 2016 07:00 Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum. 23. mars 2016 12:09 Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð. 23. mars 2016 11:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Það sem við vitum Sprengjur voru sprengdar á Zavantem flugvellinum og í lest við Maelbeek lestarstöðina í gærmorgun. Minnst 31 lét lífið. Þar af ellefu á flugvellinum og tuttugu í lestinni. Um 270 eru særðir og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir. Bræðurnir Khalid og Ibrahim el-Bakraoui eru sagðir hafa sprengt sig í loft upp. Ibrahim á flugvellinum og Khalid í lestinni. Ekki er búið að bera kennsl á annan sprengjumanninn á flugvellinum. Bræðurnir fæddust báðir í Belgíu og eiga langan sakaferil að baki. Najim Laachraoui, sem talinn er vera sprengjugerðamaður hópsins, gengur enn laus. Hann var þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum en flúði þegar sprengja hans sprakk ekki. Miðlar í Belgíu birtu í morgun fréttir um að hann hefði verið handtekinn en þær voru dregnar til baka. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Sprengjugerðarbúnaður fannst í íbúð í borginni og var þar mikið magn af sprengiefni, nöglum, skrúfum og fleira. Fáni ISIS fannst einnig þar. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur varað Bandaríkjamenn við því að ferðast um Evrópu. Hryðjuverkasamtök skipuleggi að fremja frekari hryðjuverk í náinni framtíð. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa nú yfir í Belgíu og hafa leitir verið framkvæmdar víða. Ríkissaksóknari Belgíu segir minnst 31 vera látinn vegna árásanna í Brussel í gær og að um 270 hafi særst. Mögulegt er að tala látinna muni hækka, þar sem nokkrir einstaklingar eru enn týndir og erfitt hefur reynst að bera kennsl á lík úr lestinni við Maelbeek stöðina.Sjá einnig: Myndir frá árásunum í Brussel Þeir þrír sem gerðu árásirnar á flugvellinum fóru þangað með leigubíl, en bílstjórinn gat bent lögreglunni á hvar hann tók þá upp í bíl sinn.Frederic Van Leeuw segir að þar hafi lögreglan fundið fundið fartölvu Ibrahim el-Bakjraoui. Þar hafi hann skrifað að hann teldi lögregluna vera að leita að sér og að hann vildi ekki fara í fangelsi.Árásirnar í Brussel tengjast árásunum í París í nóvember.Vísir/GraphicNewsVan Leeuw sagði tvo hafa verið handtekna vegna rannsóknarinnar, en að öðrum þeirra hefði verið sleppt.Tengjast árásunum í París Lögreglan leitar nú að Najim Laachraoui, en hann er talinn hafa verið þriðji árásarmaðurinn á flugvellinum. Það hefur ekki verið staðfest af lögreglu, en fjölmiðlar ganga út frá því að svo sé. Laachraoui er einnig talinn hafa gert sprengjur fyrir árásarmennina í París. Undanfarna daga hefur hann verið á flótta undan lögreglu, eftir að gert var áhlaup á íbúð sem hann var í ásamt Salah Abdeslam, sem tók þátt í árásunum í París. Samkvæmt AFP fréttaveitunni tilheyra látnir og særðir um 40 þjóðum. Þeir komi frá Norður og Suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu. Þá særðust fjórir starfsmenn framkvæmdatjórnar ESB.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald 23. mars 2016 07:00 Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum. 23. mars 2016 12:09 Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð. 23. mars 2016 11:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Sjálfsvígsrásirnar í Brussel kostuðu að minnsta kosti 30 manns lífið. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð. Tveir grunaðir vitorðsmenn voru handteknir og lýst er eftir þeim þriðja. Forsætisráðherra Belgíu hvetur fólk til að hald 23. mars 2016 07:00
Lifði af sína þriðju hryðjuverkaárás Hinn nítján ára gamli Mason Wells hefur upplifað þrjár hryðjuverkaárásir og sloppið lifandi frá þeim öllum. 23. mars 2016 12:09
Hver eru viðbrögð utanríkisráðuneytisins þegar hryðjuverk eru framin? Sérstakt neyðarteymi er strax ræst út og samfélagsmiðlar hjálpa mjög til við að afla uppýsinga um Íslendinga þegar hryðjuverkaárás er gerð. 23. mars 2016 11:00
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16