„Gátum ekki ímyndað okkar að árásirnar yrðu af þessari stærðargráðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2016 21:45 Fjöldi fólks hefur safnast saman í Brussel í kvöld til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum í morgun. vísir/getty Jan Jambon, innanríkisráðherra Belgíu, segir að yfirvöld hafi vitað að öfgamenn væru að leggja á ráðin um einhverjar aðgerðir í Evrópu en hann segir að alvarleiki og umfang hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun hafi komið á óvart. „Það var alltaf möguleiki á fleiri árásum en við gátum ekki ímyndað okkar að þær yrðu af þessari stærðargráðu. [...] Við höfðum engar upplýsingar um þetta, en við vissum þó að það væri eitthvað í gangi í Evrópu, í mismunandi löndum, Frakklandi, Þýskalandi og hér,“ segir Jambon. Að minnsta kosti 31 létust í árásunum og um 250 særðust, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra Belgíu, Maggie DeBlock. Ellefu manns létust í árás sem gerð var á alþjóðaflugvellinum í Brussel en þar sprungu tvær sprengjur. Þá létust 20 manns í lest á Maelbeek-neðanjarðarlestarstöðinni þar sem sprengja sprakk inni í einum vagni lestarinnar. Mínútu þögn verður í Belgíu á morgun klukkan 12 að staðartíma. Í kvöld hefur fólk safnast saman við Place de la Bourse í Brussel til að minnast þeirra sem létust. Forsætisráðherra landsins, Charles Michel, var á meðal þeirra sem komu og kveikti á kerti í minningu fórnarlambanna. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð árásunum og leitar lögreglan nú um alla Belgíu að manni sem grunaður er um að vera einn af árásarmönnunum. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Jan Jambon, innanríkisráðherra Belgíu, segir að yfirvöld hafi vitað að öfgamenn væru að leggja á ráðin um einhverjar aðgerðir í Evrópu en hann segir að alvarleiki og umfang hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun hafi komið á óvart. „Það var alltaf möguleiki á fleiri árásum en við gátum ekki ímyndað okkar að þær yrðu af þessari stærðargráðu. [...] Við höfðum engar upplýsingar um þetta, en við vissum þó að það væri eitthvað í gangi í Evrópu, í mismunandi löndum, Frakklandi, Þýskalandi og hér,“ segir Jambon. Að minnsta kosti 31 létust í árásunum og um 250 særðust, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra Belgíu, Maggie DeBlock. Ellefu manns létust í árás sem gerð var á alþjóðaflugvellinum í Brussel en þar sprungu tvær sprengjur. Þá létust 20 manns í lest á Maelbeek-neðanjarðarlestarstöðinni þar sem sprengja sprakk inni í einum vagni lestarinnar. Mínútu þögn verður í Belgíu á morgun klukkan 12 að staðartíma. Í kvöld hefur fólk safnast saman við Place de la Bourse í Brussel til að minnast þeirra sem létust. Forsætisráðherra landsins, Charles Michel, var á meðal þeirra sem komu og kveikti á kerti í minningu fórnarlambanna. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð árásunum og leitar lögreglan nú um alla Belgíu að manni sem grunaður er um að vera einn af árásarmönnunum.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Umfangsmikil leit um alla Belgíu að grunuðum hryðjuverkamanni Belgíski ríkissaksóknarinn, Frederic Van Leeuw, greindi frá því hvernig rannsókn yfirvalda á hryðjuverkaárásunum í Brussel í morgun miðar á blaðamannafundi nú undir kvöld. 22. mars 2016 18:26
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Freyja Steingrímsdóttir segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við árásunum með mikilli samheldni. 22. mars 2016 16:22