Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 95-71 | Keflavík enn á lífi Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni skrifar 23. mars 2016 22:00 Jerome Hill átti stórleik í kvöld. Vísir Keflavík minnkaði muninn í 2-1 í rimmunni gegn Tindastóli með afar sannfærandi sigri í leik liðanna í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru komnir út í horn eftir að hafa lent 2-0 undir í rimmunni en minntu rækilega á sig með frammistöðunni í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik er Keflavík náði að keyra yfir Stólana. Fjórði leikurinn fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á mánudagskvöldið. Búast mátti við hörkuleik í kvöld því það var að duga eða drepast fyrir Keflvíkinga sem hafa ekki fundið sama takt eins og fyrir áramót. Tindastóll hefur aftur á móti verið að spila mjög vel undafarna leiki og ekki tapað í níu leikjum í röð. Með sigri gátu Tindastólsmenn komist í undanúrslitin og þar með sent Keflavíkinga í snemmbúið sumarfrí. Tindastóll byrjaði leikinn mjög vel og voru fastir fyrir í vörninni en Keflvíkingum gekk illa að koma boltanum ofaní körfuna. Keflvíkingar virtust eiga fá svör við góðum varnaleik gestanna í upphafi leiks. Það var greinilegt að Darrel Keith Lewis hafði hitað vel upp því hann var sjóð heitur í fyrsta leikhluta og skoraði hverja körfuna á fætur annari. Tindastóll náði mest tíu stiga forskoti og útlitið ekki gott fyrir heimamenn. Fátt gekk upp hjá Keflvíkingum sem virkuðu taugaóstyrkir og gerðu sig seka um mistök. Tindastóll leiddu eftir fyrsta leikhluta 25 - 31. Gestirnir héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta; spiluðu fasta vörn og agaðan sóknarleik. Um miðjan annan leikhluta kom frábær kafli hjá Keflvíkingum. Þeir keyrði upp hraðann og fóru að spila sinn leik, „run and gun,” allt gekk upp hjá þeim á meðan gekk lítið upp hjá Tindastól. Keflvíkingar söxuðu á forskot Tindastóls og komust yfir fyrsta skiptið í leiknum þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Leikmenn Tindastóls voru ekki af baki dottnir og neituðu að gefast upp og náðu jafna undir lok fyrri hálfleiks. Liðin voru jöfn þegar flautað var til leikhlés, 49 - 49. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og skoruðu fyrstu ellefu stigin í seinni hálfleik. Tindastólsmenn áttu fá svör við gríðalegri góðri byrjum Keflvíkinga og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Það var ekki eingöngu sóknarleikurinn sem var frábær hjá Keflvíkingum heldur var vörnin að halda vel. Keflvíkingar héldu góðu forskoti á Tindastól út fjórða leikhluta og voru með ellefu stiga forskot þegar þriðji leikhluta lauk, 76 - 63. Sama var uppi á teningnum í fjórða leikhluta og þeim þriðja. Keflvíkingar voru með yfirhöndina á öllum vígstöðum á vellinum. Það hjálpaði ekki Tindastól að þeir voru að hitta frekar illa á þessum tíma í leiknum. Keflvíkingar náðu að keyra upp hraðann í leiknum ásamt því að ýta Tindastólsmönnum úr sýnum stöðum. Lykilmenn hjá Tindastól voru komnir í villuvandræði og ekki var það til þess að hjálpa þeim. Tindastóll átti fá svör við frábærum leik Keflvíkinga í seinni hálfleik sem spiluðu nánast óaðfinnanlega allan hálfleikinn. Lokatölur í leiknum urðu 95 - 71 fyrir Keflavík sem unnu sanngjarnan sigur og náðu sér þar með í líflínu í úrslitakeppninni. Bestir í annars mjög jöfnu liði Keflvíkinga voru þeir Jerome Hill, sem átti an efa sinn besta leik síðan hann kom til Keflavíkur en hann setti 28 stig, tók 21 frákast og skilaði heilum 52 framlagspunktum. Einnig var Magnús Már Traustason að spila mjög vel í kvöld en hann skoraði 24 stig og tók 8 fráköst og Valur Orri Valsson setti niður 17 stig. Í liði Tindastóls var Darrel Keith Lewis eini með lífsmarki en hann skoraði 22 stig, flest í fyrri hálfleik, og tók 11 fráköst. Aðrir leikmenn voru einfaldlega langt frá sýnu besta í kvöld.Sigurður: Þeta var kærkomið Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var afskaplega ánægður í lok leiks í kvöld eftir sigur Keflavíkinga á liði Tindastóls „Þetta var kærkomið svona á þetta að vera; mikið fjör og góð lið að spila. Þetta er eins og úrslitakeppnir eiga að vera. Við náðum að keyra upp hraðan undir lok fyrri hálfleiks og héldum því árfam út leikinn,” sagði Sigurður. Það kom framlag af varamannabekk Keflvíkinga í kvöld eitthvað sem hefur vantað í úrslitakeppninni til þessa „Við vorum að fá fleiri leikmenn að leggja í púkkið en það hefur vantað hjá okkur í síðustu leikjum. Ég var mjög ánægður með það. Við vorum einnig að missa boltann sjaldnar sem við lögðum upp með fyrir leik. Þeir drápu okkur í fráköstum í síðast leik og við ætluðum að koma í veg fyrir það og það tókst,” sagði Sigurður að lokumMagnús Már: Strákarnir í liðinum voru að finna mig og ég setti niður skotin Magnús Már Traustason, leikmaður Keflavíkur, átti stóleik í kvöld á báðaum endum vallarins. „Við vorum að setja niður skotin okkar einnig voru strákarnir í liðinu að finna mig vel og ég setti skotin niður. Við vorum að spila svona vel í upphafi á tímabilinu og við vildum finna þann takt aftur og það gekk í kvöld.” „Við létum boltann flæða vel í sókninni og skotin voru að detta hjá okkur. Við náðum að stoppa flæðið í sóknarleik þeirra og þá kom sóknin sem við viljum spila. Næsti leikur leggst vel í mig. Við ætlum að mæta klárir í þann leik, við getum alveg unnið þá við erum búnir að sýna það en það verður erfitt,” sagði Magnús Már sem átti stórleik í kvöld.Costa: Við verðum að líta í eiginn barm og spila betur José Maria Costa Gómez, þjálfari Tindastóls, var að vonum ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Það er ekki hægt að vinna körfuboltaleik með svona frammistöðu. Liðið var að hitta mjög illa í kvöld en það má ekki taka af Keflvíkingum að þeir voru fastir fyrir í vörninni. Það er enginn afsökum við verðum að líta í eiginn barm og spila betur,” sagði José Costa, þjálfari Tindastóls. Lítið flæði var í sóknarleik Tindastóls í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega varnalega en sóknalega var mikið um einstaklingsframlög frekar en liðsheld og það gengu oftast ekki vel. Við erum vanir að spila sem lið en það gekk ekki vel í kvöld.”Pétur Rúnar: Við ætluðum að klára þetta í kvöld en það gekk ekki Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var að vonum ekkert sérstaklega kátur í leikslok eftir tapið. „Við ætluðum að klára þetta í kvöld en það gekk ekki þannig að við verðum að taka þá heima. Við skorum ekki nema tuttugu og tvö stig í seinni hálfleik þannig að þeir voru að gera mjög vel varnalega í seinni hálfleik.” Tindastóll skoraði eingöngu 22 stig í seinni hálfleik í kvöld. „Það hjálpaði heldur ekki hvað við vorum að hitta illa í kvöld. Þetta vildi ekki detta fyrir okkur í seinni hálfleik. Við höfum næsta leik til þess að klára þetta sem við erum byrjaðir á og ætlum okkur að gera það.”Keflavík-Tindastóll 95-71 (25-31, 24-18, 27-14, 19-8)Keflavík: Jerome Hill 28/21 fráköst/3 varin skot, Magnús Már Traustason 24/8 fráköst, Valur Orri Valsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Reggie Dupree 7/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 7/4 fráköst, Ágúst Orrason 6, Andrés Kristleifsson 3/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 3.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 22/11 fráköst, Anthony Isaiah Gurley 11/4 fráköst, Viðar Ágústsson 11/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Myron Dempsey 9/8 fráköst/4 varin skot, Helgi Rafn Viggósson 6/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Keflavík minnkaði muninn í 2-1 í rimmunni gegn Tindastóli með afar sannfærandi sigri í leik liðanna í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru komnir út í horn eftir að hafa lent 2-0 undir í rimmunni en minntu rækilega á sig með frammistöðunni í kvöld, sérstaklega í síðari hálfleik er Keflavík náði að keyra yfir Stólana. Fjórði leikurinn fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á mánudagskvöldið. Búast mátti við hörkuleik í kvöld því það var að duga eða drepast fyrir Keflvíkinga sem hafa ekki fundið sama takt eins og fyrir áramót. Tindastóll hefur aftur á móti verið að spila mjög vel undafarna leiki og ekki tapað í níu leikjum í röð. Með sigri gátu Tindastólsmenn komist í undanúrslitin og þar með sent Keflavíkinga í snemmbúið sumarfrí. Tindastóll byrjaði leikinn mjög vel og voru fastir fyrir í vörninni en Keflvíkingum gekk illa að koma boltanum ofaní körfuna. Keflvíkingar virtust eiga fá svör við góðum varnaleik gestanna í upphafi leiks. Það var greinilegt að Darrel Keith Lewis hafði hitað vel upp því hann var sjóð heitur í fyrsta leikhluta og skoraði hverja körfuna á fætur annari. Tindastóll náði mest tíu stiga forskoti og útlitið ekki gott fyrir heimamenn. Fátt gekk upp hjá Keflvíkingum sem virkuðu taugaóstyrkir og gerðu sig seka um mistök. Tindastóll leiddu eftir fyrsta leikhluta 25 - 31. Gestirnir héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta; spiluðu fasta vörn og agaðan sóknarleik. Um miðjan annan leikhluta kom frábær kafli hjá Keflvíkingum. Þeir keyrði upp hraðann og fóru að spila sinn leik, „run and gun,” allt gekk upp hjá þeim á meðan gekk lítið upp hjá Tindastól. Keflvíkingar söxuðu á forskot Tindastóls og komust yfir fyrsta skiptið í leiknum þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Leikmenn Tindastóls voru ekki af baki dottnir og neituðu að gefast upp og náðu jafna undir lok fyrri hálfleiks. Liðin voru jöfn þegar flautað var til leikhlés, 49 - 49. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og skoruðu fyrstu ellefu stigin í seinni hálfleik. Tindastólsmenn áttu fá svör við gríðalegri góðri byrjum Keflvíkinga og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Það var ekki eingöngu sóknarleikurinn sem var frábær hjá Keflvíkingum heldur var vörnin að halda vel. Keflvíkingar héldu góðu forskoti á Tindastól út fjórða leikhluta og voru með ellefu stiga forskot þegar þriðji leikhluta lauk, 76 - 63. Sama var uppi á teningnum í fjórða leikhluta og þeim þriðja. Keflvíkingar voru með yfirhöndina á öllum vígstöðum á vellinum. Það hjálpaði ekki Tindastól að þeir voru að hitta frekar illa á þessum tíma í leiknum. Keflvíkingar náðu að keyra upp hraðann í leiknum ásamt því að ýta Tindastólsmönnum úr sýnum stöðum. Lykilmenn hjá Tindastól voru komnir í villuvandræði og ekki var það til þess að hjálpa þeim. Tindastóll átti fá svör við frábærum leik Keflvíkinga í seinni hálfleik sem spiluðu nánast óaðfinnanlega allan hálfleikinn. Lokatölur í leiknum urðu 95 - 71 fyrir Keflavík sem unnu sanngjarnan sigur og náðu sér þar með í líflínu í úrslitakeppninni. Bestir í annars mjög jöfnu liði Keflvíkinga voru þeir Jerome Hill, sem átti an efa sinn besta leik síðan hann kom til Keflavíkur en hann setti 28 stig, tók 21 frákast og skilaði heilum 52 framlagspunktum. Einnig var Magnús Már Traustason að spila mjög vel í kvöld en hann skoraði 24 stig og tók 8 fráköst og Valur Orri Valsson setti niður 17 stig. Í liði Tindastóls var Darrel Keith Lewis eini með lífsmarki en hann skoraði 22 stig, flest í fyrri hálfleik, og tók 11 fráköst. Aðrir leikmenn voru einfaldlega langt frá sýnu besta í kvöld.Sigurður: Þeta var kærkomið Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var afskaplega ánægður í lok leiks í kvöld eftir sigur Keflavíkinga á liði Tindastóls „Þetta var kærkomið svona á þetta að vera; mikið fjör og góð lið að spila. Þetta er eins og úrslitakeppnir eiga að vera. Við náðum að keyra upp hraðan undir lok fyrri hálfleiks og héldum því árfam út leikinn,” sagði Sigurður. Það kom framlag af varamannabekk Keflvíkinga í kvöld eitthvað sem hefur vantað í úrslitakeppninni til þessa „Við vorum að fá fleiri leikmenn að leggja í púkkið en það hefur vantað hjá okkur í síðustu leikjum. Ég var mjög ánægður með það. Við vorum einnig að missa boltann sjaldnar sem við lögðum upp með fyrir leik. Þeir drápu okkur í fráköstum í síðast leik og við ætluðum að koma í veg fyrir það og það tókst,” sagði Sigurður að lokumMagnús Már: Strákarnir í liðinum voru að finna mig og ég setti niður skotin Magnús Már Traustason, leikmaður Keflavíkur, átti stóleik í kvöld á báðaum endum vallarins. „Við vorum að setja niður skotin okkar einnig voru strákarnir í liðinu að finna mig vel og ég setti skotin niður. Við vorum að spila svona vel í upphafi á tímabilinu og við vildum finna þann takt aftur og það gekk í kvöld.” „Við létum boltann flæða vel í sókninni og skotin voru að detta hjá okkur. Við náðum að stoppa flæðið í sóknarleik þeirra og þá kom sóknin sem við viljum spila. Næsti leikur leggst vel í mig. Við ætlum að mæta klárir í þann leik, við getum alveg unnið þá við erum búnir að sýna það en það verður erfitt,” sagði Magnús Már sem átti stórleik í kvöld.Costa: Við verðum að líta í eiginn barm og spila betur José Maria Costa Gómez, þjálfari Tindastóls, var að vonum ekki sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Það er ekki hægt að vinna körfuboltaleik með svona frammistöðu. Liðið var að hitta mjög illa í kvöld en það má ekki taka af Keflvíkingum að þeir voru fastir fyrir í vörninni. Það er enginn afsökum við verðum að líta í eiginn barm og spila betur,” sagði José Costa, þjálfari Tindastóls. Lítið flæði var í sóknarleik Tindastóls í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik. „Í fyrri hálfleik vorum við að spila ágætlega varnalega en sóknalega var mikið um einstaklingsframlög frekar en liðsheld og það gengu oftast ekki vel. Við erum vanir að spila sem lið en það gekk ekki vel í kvöld.”Pétur Rúnar: Við ætluðum að klára þetta í kvöld en það gekk ekki Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var að vonum ekkert sérstaklega kátur í leikslok eftir tapið. „Við ætluðum að klára þetta í kvöld en það gekk ekki þannig að við verðum að taka þá heima. Við skorum ekki nema tuttugu og tvö stig í seinni hálfleik þannig að þeir voru að gera mjög vel varnalega í seinni hálfleik.” Tindastóll skoraði eingöngu 22 stig í seinni hálfleik í kvöld. „Það hjálpaði heldur ekki hvað við vorum að hitta illa í kvöld. Þetta vildi ekki detta fyrir okkur í seinni hálfleik. Við höfum næsta leik til þess að klára þetta sem við erum byrjaðir á og ætlum okkur að gera það.”Keflavík-Tindastóll 95-71 (25-31, 24-18, 27-14, 19-8)Keflavík: Jerome Hill 28/21 fráköst/3 varin skot, Magnús Már Traustason 24/8 fráköst, Valur Orri Valsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Reggie Dupree 7/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 7/4 fráköst, Ágúst Orrason 6, Andrés Kristleifsson 3/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 3.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 22/11 fráköst, Anthony Isaiah Gurley 11/4 fráköst, Viðar Ágústsson 11/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Myron Dempsey 9/8 fráköst/4 varin skot, Helgi Rafn Viggósson 6/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira